Alþýðublaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 8
Ræða Björgvins Barnaheimilum þarí að fjölga verulega í Reykjavík í'ramhald af 5. fíðu félagsins og á rætur sínar að rekja til stjórnarstefnunnar, — Sumt á þó rætur sínar að rekja til betri stjórnar á borginni en áður. En það er mikill misskiln- ingur hjá meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur, að allt sé orðið fullkomið hér í borg og ekkert þurfi úrbóta við. Vissulega eru mörg vanda- mál óleyst, enda þótt margt hafi þokazt vel á veg. Eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði fallizt á það sjónarmið Alþýðuflokksins, að bærinn ætti að standa fyrir í- búðabyggingum hófust miklar byggingaframkvæmdir á vegum borgarinnar, og þær hafa bætt verulega úr húsnæðisleysinu í borginni. En þó fer því fjarri, að húsnæðisvandamálið hafi verið leyst. Það er einkum unga fólkið, sem nú á í húsnæðisvandræðum í Reykjavík — og þá einkum ungt fólk, sem er að byrja búskap. Ung hjón, sem vilja fá litlar íbúð- ir,. finna þær hvergi, þar eð nær ekkert er byggt af slíkum íbúð- um. Úr þessu þarf að bæta. Borg- in verður að byggja íbúðir fyrir unga fólkið. Annað vandamál er einnig til- finnanlegt, en það snýr einkurn að húsmæðrunum. Það er hinn mikli skortur á dagheimilum og leik- skólum. Enda þótt þessum stofn- unum hafi fjölgað, er það enn svo, að heil ný íbúðahverfi finnast í borrginni, þar sem ekki er eitt einasta dagheimili eða leikskóli. A þessu verður að ráða bót. Leik- skólarnir eiga að vera það margir, að þeir geti tekið börn frá barn- mörgum heimilum — og þannig létt undir með húsmæðrum eins og verið hefur. Þá þarf einnig að fjölga leikvöllum í borginni og gera þarf sérstök leiksvæði fyrir stálpuð börn. Það virðist alveg hafa gleymzt að gera ráð fyrir sparkvöllum og öðrum athafna- svæðum fyrir stálpaða drengi. Það getur ekki verið mjög dýrt að bæta úr því. En auk þess þarf borgarstjómin að stuðla að því, að börn Reykvíkinga eigi kost á sumardvalarheimilum. Hér hefi ég í huga börn á aldrinum 6— 14 ára. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, Vorboðinn og Sjó- mannadagsráð hafa rekið sumar- dvalarheimili fyrir yngstu börnin, en Þjóðkirkjan og KFUM hafa starfrækt sumarbúðir fyrir eldri börn. Starfsemi þessi hefur verið með myndarbrag og Reykjavíkur borg hefur veitt henni fjárstuðn ing. En þessi starfsemi er þó hvergi nærri nóg. Þrátt fyrir þessa starfsemi verða mörg börn ut und- an og fá enga sumardvöl vegna þess, hve eftirspurnin er mikil. Úr þessu verður Reykjavíkurborg að bæta. Veita þarf þeim samtök- um, er starfrækja sumarbúðir og sumardvalarheimili aukinn stuðn- ing, en einnig þarf borgin sjálf. að- hefja starfsemi af þessu tagi. Reykjavíkurborg gerði vel í þvi að reisa nýtt sumardvalarheimili fyr- ir börn á fögrum stað í nágrenni borgarinnar. Þau sumardvalar- heimili, sem nú eru starfrækt, eru úr sér gengin, en samtökin, sem reka þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að reisa ný. —: Reykjavíkurborg ætti því sjálf að reisa slíkt heimili. Reykjavík hef- ur vissulega efni á því að búa betur að börnum sínum. Það hef- ur verið gert átak í gatnagerð, myndarlegir skólar hafa verið reistir, en það vantar tilfinnan- lega dagheimili, leikskóla og sum- ardvalarheimili fyrir börnin. Eitt vandamál enn, er snýr að börnum Framhald á bls. 11. / / MIKLAR HAFNARFRAMKVÆMDIR I OLAFSV K MYNDIN til vinstri sýnir hinar hinar miklu hafnarframkvæmdir sem gerðar hafa verið í Ólafsvík á síðustu þrem árum. í baksýn sé's’t gamli hafnargarðurinn og inn an við hann bryggja, en þessi mannvirki voru næsta ófullkom in, þótt þau hafi dugað Ólafsvík vel. Nú hefur nýr garður verið lilaðinn, til hægri á myndinni, fyllt upp hið opna svæði og gerð ný bryggja, sem bátar sjást liggja við. • Siðan þcsi viðbót kom og lok aði höfninni, hefur verið trygg viðlega fyrir bátana. Þykir sjó mönnum það mikil viðbrigði að þurfa ekki að vaka yfir bátum sínum hversu lítið veður sem gef ir. Framkvæmdir þessar liafa kost að um 20 milliónir króna. Hin nýja bryggja mun fullgerð liaf'a 230 metra viðlegukant, en miklir möguleikar eru á frekari aukningu í höfninni. Miklar dvpkunarfram kvæmdir hafa einnig verið genðar. Nú er hægt að landa úr 8—9 bát um samtimis, en áður var rúm fyr ir 3 af stærrri gerð. Talið er að möguleikar. séu til að gera í fram tíðinni athafnanláss fyrir 50— 00 báta í höfninni. Naésfú framkvæmdir verða áð lengja gamla garðinn að norðain verðu um eitt ker og verður þá algerlega kyrrt inni í höfninþi. •í Óláfsvik voru gerðir út 10 bát ar á vetrarvertíð og öfluðu þeir 9,500 lesta fiskjar. - % t ; 8 • 20- W !96& — AlÞYÐþlBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.