Alþýðublaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 9
konan Julie Christie, sem nýlega
hlaut Oscars verðlaunin fyrir
leik sinn í myndinni ,,Darling“.
Um aðrar stjörnur þarf ekki
að fara mörgum orðum um. Sir
Alec Guinnes leikur Yevgrav liðs
foringja. Frá Englandi voru einn
ig valin í hlutverk Rita Tushing
ham og Sir Ralph Richardson,
sem leikur Alexander Gromeko.
★ Fjöldi verðlauna.
Metro-Goldwyn hefur framleitt
myndina í 22 erlendum útgáfum
og látið tala inn á hana á frönsku,
arabisku, ítölsku, sænsku og
þýzku. Textar hafa verið gerðir
á fjölmörgum tungumálum svo
sem spænsku, dönsku, kínversku,
japönsku, grísku, portúgölsku,
hollenzku og norsku.
„Doktor Zhivago" hefur nú
þegar aflað sér flestra þeirra
verðlauna, sem finnast í kvik-
myndaheiminum, fjögurra Oscars-
verðlauna, og nokkurra gullverð
launa. Þá hefur hún verið kjörin
bezta kvikmyndin á enska tungu
árið 1965, bezta bandaríska kvik
myndin á sama árinu og erlenda
pressan í Hollywood veitti henni
héiðursverðlaun sín, svo nokkur
dæmi séu tekin.
sumarkvöldi í útjaðri Madrid.
BREZK MYND frá 1965. Fram-
leiðandi: Marcel Hellman. Hand-
rit: Dennis Cannan og Roland
Kibbee. Kvikmyndataka: Ted
Moore. Klipping: Fredrick Wilson.
Tónlist: John Addison. Leikstjóri:
Terence Young. Panavision. Tech-
nicolor. Háskólabíó. 122 mín.
í auglýsingu Háskólabíós um
myndina stendur m. a.: „Heims-
fræg amerísk stórmynd.” Orðið
„heimsfræg” er þarna mjög vafa-
samt, jafnvel þó að hún væri það,
sem ég efast stórlega um, því að
það væri þá ekki fyrir annað en
að vera léleg eftirlíking á Tom
Jones. „Amerísk” er nú alveg út
í hött, því að myndin er brezk.
Þeir tala að vísu ensku, bæði í
Bretlandi og Ameriku, en það er
venjulega gerður greinarmunur á
því hvaðan framleiðslan kemur.
Síðasta orðið „stórmynd” mætti
ef til vill til sanns vegar færa.
Myndin er jú voðalega stór, nær
yfir allt tjaldið í Háskólabíó en
satt að segja bera umbúðirnar
innihaldið algjörlega ofurliði.
Leikstjóri þessa óskapnaðar er
Terence Young. Hann hefur hing-
að til fengizt við að sviðsetja Jam
es nokkurn Bond og ætti hann að
halda sig að þeirri atvinnugrein í
nánustu framtíð. Þessi mynd er,
eins og áður segir, stæling á Tom
Jones, sem hefur algjörlega mis-
tekizt. í upphafi myndarinnar tek-
ur leikstjóri þó skýrt fram, að ef
að þessi mynd líkist einhverri ann-
arri, þá sé það hreinasta tilviljun.
Opinskárri játningu verður vart
búizt við. Mörg atriði myndarinn-
ar eiga sér furðu líkar hliðstæður
í Tom Jones, og Moll Flanders
(Kim Novak) verður nokkurs kon-
ar „kvenkyns Tom Jones.” Það,
sem tengir þessar tvær myndir
ennþá sterkari böndum, er sú
staðreynd, að John Addison hefur
samið tónlistina við báðar mynd-
irnar og er hún óneitanlega keim-
lík.
j,Aðalhlutverkin eru leikin af
heimsfrægum leikurum” segir í
auglýsingu Háskólabíós. Það er að
vísu satt en það er ömurlegt að
horfa upp á hvernig hæfileikum
þeirra er haldið niðri. Og með
öllu óskiljanleg er sú staðreynd,
að Vittorio De Sica, hinn frægi
ítalski leikstjóri, skuli taka þátt
í þessum skrípaleik.
