Alþýðublaðið - 14.05.1966, Page 3
Búnaðarbankinn
opnar nýtt útibú
Búnaðarbanki íslands opnaði í
gær nýtt útibú Búnaðarbankans,
til húsa í Véladeild SÍS Ármúla
3, 1. hæð, gengið inn frá Hallar
múla.
Slökkviliðið
flytur i dag
Nýja slökkvistöðin í Reykjavík
verður tekin í notkun í dag. Klukk
an 2,15 kveðja slökkviliðsmenn
gömiu stöðina við Tjörnina. Munu
allir bílar og fastastarfslið slökkvi
liðsins fara frá stöðinni í einu.
Ekið verður umhverfis Tjörnina
og út á Hringbraut. Við nýju
slökkvistöðina mun Lúðrasveit
drengja leika þegar bílarnir kama
þangað. Síðan mun borgarstjóri af
henda slökviliðsstjóra stöðina.
Útibúið annast sparisjóðs- og
hlaupareikningsviðskipti, inn-
heimtu á víxlum og verðbréfum
og alla fyrirgreiðslu fyrir við-
skiptamenn aðalbankans og útibúa
hans. Útibúið er fyrst og fremst
til þess ætlað, að auðvelda fyrir
tækjum og einstaklingum á þessu
svæði að reka einföldustu pen-
ingaviðskipti og þá einnig að létta
á þeim afgreiðsluþunga, sem er
á aðalbankanum í Austurstræti.
Forstöðumaður útibúsins verður
Moritz Sigurðsson, sem um langt
skeið hefur verið fulltrúi í víxla
deild aðalbankans.
Þetta er 5. útibú Búnaðarbank
ans í Rykjavík, en fyrir eru tvö
í Vesturbænum og tvö við Lauga
veg. Úti um land starfrækir bank
inn 7 útibú og hefur þannig sam
tals 12 útibúsdeildir.
Afgreiðslutími hins nýja útibús
verður frá kl. 1—6,30 e.h. nema
laugardaga frá kl. 10—12,30.
Skaítvísitala gildi einnig
um álagningu tekjuútsvars
Blaðinu barst í gær svohljóð-
andi fréttatilkynning frá Félags
málaráðuneytinu um bráðabirgða
lög um breytingu á lögum nr. 67,
21. maí 1966, um breytingu á lög
um nr. 51, 10. júní 1964, um
tekjustofna sveitarfélaga.
Ólafur Jónsson
tollgæzlusíjóri
Ráðuneytið hefur í dag sett
Öiaf Jónsson, fulltrúa til þess að
gegna starfi tollgæzlustjóra frá
15. þ.m. að telja.
Ólafur Jónsson er fæddur 27.
maí 1923. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1945
og eand. juris frá Háskóla íslands
1951 Settur fulltrúi lijá lögreglu
stjóranum í Reykjavík 1951 og hef
ur starfað þar síðan. Ólafur var
við framhaldsnám í Bandaríkjun
um árið 1952—53 og lagði stund
á „Police Administration” og sum
arið 1959 var hann í Danmörku
og Þýzkalandi og kynnti sér lö
reglumál.
Forseti íslands gjörir kunnugt:
Félagsmálaráðhera hefur tjáð
mér, að í lögum um álagningu út
svara vanti ákvæði um breytingu
á persónufrádrætti og á þrepum
í útsvarsstiga til samræmis við
þau ákvæði, sem nú gilda um álagn
ingu tekjuskatts, samkvæmt lög-
um nr. 90, 7 okt. 1965 um tekju
skatt og eignaskatt. Þar eð þörf
slíkra breytinga sé síst minni við
álagningu útsvara en við álagn-
ingu tekjuskatts beri brýna nauð
syn til þess að setja nú þegar
lög, sem ákveði, að skattvísitala
samkvæmt 53. gr. laga nr. 90/1965,
gildi einnig um álagningu tekjuút
svara, samkvæmt lögum nr. 67/
1965.
