Alþýðublaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 16
 J LANGT ÁTAK . Eins og tarfur á vordegi i brauzt hægri útherji Þróttar • tneð knöttinn gegnum fálmandi vi»m KR og gaf knöttinn til v. tfiramherja, sem var í „daúða fseri“ og skoraði fyrsta mark i láótsins. . . . Nýr Stormur Ég var að rífast við einn af rtiínum gáfuðustu sórfræðing um og hann mátaði mig gjörsant ifega með eftirfarandi setningu » &að er mannlegt að skjátlast, en að koma sökinni yfir á aðra — það er pólitík. Mi;Y hefur fregnað að kvik i mvndin Sautján í Bæjarbíói í i Hafnarfirði sé þess óeðlis, að • jafnvel Ingmar sjálfur Berg- > pian mundi roðna ef hann sæi i.f»na. . .. . Þessa dagana tala menn víst um lítið annað en kosningarnar, al veg eins og velferð heimsins sé komin undir því, hvernig at kvæði falla hér norður á veraldar hjara eftir viku. Flokkarnir halda fundi og líma myndir á ruslaföt ur og aðra áberandi staði, og á kosningaskrifstofunum sitja menn og pæla í kjörskrám og reikna og reikna og reikna. Þessh’ út reikningar minna að því leytinu á hagfræðilega útreikninga eða veð urspádóma, að útkomurnar eru jafnmargar og reikningsmeistar- arnir eða spámennirnir. En jafn vel þótt að alltaf komi í ljós eft ir kosningar að útreikningarnir fyrir kosningar standast ekki nema í undantekningartilvikum og þá líklegast af tilviljun, þá gefast menn aldrei upp á því að reikna út væntanleg úrslit. Fyrir mörgum árum reyndi í- þróttahreyfingin að koma á get raunastarfsemi hér, eins og tíðk ast víða í útlöndum, en sú starf semi er fólgin í því að menn veðji á úrslit væntanlegra fótboltaleikja Þetta sport er ákaflega vinsælt alls staðar, en hér fór fyrirtækið þó á hausinn við fyrstu tilraun En væri ekki ráð að endurvekja þessa starfsemi, þótt í öðru formi væri, og lægi þá beinast við að menn veðjuðu á kosningaúrslit. Áhuginn á þeim virðist svo mikill og svo margir virðast eiga spá- dómsgáfu til að bera, þegar vel er leitað, að talsverð þátttaka hlyti að verða í slíkri getraun, enda verði hún auglýst vel og á viðeigandi hátt. Og þegar ekki standa yfir kosningar gæti þetta getraunafyrirtæki látið veðja á ýmsa aðra hluti, t.d. afla sildar báta yfir sumarið, en fátt blaða efni mun öllu meira lesið en sild arskýrslurnar, þegar þær á annað borð fást birtar. í sumum trúarflokkum er það mikil tízka á sarnkomum, að fólk standi upp og vitni sem kallað er t hinum veraldlegu trúarbrögðum sem kallast pólitík, skýtur hinu sama upp kollinum, hvenær sem kosningar nálgast. Oft og tiðum eru þessar vitnanir hinar merki legustu eins og að likum lætur. Til dæmis segir maður einn í Vísi £ gær, orðrétt: —• Ég er einn af þeim sem tek meira eftir því sem ég 6é gott í kringum mig en hinu og lít held ur á það .sem borgarstjórninni hef ur tekizt vel en það, sem miður hefur tekizt. Ég reikna méð að ■■■ . nu ...'V'V' ■ 1 ■ I 'V 7 • ' i 'ÍTf, ,y;;' £ i; ' hennj hafi tekizt eitthvað miður, en ég hef ekki séð það. Það er fallegt að vera hrein hjartaður og sjái aðeins það sem fallegt er, og þess vegna er þessi tilvitnun alveg í anda Baksíðunn ar. Eða hvenær mundi það hafa gerzt, að menn sem sjá ekki neitt nema fallegt, sjá neitt nema fall egt? Baksiðan veit þess að minnsta kosti engin dæmi, og trúlega má hafa það fyrir satt, að þeir menn sem sjá alla hluti í einhverju ljósi sjái hlutina í því Ijósi, en ekki einhverju öðru ljósi öðru vísi litu Baksiðan er kann-ki ekkert allt of vel verseruð í lógíkkinni, en einlivem veginn minnir ofan- greind vitundartilvitnun hana á setningar eins og: — Ég sé aldrei neitt nema X. Sjálfsagt eitthvað líka, sem heitir Y, en það hef ég aldrei séð. Þessi staðhæfing er eflaust al 'veg rétt en hún segir því miður harla Htlð um X eða Y. heldur lýsir hún augum þes<>, er talar, og .bað er allt annar handleggur, eins og menn segja. En það er fleira en vitnanir í þessu sama blaði. Þar er líka skýrt frá því, að Borgarsjúkrahús ið nýja sé nú í þann veginn að taka til starfa og sé „stærsta átak ið í r júkrahúsmálum hér á landi“. Baksíðunni hefði þótt eðlilegra, að notað væri orðið „lengsta“ í stað „stærsta“, því þetta „átak“, sem svo er kallað er nú búið að standa frá stríðslokum, og þeir kjósend ur, sem nú eru að öðlast kosn ingarétt í fyrsta skipti muna ekki hvernig Fossvogurinn leit út áð ur en sjúkrahússbyggingin hófst. a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.