Alþýðublaðið - 25.05.1966, Síða 15
Kínverjar
Framhald af 5. síðu.
ríkjanna, sem í Ijós hefur kom-
ið, hefur hins vegar valdið sí*
fellt aukinni vantrú bandarískra
iþingmanna á yfirlýsingum stjórn
arinnar. Menn eru haldnir óljósum
grun um, að stjórnin hafi engin
tök len,gur á Víetnammálinu og
fyigzt er með glæfraspilí stjórn
arinnar í afstöðu hennar til Kína
með vaxandi ugg.
Uggur þessi er þeim mun meiri
vegna þess, að vitað er að
skömmu áður en ókyrrðin
hófst í stjórnmálum Suður-Víet-
r.am bað Johnson forseti banda-
ríska herforingja um að búa sig
undir auknar loftárásir, er einn-
ig skyldu ná til iðjuvera í Norö
ur-Víetnam. En forsetinn frest
aði ákvörðun sinni vegna mót
mælaaðgerðanna í Suður-Víetnam,
og nú er óttazt að þess sé skammt
að bíða að henni verði framfylgt.
í þessu sambandi gætir einnig
mikils uggs vegna óvissunnar um
þátttöku Rússa eða Kínverja f
loftvörnum Norður-Víetnammanna
★ SIGUR EÐ4 UNDANHALD?
Nokkrir stjórnmálamenn eins
og hinn áhrifamikli öldungadeild
armaður Richard Russel frá
Georgíuríki telja aftur á móti að
þetta sé áhætta, er verði ai taka.
Russel, sem er formaður varnar
málanefndar öldungadeildarinnar,
hefur sagt hvað eftir annað upp
á síðkastið, að Bandaríkjamenn
verði nú að leggja allt að mörk-
um til að vinna sigur í styrjöld-
inni eða flytja burtu herlið sitt
frá Vietnam.
Russel telur, að efna beri án
tafar til skoðanakönnunar meðal
suður-víetnamísku þjóðarinnar. Ef
meirihluti þjóðarinnar sé andvíg
ur Bandaríkjamönnum beri Banda
ríkjamönnum að flytia burtu her-
lið sitt tafarlaust. Ef meirihlut-
inn sé hlynntur bandarískri að-
stoð beri Bandaríkjamönnum að
auka loftárásir sínar á Norður-
Víetnam, ráðast á iðjuver, setja
algert hafnbarn á landið og loka
höfninni í Haipong fyrir fullt og
allt.
— Við verðum að vinna stríðið
eða hörfa burtu, segir Russel öld
ungadei’darmaður, en hann er
mjög handgenainn Johnson for-
seta og telja flestir að hann túlki
skoðanir forsetans ekki síður en
sínar eigin.
★ KENNEDY MÓTMÆLIR
En maður eins og Robert
Kennedv öid'ingadeíldarmaður
mótmælir slíkum skoðunum af-
dráttarlaust. Hann nýtur einnig
stuðnings margra stjórnmála-
manna í Washinston. Kennedy
segir, að stækkun stríðsins í
norðri og liættan á átökum við
Kínverja mnni ekki leysa vanda
mái Suður-Víetnam.
Að skoðun Kennedvs öldunga-
deildarmanns hlýtur helzta verk-
efni Bandaríkiamanna nú að vera
það, að fá herforingjana og búdda
trúarmenn í Saison til viðræðna
svo að grundvöll megi leggja að
þjóðkjörinni stinrn f Suður-Víet
nam er fús verði að berjast gcgn
kommúnistum f iandinu. Kennedy
telur það lýsa fullkomnu ábyrgðar
leysi að hætta á stórstyrjöld f As
íu áður en jafnvægi er komið á
í Suður-Víetnam.
Hann segir ennfremur, að
Bandarfkjamenn verði . að horf
ast í augu við þá .staðreynd, að
Kínverjar séu reiðubúnir að svara
í sömu mynt ef aBndaríkjamenn
færa út styrjöldina í Norður-Víet-
nam og ráðast í Thaiand og á b.rísk
fiugvélaskip á Kyrrahafi Einnig
sé hugsanlegt að Kfnverjar
sendi hersveitir til Suður-Víet-
naf.
Valur vann
Framhald af 11. síðu.
heild en mikið skortir Baldvin í
knattleikni á borð við Eyleif og
Einar ísfeld, sem án efa eru dug
legustu framherjar KR í dag og
vörnin sömuleiðis, en hún réði
samt samt ekki við leikni Her
manns og vigfimi.
Guðm. Guðmundsson dæmdi
leikinn. Áhorfendur voru margir
og skemmtu sér vel, enda bauð
leikurinn uppá ýmis góð og f jörleg
tilþrif.
