Alþýðublaðið - 25.05.1966, Síða 6
Þeir, sem oft heimsækja kvik-
myndahús muna sjálfsagt eftir
myndinni The Magnificent Seven,
sem sýnd var í Tónabíói fyrir 2 —
3 árum síðan. Þar voru sjö aðal-
leikarar, m. a. Yul Brynner. Þrír
þeirra voru svo til nýliðar í kvik-
myndaheiminum, en eru nú allir
orðnir heimsfrægir og stöðugt á
uppleið. Þeir eru Steve McQueen,
James Coburn og Robert Vaughn.
Steve hefur leikið í miklum fjölda
kvikmynda, James er orðinn fræg-
ur fyrir njósnamyndirnar Our Man
Flint, og Robert er einnig í njósna-
bransanum sem Napoleon Solo,
The Man From U.N.C.L.E.
Dirk Bogarde hefur leikið í kvik
myndum nokkuð lengi og þótt á-
gætur, en nú fyrst eru farin að
sjást merki þess að hann sé á
leiðinni á toppinn. Hann fékk
t. d. ágæta dóma fyrir leik sinn
í myndinni Þjónninn. Einnig þótti
hann skemmtilegur sem skúrkur-
inn í fyrstu kvikmyndinni um
Modestj' Blasie, en Modesty er
nokkurs konar kvenútgáfa af Ja-
mes Bond.
Margir áhorfendur hafa látið í
ljósi þá skoðun að Lis Taylor og
Richard Burton ættu að snúa sér
að grínhlutverkum í nokkur ár.
Myndir þær sem þau hafi leikið
í tii þessa séu svo dramatiskar
og þunglamalegar að menn séu
farnir að fá leið á þeim. Þau hjón-
in virðast þó ekki ætla að taka
þessu ráði, því að næsta kvik-
mynd þeirra verður: „Hver er
hræddur við Virginiu Woolf.”
Lee Marvin sem hlaut Óskarinn
fyrir leik sinn í Cat Ballou er tölu
vert kunnur hér á íslandi. Hann
hefur leikið í mörgum kvikmynd-
um sem sýndar hafa verið hér, og !
þeir sem eiga sjónvarp hafa getað
séð hann vikulega 1 lögregluþætt- j
inum M-Squad. í Cat Ballou lék
hann drykkfelldan „byssuveifara” 1
en það er nokkurs konar kúreka-
mvnd. Efnisþráðurinn er þó mjög
með öðrum hætti en venjulega
gerist í kúrekamyndum, og aðal-
hetjan sömuleiðis. Sem fyrr segir
er hann þar ákaflega drykkfelldur,
nánast. drykkjuræfill. Þegar hann
er edrú er hann svo skjálfhentur
að það er ekki meira en svo, að
hann valdi pístólunni, en strax og
hann hefur innbyrt nokkra sjússa
fer hann að skána. Og því drukkn-
ari sem hann er, því leiknari verð-
ur hann. Þeir sem séð hafa mynd-
ina segja hana stórkostlega. Leik-
urinn sé hreint snilldarverk, og
myndin svo gráthlægileg að heilsu j
manns sé hætta búin.
Mennirnir á þessum myndum eru aliir heimsþekktir kvikmyndaleikarar Og nöfn þeirra allra eru
á svörtu römmunum. En ef við lítum nánar á, þá sjáum við að þar hefur einliver ruglazt held-
ur illa í ríminu. Nöfnin eru nefnilega alls ekki rétt. Athugið þið nú liversu skörp þið eruð,
hvort þið getið fengið nöfnin rétt, og lesið ekki lengra fyrr cn þið eruð búin að spreyta ykkur.
£n rétt eru nöfnin svona: A er Mel Ferrer, B er Bing Crosby, C er Bill Holden, D er Tony
Randall, E er Tony Curtis, F er Bob Hope, G er Marlon Brando, H er Jaek Lemmon og I er
Peter Ustinov.
