Alþýðublaðið - 03.06.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 03.06.1966, Side 4
Rttotjórir: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndsl. — Rltstfórnaríult- trúl: ElBur GuBnaaon. — Slmar: 14»00-14tH)3 — Auílýalngaalml: 14S06. ABaetur AlþýBuhúslB vlS Hverflsgötu, Reykjavflt. — PrentsmlBJa AlþýSu blaBalna. — Aakriítargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr, S.00 elntakltL Otgefandl AJþýBuflokkurlnd. , Bæjarstjórar NÝKJÖRNAR BÆJARSTJÓRNIR koma saman yíðs vegar um landið þessa daga, og er að jafnaði eitt fyrsta verk þeirra að kjósa bæjarstjóra. Hefur það meginþýðingu fyrir framvindu kaupstaðanna, hvernig til tekst með val bæjarstjórans. Til skamms tíma hefur ríkt sú. venja á íslandi, að. myndaður hefur verið pólitískur meirihluti inn- an hverrar bæjarstjórnar, og hann hefur síðan valið bæjarstjóra af réttu, pólitísku sauðahúsi. Er algeng- ast, að tveir eða fleiri flokkar taki höndum saman um myndun meirihluta og kjör bæjarstjóra. | Á þessu kerfi hafa reynzt vera alvarlegir gallar. Verstur er sá, að störf bæjarstjóranna eru mjög ó- ■piss, og þeir eiga yfir höfði sér að missa stöðurnar ■eftir fjögur ár. Hefur þetta öryggisleysi, svo og pólitískt þras sí og æ, orðið til þess, að erfitt hefur reynzt að fá góða menn í starfið, þótt oft hafi raun- ar tekizt vonum framar. Til er önnur skipan þessara mála. Hún er að ráða ópólitískan embættismann sem framkvæmdar- stjóra bæjarfólags, en láta forseta bæjarstjórnar kpma fram fyrir bæjarins hönd. Þannig er pólitík fjarlægð frá sjálfu starfi bæjarstjóra, og öryggi hans í starfi eykst. Þetta kerfi liefur gefið mjög góða raun erlendis, og hefur einnig gefizt vel á nokkr- íim stöðum hér á landi, til dæmis á Akureyri og Akranesi. Telja verðar víst, að Akureyrarkerfið gefi góða í’áun, þar sem aðstæður leyfa þá skipan mála. Þeg- ar kosningaliríð lýkur er mikilsvert, að kjörnir bæj árfulltrúar vinni vel saman að hagsmunamálum Sveitarfélaga sinna. Afeð og mófi ENDA ÞÓTT framsóknarmenn hafi víða bætt við sig atkvæðum í bæjarstjórnarkosningunum, varð aukningin mun minni en þeir áttu von á. Sýnir hún raunar,, að fylgi flokksins er ekki lengur í örum iVéxti. í;t . > Þetta er að vonum. A liðnu vori hafa framsókn örmenn reynt að taka margvíslega afstöðu til flestra áíórmála og vera bæði með þeim og á móti. Ábyrgð örleysið í stefnu þeirra í efnahagsmálum hefur aldrei Ýerið eins áberandi, er þeir mótmæla dýrtíð, en þpimta margvíslegar ráðstafanir, sem mundu auka dýrtíðina! . Slrita pólitík er að sjálfsögðu ekki hægt að reka til lengdar. Ábyrgðarleysið hefnir sín og mikil |íiiindu vonbrigði þess fólks verða, sem kosið hefur Framsóknarflokkinn, ef hann ætti að framkvæma éfefnu sína. Þá mimdi reynast erfitt að vera bæði Á?eð ,og móti stórmálum! 4 3. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ (£ ‘k ' ÓDÝRT! í ÖLLUM KAIIPFÉLAOSBÚÐUM I 99 •xneó ! 8IBGÐASTÖ0 Vísindamenn flytjast til LJSA MENN liafa löngum haft nokkr ar áhyggjur af því, aö vísinda- menn og verkfræðingar í Vestur Evrópu væru gjarnir á að flytjast vestur um haf og setjast þar að, svo að þeir nýttust ekki heima fyr ir tjl að stuðla að framförum í tækni og vísindum. Hér á íslandi hafa menn einnig haft áhyggjur af brottflutningi menntamanna, svo að fróðlegt er að glugga í skýr-lu sem birtist í Observer, riti Efna hagssamvinnustofnunarinnar ný- lega. í skýrslu þessarj kemur í ljós að miðað við útskrifaða menn í raunvísindum og verkfræði 1959 fluttust 17% flíkra manna frá Sviss til Bandaríkjanna, 16,2% frá Noregj. 15,1% frá Hollandi og 10,2% frá Grikklandi. Lægstu hlut fallstölur höfðu Frakkar (0,9%) og ítalir (1,3%). Frá „VeBtur-Evrópu", þ.e.n.s. Frakklandi, Þýzkalandi, Hollandi og Bretlandseyjum, hafa flutzt að meðaltali á árunum 1956—1961 339 raunvísindamenn og 966 verkfræð ingar til Bandaríkjanna eða 1305 menntamenn úr þessum greinum en þáð þýðir 2.5% útskrifaðrá raunvísiridamanna ánð 1959, 8,7% verkfræðinga eða 5,4% alls. Athyglisvert er það, að hundraðs tala verkfræðinga, sem flytja til Bandaríkjanna, er í öllum tilfell um miklu hærri en raunvísinda manna. Til dæmis fluttust 3.4% vísindamanna, miðað við útskrif aða menn 1959 frá Noregi, en 23.8% verkfræðinga, 7.9% vísinda manna en 21.8% verkfræðinga frá Hollandi, 2,6% vísindamanna en 17,2% verkfræðinga frá Bret landi. Þá má geta þess, að meðaltal áranna 1956—1961 sýnir að úr öll um heiminum fluttust 1114 vísinda menn og 3755 verkfræðingar eða alls 4869 á ári til Bandaríkjanna. Hins vegar hefur ekki verið reikn uð út hundraðstala á þessu tilfelli. Eitt land leggur þó til langflesta af þessari tegund menntamanna, en það er Kanada. Þaðan koma ár lega 212 raunvísindamenn og 1027 verkfræðingar til Bandaríkjanna eða (miðað við útskrifaða 1959) 12,5% vísindamanna og heil 48% verkfræðinga. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús Kleppsspítal- ans til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsing- ar gefur matráðskonan í síma 38160 milli kl. 8 og 15. Skrifstofa ríkisspítalanna. Augl rsln um gjafd fyrir vitjanir varðlækna. Grunngjald fyrir vitjun kvöld- eða næturlæknis til sam lagsmanna í Reykjavik er ákveðið kr. 180.00, enda sé vitjunar beiðst fyrir kl. 23.30. Komi vitjunarbeiðni síð- ar má grundgjald nema 300 krónum. Fyri-r vítjun helgidagslæknis eða læknis á neyðarvakt er grunngjaldið kr. 180.00. Samlag;ð endurgreiðir þennan kostnað að hálfu. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.