Alþýðublaðið - 03.06.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.06.1966, Blaðsíða 8
Nú er prófum lokið eða er að Ijúka í flestum skólum. í fyrradag fórum yið í snyrtistofuna Mæju á Skólavörðustíg, en þar voiru stúlkur í Snyrtiskóla frú Margrét ar Hjálmtýsdóttur að taka próf í fegrunarsérfræði. Prófdómari stúlknanna var frú Majbritt Carbolino, fegrunarsér- fræðingur frá Germaine Monteil í París. Það var mikið um að vera á snyrtistofunni, er við iitum þar inn, því að þar voru fleiri gestir nefnilega kvikmyndatökumenn frá ítalska sjónvarpinu. Þeir eru hér staddir til að taka myndir og datt í hug að hafa þar með myndir frá íslenzkri snyrtistofu. Þegar okkur bar að voru fjórar stúlkur í verk legu prófi, þ.e. snyrtingu en aðrar fjórar höfðu lokið því prófi um morgunjnn. Stúlkurnar urðu nú að leysa prófverkefni sitt af hendi fyrir framan skær Ijós og suðandi kvikmyndavélar, og að sjálfsögðu fyrir framan ljósmyndavélina okk ar, eins og myndirnar hér á síð- unni bera með sér. Ekki bar þó á ó styrk hjá stúlkunum, ekki svo sást að minnsta kosti. Þær vönduðu mjög snyrtinguna og fengu hrós fyrir hjá prófdómaranum, frú Car bolino. Frú Carbolino sagði, að stúlkurn V/ ' ',4 ' /' £ wmmÉMm wmm v . _'. : > • - •; ’ ’’ : : ' l' ‘ .: iii Frú Gar öolino. ar væru mjög duglegar og vand virkar og fengju áreiðanlega góð ar einkunnir. Frúin tók það fram að íslenzkar konur hefðu flestar of þurra húð, og virðist öllum fegrunarsérfræðingum, er hingað koma, bera saman um það. Þess vegna sagði hún, að konur yrðu að vernda húðina með kremum, sér staklega þegar kalt væri í veðri og hvasst, einnig að vernda húð barn anna með mjúkum kremum, þegar mjög kalt væri í veðri. Við jpurðum frú Margréti Hjálm týsdóttur nokkurra spurninga um skólann hennar og þær námsgrein ar, er þar væru kenndar. — Hér er stúlkunum kennt æði margt, segir frú Margrét, þeim er kennd hegðun og framkoma, lík amsæfingar, líkamssnyrting, klæðn aðarlist, húðgreining, margs kon ar andlitsböð og ,,make-up“, nudd sérstaklega andlitsnudd, meðferð rafmagnsáhalda handsnyrting, snyrtivöruefnafræði og síða t en ekki sízt anatomi eða líkamsfræði, sem er kennd af læknum, en hún er undirstaða námsins. — Hvað eru margar stúlkur í prófinu núna? — Þær eru átta. Sumar þeirra hafa stundað verklegt nám á snyrti stofum hér í bæ, en bóklegu fög in í snyrtiskóla mínum. — Þið hafið hér fran,kan próf dómara hjá stúlkunum? — Já, frú Carbolino er fegrun arsérfræðingur frá Germaine Mon teil í París og hefur unnið 30 ár í fagi sínu. Hún hefur kennt hjá okkur á námskeiöi fyrjr meðlimi í Sambandi íslenzkra fegrunarsér fræðinga, þar hefur hún kennt ný tízku ,,make up“. Við truflum aðeins. eina stúlk una í prófinu. Hún segist heita Við sn yrtingu. Prófdómari og kennari fylgdust með handbragði s 8 3. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.