Að lokum vildi ég minnast á ís-
lenzka auglýsingamynd, sem sýnd
var á tmdan Moll Flanders. Mynd-
in var gerð fyrir Lönd og Leiðir
hf. og fjallaði um það, að maður
ætti að láta L og L skipuleggja
ferðalögin hvert sem væri. Ég er
anzi hræddur um að ég láti L og
L ekki skipuleggja mín ferðalög
ef þau eru með sama blæ og aug-
lýsingamyndin. Þvílíkan jarðar-
fararblæ á auglýsingamynd fyrir
ferðaskrifstofu hef ég aldrei séð
áður. Því miður lætur höfundúr
myndarinnar sín ekki getið, svo
að það er ekki hægt að skamma
hann með nafni, en það mætti ef
til vill benda honum á nokkur
atriði, sem hefðu getað gert m.vnd-
ina betri. í fyrsta lagi þarf miklu
meiri hraða í svona mynd, í öðru
lagi fjörugri tónlist, í þriðja lagi
mætti þulurinn vera aðeins lí£-
legri, og síðast en ekki sízt mætti
hún að skaðlausu innihalda smá
liúmor. Það er að vísu brosað að
þessari mynd, en því miður, að-
eins vegna þess hve hún er léleg.
Úr því að ég er farinn að minn-
ast á auglýsingamyndir væri ekki
lír vegi að hreyfa hér við málefni,,
sem skrifað hefur verið um áður.
Auglýsingamyndir hafa jafnan far-
ið í taugarnar á áhorfendum enda
kunna þeir margar þeirra utan að.
Þessar myndir er byrjað að sýna
á auglýstum sýningartíma, t. d. kl.
9, í stað þess, að þá á sýning á
aðalmynd að hefjast. Áhorfendur
sem kannast við þetta fyrirkomu-
lag erú síðan að týnast inn í sal-
inn, löngu eftir auglýstan tíma.
Hvernig væri nú að sýna þessar
auglýsingamyndir t. d. fyrir kl. 9,
þannig að aðalmyndin geti hafizt
á réttum tíma? Með núverandi
fyrirkomulagi okra kvikmynda-
húsin iðulega á almenningi með
því að sýna myndir, sem eru tæp-
ir tveir tímar, aðeins klukkan 5
og 9. Sýningartíminn er lengdur
með auglýsingamyndum, frétta-
myndum, sýnishornum úr næstu
myndum og jafnvel teiknimyndum,
ef með þarf. Með hléi er því auð-
velt að teygja sýningartíma mynd
ar, sem er 110 mín. upp í 140 mín.
Og að lokum þetta. Er til of mik-
ils mælzt, að kvikmyndahúsin fari
eftir sínum eigin auglýsingum? —
Það kæmi sér betur fyrir alla að-
ila, að þegar mynd hefur verið
auglýst í síðasta sinn, þá sé hætt
að sýna hana daginn eftir. Hvað
viðkemur þessari algengu auglýs-
ingu „allra síðasta sinn” get ég
ekki séð að það sé hægt að sýna
mvnd nema einu sinni í síðasta
sinn og því sé ekki um neitt „allra
síðasta sinn” að ræða.
Sig. Sverrir Púlsson.
KMYN
Frá Verzlunarskóla íslands
Inntökupróf inn í I. bekk Verzlunarskóla ís-
lands verður þreytt dagana 27. og 28. maí.
Nemendur mæti við Verzlunarskólann 27.
maí, kl 1,30 síðdegis. Röð prófanna verður
þessi: íslenzka, danska, reikningur.
Kópavogsbúar
Ungur maður óskast til starfa í vöru-
afgreiðslunni.
Málning hf.
Laus staða
Staða aðalgjaldkera Landssmiðjunnar er
laus til umsókn'ar. Laun samkvæmt launa-
kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir á-
samt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu sendast Landssmiðjunni fyrir
1. júní n.k.
LANDSSMIÐJAN.
Skrifstofumabur
óskast strax.
Umsóknir sendist til Hafnarskrifstofunnar
fyrir n.k. mánaðarmót.
Hafnarstjórinn í Reykjavík.
Vakfmaöur
Vaktmaður óskast á olíusföð.
UppEýsingar í síma 13329.
Sumarhaftar
barna, nýkomnir í glæsilegu
úrvali
toúöírv
Laugavegi 31
sími 12815
Aðalstræti 9,
sími 18860.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. maí 1166 $