'HVER er auðugasti maðurinn í
Hollywood? Svar við þeirri spurn
ingu getur aðeins sá sami gefið
— og svo virðist sem honum sé
ekkert áhugamál að ræða um
það. Hver svo sem hann er,
þá mun hann að finna á meðal
einhverra eftirtalinna: Cary
Grant, Frank Sinatra, Bing Cros
by, Bob Hobe, Randolph Scott,
James Coburn og Robert Vaughan.
hins syngjandi kúreka Gene
Autry.
Ekki er hægt að benda á neinn
þeirra sem ríkari en einhver
hinna því að þeir eru allir sér-
fræðingar í því að halda fjárhag
sínum leyndum. En þeir eiga
annað sameiginlegt en mikil auð
æfi.
Allir að undanteknum Randolph
Scott, eru komnir frá fátækum
heimilum. Þeir öfluðu sér sinna
fyrstu peninga í skemmtanaheim
inum, spöruðu þá og ávöxtuðu á
skynsamlegan hátt. Þeir fengu
fjármálasérfræðinga sér til að-
stoðar og hafa allt sitt unnið
mikið til þess að ná eins langt
og raun ber vitni um í dag.
Elvis Presley sem er liðlega
þrítugur, og Frank Sinatra, sem
nýlega varð fimmtugur, eru yngst
ir í hópnum. Elvis græðir meira
en nokkur annar í heimi listar-
innar. Fyrir hverja mynd, sem
hann leikur í, en þær eru um
það bil þrjár á ári, fær hann í
sinn hlut 42 milljónir króna. Auk
þess fær hann 50% af ágóðanum
ásamt milljónum þeim, sem hann
fær fyrir plötur sínar. Presley
mun vera hæsti einstaklingsskatt
greiðandi í Bandaríkjunum.
FAÐIR HANS ÁVAXTAR
PENINGA HANS.
Á þessum árum hefur hann
grætt 850 milljónir á því að leika
í kvikmyndum og syngja inn á
plötur en áuk þess 2100 milljónir
króna á ýmsum vörutegundum,
sem bera nafn hans eða eru
skreyttar með mynd af honum.
Presley lifir ekki neinu óhófs
lífi á Hollywood mælikvarða. En
heimili hans í Memphis Tenn-
essee, er eins og klippt út úr
ævintýrabók. Faðir hans, Vernon
Presley, sér um að ávaxta fé
sonarins, og lætur jafn lítið uppi
t’m það og ástarævintýri hans.
Þó mun vanta nokkrar milljón
ir upp á, að Presley standi jafn
fætis Gene Autry. Autry hefur
af miklum klókindum ávaxtað
peninga sína í stórum fyrirtækj-
um og framkvæmdum — hann á
jafnvel sinn eigin loftflota, með
flugvélategundum eins og Lock-
heed og Beechcraft auK þriggja
þyrla. Autry á átta fyrirtæki, þar
á meðal kvikmyndafélag, nokkur
hótel, sex útvarpsstöðvar, þrjár
sjónvarpsstöðvar og mikinn
fjölda fasteigna. Þá á han.n einn
ig tvo stóra búgarða.
— Ef hægt er að tala um ein
hverja formúlu fyrir fram, þá
hlýtur hún að byggjast á hæfileik
anum að umgangast gott og dug-
legt fólk, sem veit hvað bíð ger
ir, ásamt því að vera alltaf á rétt
um stað á réttum tíma, segir
Autry.
SINATRA GJAFMILDASTUR.
Frank Sinatra á einnig loft-
flota, sem telur tvær þotur og
eina þyrlu. Kvikmyndafélag
hans heitir Artanis, sem er nafn
hans lesið aftur á bak, en það
gefur þó ekki jafn mikið í aðra
hönd og fjárfesting, sem enn-
þá er leyndarmál. Það er aftur á
móti ekkert leyndarmál, að hann
eyddi eitt sinn T50 mf’jónum
króna í að kaupa spilavíti
í Nevada. Árið 1963 seldi hann
Framhald á 15. síðu.
$ 25. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