Frönsk herskip ,
Framhald af 3. sfðn
Bouvet, sem tekið var í notkun
1956, er búið vopnakerfi bæði til
loftvarna og fyrir sjóorustur. Auk
þes hefir skipið stórskotaútbúnað
með 57 m.m. byssum, 6 tundur
skeytarör, og sexfalda sprengju
vörpu gegn kafbátum.
Le Picard er hraðskreiður tund
urspillir 1,290 tonn og 100 m. á
lengd og 10.30 m. á breidd. Skip
ið var tekið í þjónustu 1956 og er
búið 57 m.m. loftvarnarbyssum, 12
tundurskeytarörum og sexfaldri
eldflaugavörDu gegn kafbátum.
Áhafnir þessara þriggja skipa
eru samtals 821 maður.
Surcouf dregur nafn sitt af Rob
ert Surcouf. sem er fæddur í
Sajrit Malo árið 1775 og dáinn
1827. Var hann frægur sægartmr
í stvríö'dum Frönsku byltingarinn
ar og kei'aratímabilsins.
Pierre Bouvet, þekktur aðmír
áll. fæddur 1775 og dáinn 1860
barðícit e'nkum í Kyrrahafinu.
Aimpnningur mun fá tækifæri
til besc að ■'koða skipin Bouvet
og T e PiVard 28. og 29. maí eft
ir hádegi báða dagana.
Þeir ríkustu
Framhald af 6. síðu
hlut sinn í Sand hótelinu í Las
Vpgas fvrir um það bil 18 mill
jónir króna.
Auðvitað á Frank Sinatra einn
ig uiöfuúi-cráf"fvrirtæki, útvarns-
stöðvar, fasteignir, olíufyrirtæki,
og hað sem meira er, hann. hefur
c’"1f”r pi'q stíórn þeirra með
höndum. Skorti hann lausafé, þarf
brnn pvki annað en ráða sig um
vikutíma á einhverjum nætur
klúbb. Hann er nefnilega hæst
launnður heirra listamanna. sem
koma fram í næturklúbbum. Hann
er að öllum likindum gjafmild
astur allra þessara margmilljón
era I heimi stjarnanna. — Án
bess að fara rnjög náið út í þá
sáima, er hæst að fullyrða, að
hann gefur hverja stórupphæðina
af annarri hjálparsjóðum og vin
um í neyð.
Pögusagnir herma, að leikarinn,
Randolnli Scott sé eins ríkur og
nokkur annar í Ho'Ivwood.
Löneu áður en ferill hars sem
kvikmyndaleikara hófst, græddi
hann milljónir í Utah 1 úraní
um og öðrum dýrum málmum.
9 MILLJÓNIR Á VIKU
FYRIR SJÓNVARPSÞÁTT.
Cary Crant hefur ef til vill ekki
eins miklar tekjur núna og marg
ir hinna, en peningar hans hafa
borið margfaldan ávöxt. síðan
hann aflaði þeirra 'á yngri ár-
um. Hann fékk milljónir eftir
milljónir dollara fyrir margar
hinna geysivinsælu kvikmynda.
sem hann lék í.
Ef til vill á Jerry Lewis meiri
peninga í bönkum en nokkur
hmna. Hann framleiðir sinar eig
in myndir og hagnast um milljón
ir á þeim. Eins og Sinatra er
hann gjafmild sál, sem geftir stofn
unum og sjóðum stórar peninga-
upphæðir. Heimtli hans í Bel Air,
sem kostaði tæpar 30 milljónir
króna, er til marks um bin gíf
urlegu auðæfi hans. Á síðasta ári
fékk hann um það bil 9 milljómr
króna á viku fyrir að sýnp sig í
siónvarpsþætti. Stundum sóar
hann fjármunum sínum út í loft
ið — kaupir tylftir af fötum,
skyrtum og sokkum. Hann á líka
elnhverja dýrustu og glæsiiegustu
seglskútu í heimi.
Ef istjörnurnar sjálfar eru
spurðar: — Hver er ríkastur?
svara þær næstum allar á einn
veg^ Fed McMurray. Kannski er
það satt. Sjálfur segir hann, að
það sé nokkuð orðum auk'ð. Fast
eignir og bygging háhýsa hafa
lengi verið uppsprettur auðæfa
hans. Einu sinni var hann tal-
•'nn meðal 10 ríkustu manna
Bandaríkjanna, vegna olhifélaga
isinna, verksmiðja, búgarða,
klúbba o.s. frv. Vitaskuld á hann
•p'nnig sjónvarpsstöðvar og kvik
myndafélag. Árið 1963 varð hagn
aður af þremur McMurray-mynd
um tæpar 2200 milljónir króna.
