Alþýðublaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 5
;. . .. . .■ ...
HVERNIG haldið þið, að um-
horfs væri í íslenzku þjóðfélagi
í dag, ef áhrifa Alþýðuflokksins
hefði aldrei gætt í þjóðmálum?
— Alþýðuflokkurinn átti fyrir
skömmu 50 ára afmæli. Við skul-
um rétt sem snöggvast hugsa
okkur, að Alþýðuflokkurinn hefði
aldrei verið stofnaður og gera
okkur mynd í. huganum af ís-
lenzku þjóðfélagi án áhrifa Al-
þýðuflokksins. Margt væri þá
bðruvísi en nú er. Þá væru hér
engar almannatryggingar og því
meiri fátækt og minna öryggi,
engir verkamannabústaðir, engin
orlofslög og ekkert launajafnrétti
karla og kvenna svo nokkuð sé
nefnt. Ef Alþýðuflokkurinn hefði
aldrei verið stofnaður og hefði
ekki starfað að þjóðmálum í hálfa
öld, væri ísland ekki eins mikið
velferðarríki og það er í dag. Það
er óumdeilanlegt og viðurkennt af
ölium — einnig andstæðingum
Alþýðuflokksins.
En hvaða máli skiptir þetta við
borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík? Jú. Það skiptir máli
vegna þess, að grundvallarstefna
Alþýðuflolcksins er hin sama í
bæjarmálum eins og í landsmál-
um. Það eru í r'auninni sömu at-
riði, er Alþýðuflokkurinn leggur
áherzlu á í borgarstjórn Reykja-
víkur eins og Alþingi, þ. e. sam-
hjálp og félagshyggja.
Ég vil nefna hér lítið dæmi, sem
sýnir, að einnig við borgarstjórn-
arkosningar metur íólk það mikla
starf, er Alþýðuflokkuririn hefur
unnið að velferðarmálum almenn-
ings. Kona nokkur hér í borg,
ung ekkja með 2 börn, sem ný-
lega hafði misst mann sinn, fékk
tíðar heimsóknir frá kosninga-
smölum flokkanna nú fyrir kosn-
ingarnar. Fyrst kom til hennar
fulltrúi frá Framsóknarflokknum
og lofaði öllu fögru. Síðan kom
maður frá Sjálfstæðisflokknum,
bað um stuðning við Geir borgar-
stjóra og sparaði heldur ekki fög-
ur fyrirheit. En konan sem aldrei
hafði kosið Sjálfstæðisflokkinn
vísaði báðum þessum smölum á
bug og sagði, að nú fyrst kynni
hún að meta tryggingarnar, þegar
hún þyrfti á þeim að halda, eftir
að haía misst fyrirvinnu sína. —
Hún sagðist því mundu kjósa Al-
þýðuflokkinn, þami flokk, er liefði
komið tryggingunum á. Þetta er
táknrænt dæmi. Og það munu á-
reiðanlega fleiri hugsa eins og
þessi ekkja.
Að sjálfsögðu hefur Alþýðu-
flokkurinn notið stuðnings annarra
flokka við það að knýja fram hin
ýmsu umbótamál — þar á meðal
Rasða Björgvins Guðmundssonar,
sem skipar þriðja sætið á
A-listanum, í útvarpsumræðunum
Sjálfstæðisflokksins, sem nú fer
með stjórn Reykjavíkurborgar.
En Sjálfstæðisflokkurinn er í
eðli sínu einstaklingshyggjuflokk-
ur, sem er í rauninni andvígur
því, að þjóðfélagið aðstoði þá, sem
standa höllum fæti í lífsbarátt-
unni.
Á löggjafarsviðinu hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn látið undan fyr-
ir baráttu Alþýðuflokksins í
þessu efni og fallizt á tryggingar
og margvíslegar aðrar félagslegar
ráðstafanir. Hið sama hefur gerzt
í borgarmálum Reykjavíkur. í
borgarstjórn liefur Sjálfstæðis-
flokkurinn einnig fallizt á mörg
mál Alþýðuflokksins. En það hef-
ur kostað mikla baráttu. Þegar
Alþýðuflokkurinn flutti sínar
fyrstu tillögur í borgarstjórn
Reykjavíkur um að bærinn byggði
ibúðir iil þess að leysa húsnæðis-
vandamál hinna lægst launuðu í
bænum, mátti Sjálfstæðisflokkur-
inn ekki heyra það nefnt. Það er
ekki í verkahring bæjarins að
byggja íbúðir, sögðu bæjarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins. En Al-
þýðuflokkurinn hélt áfram bar-
áttu sinni í þessu máli og Sjálf-
stæðisflokkurinn lét undan.
Þegar Alþýðuílokkurinn flutti
fyrst tillögur í bæjarstjórn
Reykjavíkur um. að bærinn keypti
togara og byrjaði bæjarútgerð,
mátti Sjálfstæðisflokkurinn ekki
heyra það nefnt heldur. Það er
ekki verkefni bæjarins að vasast
í atvinnurekstri, sögðu málsvar-
ar Sjálfstæðisflokksins. En Al-
þýðuflokkurinn barðist áfram fyr-
ir þessu máli og Sjálfstæðis-
flokkuxinn lét undan.
Og þannig mætti lengi telja.
Alþýðuflokkurinn fagnar því, að
Sjálfstæðisflökkurinn skuli liafa
breytt stefnu sinni nokkuð — og
fallizt á mörg mál Alþýðuflokks-
ins. Það er sú stefnubreyting,
sem gert hefur Alþýðuflokknum
kleift að starfa í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Ríkisstjórn
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
í' flokksins hefur komið mörgum
góðum. málum fram, en Sjálfstæð-
ismönnum mun það áreiðanlega
ljóst, að það er ekki síður nauð-
synlegt að áhrifa Alþýðuflokksins
gæti í boi’garstjói'n Reykjavíkur
en í ríkisstjórn landsins.
Margt hefur vel verið gert í
'Reykjavík síðustu árin. Fram-
kvæmdir hafa verið rniklar, upp-
bygging hröð. Og Reykjavík er í
dag falleg box-g í örum vexti. Mik-
ið af þeirri uppbyggingu, siem átt
hefui'' sér stað í höfuðboi'girini, er
aðeins þóttur í uppbyggingti þjóð-
Framhald á 8. siðu:
20. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
t