Með skírskotun til framan-
ritaðs eru • hér með sett bráða-
birgðalög samkvæmt 28. gr. stjórn
arskrárinnar, á þessa leið.
1. gr.
Frá og með gjaldárinu 1966 er
skylt að hækka eða lækka þær
fjárhæðir, sem um ræðir í 2. mgr.
2. gr. laga nr. 67/1965 svo og
þrepin í útsvarsstiga þeim, sem
um ræðir í 3. gr. sömu laga í
Framhald á 14. síðn.
Sunniidagsblaðið fylgir blaðinu um þessa lielgi. Þar birt-
ist Iþriðji hluti sögunnar Grýlukertið eftir hinn umtalaða
sovézka rithöfund Sinjavskí, sem ritar undir nafninu Abram
Tertz, og Jónas Guðlaugsson ritar þriðju igrein sína um ís-
lenzk klaustur, að þessu sinni um Þykkvabæjarklaustur í
Álftaveri. Ennfremur er í blaðinu grein um brezka leikar-
ann Edmund Kean, grein um njósnir Svisslendinga á stríðs-
árunum og grein, sem nefnist Mýsnar þurfa ekki fallhlíf.
Niðurgangsseiðum sleppt í eina af þróm tilrauna stöðvarinnar í Kollafirði. — Myndir J.V.
Búið að merkja 1500
í Kollafirði
Reykjavík — OÓ
Unnið er að merkingu laxa
í tilrauna- og eldlsstöð veiði-
málastjórnarinnar ]í Kollafirði
þessa daga. í gær|var búið að
merkja yfir 1500 Jaxa, en hve
margir verða merktir í ár er
ekki enn vitað ei| þeir verða
eins margir og starfsmenn
veiðimálastofnunarinnar kom-
ast yfir, en fámenni hamlar
nokkuð starfseminni í miðjum
vorönnum.
Þór Guðjónsson, veiðimála
stjóri, sagði í viðtali við Al-
þýðublaðið í gær, að þessar
merkingar gegndu aðallega tví
þættu Jilutverki, að fylgjast
með laxinum þegar hann geng
ur aftur upp í tilraunastöðina
í kollafirði og að komast að
hvort íslenzki laxinn er sá sami
og veiddur er mikið við Græn
landsstrendur, en grunur leik
ur á að svo kunni að vera.
í fyrrasumar gengu 57 lax
ar í Kollafjarðarstöðina af þús
und sem sleppt var árið áð
ur. Telja má fullvíst að enn
fleiri af þeim árgangi skili sér
í sumar. Það eru niðurgöngu
seiði sem merkt eru og er
þeim sleppt í sjó skömmu eftir
merkinguna. Fiskurinn er
merktur með lítilli plötu, sem
á er skráð númer, sem gefur
nákvæmar upplýsingar um
hvar og hvenær Jionum ler
sleppt í sjó og hver stærð seið
anna er við merkinguna. Sá
fiskur sem merktur var áður
en tilraunastöðin tók til starfa
var merktur á annan hátt og
ekki eins nákvæmlega og var
óhægt um vik að fylgjast eins
vel með ferli hans eins og nú
er mögulegt.
Á þeim árum sem tilrauna
stöðin hefur verið starfrækt
hefur starfsemin öll aukizt óð
fluga og er þegar búin að
spi-engja utan af sér allt hús
rými. Innan skamms verður
hafist handa um að byggja
stórt hús yfir eldisker, og mun
þá skapast mun betri aðstaða
til tilrauna og fiskeldis.
Fastir starfsmenn stöðvar-
innar eru fjórir að tölu. og er
Guðjón Guðjónsson stöðvar-
stjóri. Þegar mest er að gera
á sumrin vinna þarna þó fleh-i
menn. Fyrir utan laxeldi er
bæði bleikja og urriði alinn
í nokkrum þróm stöðvarinnar
hefur eldi á þeim fisktegund
Framhald á 14. síðu.
Einar Hannesson, fulltrúi veiðimálastjóra merkir laxaseiði.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. maí 1966 3