Fiskveiðimörk
Framhald af 1. síðu.
yfir strandlengju. Af þeim hafa
nú 60 tólf mílna fiskveiðimörk
en fimmtán ríki hafa víðari fisk
veiðilögsögu. Um tíu riki hafa
fiskveiðilandhelgi milli briggia
og tólf mílna, en 15 ríki, þeirra
á meðan Bandaríkin hafa enn
þriggja mílna mörk.
Pakistan hefur nýlega fært
fiskveiðimörk sín út úr þrem f
tólf mílur, en telur sig að auki
eiga allan rétt yf'r siónum út
til 112 mílna frá ströndinni, Ay
ub Khan forseti landsins, hef
ur gefið út yfirlýsingu, þar
sem hann segir að Pakistanar
hafi einkarétt til fiskveiða innan
12 mílna, en áskilji sér rétt til
að setja reglur um fiskveiðar
á 100 mílna svæði bar fvrir ut
an. Segir í yfirlýsingunni, að
Pak'stapiar geti gert ráðstaf
anir til að vernda fiskistofna
frá ofveiði á þessu svæði.
(Fishing News.)
Verkfall
Framhald af 1. síðu
menn yrðu atvinnulausir í nokkra
daga. Dash skoraði á verkamenn
að hafna óábyrgum áskorunum
„vinstri öfgasinna".
Meðal þeirra skipa, sem hafa
orðið fyrir barðintt á verkfallinu
eru farþegaskipin „Queenn Eliza
bet“ og „Queen Mary", en und
ir venjulegum kringumstæðum
stæði mesti annatimi þeirra sem
hæst einmitt um þessar mundir.
10 önnur farþegaskip hafa stöðv
ast vegna verkfallsins og auk þess
hundruð minni skipa, sem liggja
1 við bryggjur í London, Southham
ton, Liverpool, Glasgow og Brist
ol.
| Sjómenn hófu verkfall til stuðn
ings kröfum sínum um 40 stunda
vinnuviku, en vinnuvika þeirra er
nú 56 stundir. Útgerðarmenn segja
að verði gengið að kröfum verk
falhmanna hækki launagreiðslur
um 4300 milljónir ísl. kr. eða 17
af hundraði.
NATO
Frh. af 2. síðu.
tjmis því sem flutningarnir eiga
sér stað, segja heimildirnar.
Svo kann að fara að aðalstöðvar
Mið-Evrópustjórnar NATO verði
fluttar frá Fontainebleau í ná-
grenni Parísar til Vestur-Þýzka
lands.
Uanríkisráðherrarnir Gerhard
Schröder og Michael Stewart
ræddu þessa flutninga frá ýmsum
hliðum í London í dag, og um
leið ræddi Erhard kanzlari við
James Callaghan fjármálaráðherra
um þá ósk Breta, að Vestur Þjóð
verjar taki að sér að greiða all
an kostnað við dvöl brezkra her
sveita í Vestur-Þýzkalandi. Hér er
um að ræða árleg útgjöld fyrir
Breta er nema um 90 milljónum
punda, en Vestur Þjóðverjar greiða
nú 2/3 kostnaðarins.
Nú eru þeir . . .
Framhaid af sfðu S.
Grásleppuveiði hefur verið á-
gæt, en er nú farin að minnka.
Færabátar eru fáir ennþá, en fiska
vel.
Töluverð snjóþyngsli eru ennþá
í nágrenninu, enda þótt snjólaust
sé í plássinu sjálfu. Vegurinn til
Þórshafnar var mokaður fyrir^fá
einum dögum. í gær var hinn
venjulegi vegur til Kópaskers lolt
aður á kafla, en bílar komust
þangað um annan veg. s
Að öðru leyti er heldur fátt
um framkvæmdir, nema hvað býjgg
ingu félagsheimilis miðar nú ýel
áfram, en húsið er nú komið untlir
þak.
> i
6uðjón Sfyrkársfon;
<
Hafnarstræti 22. sími 18354,
hæstaréttarlögmaður.' f
Málaflutningsskrifstofa.
Jón Finnsson hrl. »
Lögfræðiskrifstofa. ‘
Sölvhólsgata 4. (SambandsMrfð)
Símar: 23338 og 12343. 1
Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaðirr
■r-f ti
Lögfræðiskrifstofa. ,,
Sambandshúsinu 3. hæð,
Símar: 12343 og 23338.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málaflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 — Siml 11045.
Bifreiöaeigencftir
sprautum og réttum
Fljót afgrelðsla. \
Bifreiðaverkstæðið r
Vesturás h.f.
Síðumúla 15B, Siml 35740:
fil .
uj f
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. maí 1966