Alþýðublaðið - 08.05.1966, Qupperneq 16
Menning eða ómenning
Tveir fingur, litli fingur ag
baugfingur, á einum af skips-
höfn Freyfaxa, brotnuðu í
fyrstu för skipsins. Staddir á
Sauðárkróki. Höfðu þeir verið
að enda við Iosrni og voru að
setja hlera á lestaropin. Þeir
£váðu vera níðþungir.
Oddsfrétt í Mogga.
L
Kosningarnar nálgast nú 6ð
fluga og maður er farinn að
kíkja í pólitíkina. í Mogganum
'las ég í gær þcssa setningu:
„Því miður er það svo og
VERÐUR ÆTÍÐ, að fólk á við
'inisjöfn kjör að búa ...” Þetta
fiögðu þeir líka £ baráttunni
í gamla daga, svo lítið hafa
Hært, blessaðir pujitukavaler-
nrnir.
Einhver lummó karaktér
ihringdi dyrabjöllunni í gær og
ihallinn var sannfærður um að
’hann væri frá einhverjum trú-
arflokki að selja smárit, svo
að hann skellti hurðinni á nef-
tð á honum. Seinna frétti kall
inn að þetta hefði verið hverf-
isstjórinn frá flokknum hans
og þá var hann heldur spældur
;í framan ....
LOKSINS fengum við það sem
helzt þurfti við hér í höfuðborg-
inni. í fyrri viku voru opnaðir 2
barir til viðbótar þeim 23, sem
fyrir voru, og eru nú vínbarirnir
orðnir 26, það er að segja, barir,
sem opnir eru öllum almenningi
örfáar klukkustundir á degi hverj-
um. Auðvitað eru ekki taldir með
barir í klúbbum eða í heimahús-
um, sem ekki eru ófáir.
Allar hafa þessar vínstúkur
það sameiginlegt að vera fyrsta
flokks. enda skilyrði af hálfu lieil
brigðisyfirvalda að einhvers stað-
ar i námunda við þær séu fullkom-
in eldhús og kokkar með réttindi
og háar hvitar húfur.
Og svo er afstaða almennings í
landinu til allrar dýrðarinnar. —
Sumir telja að aldrei sé nóg til
af börum, enda séu þeir til mik-
ils menningarauka og ómissandi
í siðuðu þjóðfélagi. Sem dæmi um
hve mikils virði barirnir eru sum-
um mönnum má nefna, að ekki
-alls fyrir löngu birtist í einu viku-
blaðanna hér mikil lofgrein um ný-
byggt og glæsilegt hótel í Reykja-
vik. Var þar mjög dáðst að fram-
takssemi þeirra sem að fyrirtæk-
inu standa, sem von er til og sitt
hvað talið þeim og hótelinu til á-
gætis, sem og var gert í öðrum
blöðum, og hefur sjálfsagt ekki
farið fram hjá neinum, en í fyrr-
greindri blaðagrein þótti ekki taka
að lýsa byggingunni að neinu, —
ekki einu sinni minnst á stærð
liennar eða kosti til að taka á móti
gestum. Það eina sem lýst var í
öllu húsinu var eitthvert megtugt
barborð og skýrt frá með mikilli
andagt, að það væri gert úr mar-
mara, og þóttu slík undur taka
öllu öðru fram í þessari glæsi-
legu byggingu.
Síðan eru liinir sem allt hafa
á hornum sér i sambandi við bar-
ina, og þar með náttúrlega allt
það sem við kemur áfengi, nema
templara. En það er svo undarlegt
með góðtemplara, að heyri maður
S þá minnzt, dettur manni ósjálf-
rátt áfengi í hug, enda góðtempl-
arareglan óhugsandi án áfengis-
bölsins, sem er drifkraftur þeirr-
ar starfsemi. Þetta fólk telur alla
Sfengismenningu hreinustu ómenn
ingu og vill láta loka öllum börum
og þá færu nú margar dýrar inn-
réttingar fyrir lítið.
Hvað um það — er ekki tími til
kominn að linni þessari ofsahrifn-
ingu á áfengismenningunni á
fvrsta flokks börunum. Mætti ekki
líka vera til ofurlítið af áfengis-
ómenníngu, og heldur ófínni öld-
urhús n þau, sem sífellt er verið
að keppast við að koma á fót.
Það eru ekki allir sem kunna við
að þamba brennivínið á blankskóm
og með slifsið innanum tóman
harðvið og marmara.
En fyrir þá sem dá áfengis-
timwsssm
T&m
•yf’fc
ÍÍVÍÍXV’ /■' ,1VI etriS
ómenningu er ekki í önnur liús að
venda en áfengislausa skemmti-
staði, með séneverinn í hitapokum
undir buxnastrengnum, — eða
íkemmta sér og vegfarendum á
götunum nú eða þá að drekka
heima hjá sér, en það er neyðar-
úrræði eins og allir hljóta að
vita . . .
Áreiðanlega eiga okkur eftir að
bætast nokkrir tugir bara á næstu
árum og væri ekki ráð að hafa
þó ekki væri nema nokkra þeirra
annars flokks og kokklausa á balc
við.
— Mundu, að það varst þú sjálf, sein vildir ekki hafa hund-
inn með . . .