Alþýðublaðið - 20.05.1966, Side 11

Alþýðublaðið - 20.05.1966, Side 11
Ræða Björgvins Framhald af 5 síðu og unglingum og veldur heimil unum áhyggjum um þessar mund- ir, vil ég enn nefna. Það er hið mikla atvinnuvandamál barna og unglinga fyrir sumartímann. Hann stækkar ár frá ári hópurinn af stálpuðum börnum og unglingum, sem þarf að fá vinnu yfir sumar- ið. Margir fá ekkert starf. Reykja- víkurborg getur ekki horft á slíkt aðgerðarlaus. Borgarstjórnin verður að gera átak til þess að leysa atvinnuvandamál stálpaðra barna og unglinga. Vinnuskóli Reykjavíkur leysir að verulegu le.vti ór vanda þeirra, sem eru 13—15 ára og skólagarðar eru starfræktir fyrir yngri börn, en þó er ekki nóg að gert. Það skort- ir einkum verkefni fyrir 10—12 ára börn. Borgin þarf að gera sér stakar ráðstafanir til þess að leysa vanda þeirra aldursfiokka. Ég hefi nú rætt nokkur félags- leg vandamál hér í Reykjavík, mál, sem kalla á aðgerðir. Alþýðuflokk- urinn hefur ætíð látið félagsmálin til sín taka, jafnt á vettvangi landsmála sem bæjarmála. En einnig hefur Alþýðuflokkurinn á- vallt haft mikinn áhuga á atvinnu málunum. Ég vék í upphafi að því, að Alþýðuflokkurinn hefði á sínum fíma beitt sér fyrir stofn- un Ræjarútgerðar Reykjavíkur. Það .gerði Alþýðuflokkurinn í því skyni að stuðla að aukinni at- vinnu í höfuðstaðnum. Baejarút- gerðia hefur verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf borgarbúa. Togar- ar útgerðarinnar hafa fært a6 landi gífurlega mikið hráefni fyr- ir fisfcvinnslustöðvar Reykjavíkur og fiskaðgerðarhús Bæjarútgerðar innar hafa skapað mikla atvinnu, eikki sizt fyrir húsmæður og ungl- inga í Reykjavik. En þrátt fyrir þetta heyrast nú raddir um það í Sjáifstæðisflokknum að leggja beri Bæjarútgerðina niður vegna hallareksturs. Alþýðuflokkurinn er því andvígur. Flokkurinn tel- ur að eðlilegra sé, að fundnar verði leiðir til þess að bæta rekst- ursafkomu útgerðarinnar, svo sem með endurnýjun fiskiskipa henn- ar. En liinir gömlu togarar eru nú gamlir og úreltir orðnir. Enda þótt atvinna sé næg um þessar mundir, getur sá tími vissulega komið á ný, að atvinna dragist saman og þá er vissulega gott fyr- ir Reykjavíkurborg að eiga öflugt ú tgerðarf yrir tæki. Góðir áheyrendur! Ég hefi hér í kvöld einkum rætt um félags- og atvinnumál, þau mál, sem Alþýðuflokkurinn hefur ávallt látið sig mestu Skipta. Ég sagði í upphafi, að íslenzkt þjóð- féiag mundi hafa verið öðruvísi í dag, ef Alþýðuflokksins hefði ekki notið við. Og hið sama má segja um Reykjavíkurborg. Hér væri einnig mörgu á annan veg farið, ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki starfað. En áhrif Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn Reykja- víkur þurfa að aukast. Hin miklu áhrif Alþýðuflokksins á gang þjóðmála hafa orðið til góðs. Auk- in ábnif Alþýðuflokkslns í borgar stjórn Reykjavíkur mundu einnig verða til góðs. Sigtú* Bjnn>ttson liill Emttía Samúelsdútth 'Öxmuttdnr Jénífctm >árutm VaWlmarsd. Asgrírour Bii>rns»ot> honuéffnr Ögmnnðss. Tnrti túkólísson Eyjóífur SíjurffswtuSvunhvit TJiorUrius r ■Sltfuroddur Magnússon NjarítBr P. NjarBvik v lujrúlfnr JnnaMen E'inar G. Bojlasnn Sofíía Ingvarsdóttir Júbanoa EgUsdótUr Jóít Axcl Pétursson Jin ViSar "Eryggvaaon •JfO(fi Sijrtirósson • S fcj. X A-USTINN {JuðjóttMÍóUír PíxU Sipwr«v\sOtt Báréitr ióhatma Sígurðarú. ívIJVttr ÖnÍUit HaUfrrhns$ott Ósk;tr Ottðniisoo Péta EinaríaJfVtíír ÁsíráðstíOtt 20. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐID %%

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.