Alþýðublaðið - 03.06.1966, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 03.06.1966, Qupperneq 5
MINNINGARORÐ: II Friðriksson Martinus kemuit til landsins ! í dag verður til moldar borinn frá Fos vogskapellu Páll Friðriks son, Hjarðarhaga 64. Hann and aðist snögglega 26. maí sl., að eins 48 ára gamall. Ekki get ég sagt að mér eða öðr um vinum hans hafi komið and látsfregnin með öllu á óvart. Við vissum að um langt árabil hafði hann ekki gengið heill til skóg ar og hin siðari árin háð tvísýna baráttu við hættulegan 4iíhdóm. Þetta vildi þó gleyma t, því að Páll var nánast ófáanlegur til að ræða heilsu sína eða líðan, og jafn ófús var hann að draga af sér | við vinnu á meðan hann gat nokk urn veginn staðið í fæturna. Ég vissi þó, að hann gerði sér fylli lega ljóst, að gesturinn með sigð ina gæti knúið dyra fyrr en seinna, en þessari vitneskju tök hann með karlmannlegri ró og enginn fékk annað séð en að hann héldi gleði sinni sem heill væri. Ekki kann ég að rekja ættir Páls að neinu gagni, en 1 honum var skagfirzlct bændablóð í báðar ætt ir. Hann var fæddur að Hömrum í Skagafirði 18. febrúar 1918, son ur lijónanna Friðriks Jónssonar og Emilíu Sveinsdóttur. Ungur missti hann móður sína og ólst upp hjá föður sínum og stjúpu í Skagafirði. Árið 1937 settist Páll í Mennta skólann á Akureyri og skömmu síðar fiuttist fjölskyldan til Akur eyrar. Hann lauk stúdentsprófi vor ið 1941 og stundaði um skeið nám í viðskiutafræði við Há kóla ís- lands. Hann hafð; þó aldrei veru legan áhuga á því námi og árið 1943 fór hann í kennaraskólann og lauk baðan kennaranrófi árið eftir og gerðist kennari við Reykja skóla í Hrútafirði. Árið 1947 giftist Páll eftirlif andi konu sinni, Guðbiörgu Þórð ardöttur úr Reykiavík, hinni á gætustu konu. Eignuðust þau einn dreng, Sigurð Emd, sem alla tíð var augasteinn og eftirlseti föður síns. Þau hjónin áttu fvrst heima á Reykium en flutt.ust til Reykja víkur árið 1953. Hér í borg stund aði Páli vrnis störf og þó aðal lega kennsiu fram tii ársins 1960. en þá réðist hann til Útvegsbanlca íslands og starfaði þar til dauða dags. Páll var ágætur starfsmaður að hverju sem hann gekk. Trú- mennska han- og samvizkusemi var frábær, enda naut hann ávallt fyllsta trausts yfix-manna sinna. Kynni okkar Páls hófust í Menntaskóianum á Akureyri fyr ir rúmum aldarfjórSungi og hafa staðið æ síðan. Þau hafa alla tíð verið með þeim hætti að ég tel hann með alira beztu mönnum sem ég hefi kynnzt, Þegar ég nú sé á bak þe~sum góða dreng eftir svo langa vináttu þá eru mér efst í huga mannkostir hans og per- sónugerð öll. Páll var prvðis grc'ndur, ákveð inn í skoðunum en bó frjálslynd ur og bar virðingu fvrir skoðunum annarra. Hann hafði uóða kímni gáfu og kunni vel að koma fyrir sig orði. Viðmót hans var alúð legt og hið sama við háa sem lága. Allur hroki var honum framandi, en þó var hann stoltur maður. Hann lét ekki misbjóða sér án þess að snúast til varnar og gilti þá einu hver í hlut átti. Þykkjuþungur var hanrx ef hc|x um mislíkaði, en þó sáttfús. Páll var ákaflega vinfastur og trygg lyndur og varla var sá lilutur til, er hann ekki vildi gera fyrir vini sína. Hann var strangheiðar legur og mátti ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Þótt mér og öðrum vinum Páls falli þungt að kveðja hann svo langt um aldur fram, þá er þó miklu þyngrj harmur kveðinn að konu hans og syni. Ég vil enda þessi fátæklegu orð með því að votta þelm dýpstu samúð mína. Bárður Daníelsson. í dag er til moldar borinn sam starfsmaður minn og vinur, Páll Fi-iðriksson, fyrrverandi kennari, en nxi síðastliðin 6 ár bankamaður Leiðir okkar lágu saman, er hann gerðist starfsmaður í lög fræðideiid Útvegsbankans skömmu eftir að hann iióf störf í bankan- um. Hann varð náinn samstarfsmaður minn og vai'ð mér fljótt ljóst, að ég hafði verið heppinn í val inu. Páll skipaði vel sitt sæti. Milli okkar hljóp aldrei snurða á þráðinn. Hann var vel menntaður, stúd ent frá memxtaskólanum á Akur eyri, stundaði viðskiptafræði við Háskóla íslands og lauk kennara prófi fi'á Kénnaraskóla íslands. Páll Friðriksson var fæddur 18. febrúar 1918 að Hömrum í Skaga firði, átti kyn sitt að rekja til merkra og dugmikilla bændaætta. Hann ólst upp í foreldrahúsum í Skagafirði, þar til hann hóf námsferil sinn, eins og að framan segir. Fimmtudaginn 26. maí skildi ég við Pál glaðan og reifan, eins og jafnan að vinnudegi loknum, og áttum við að vanda nokkrar samræður, áður en heim var hald ið. Það kom mér í meira lagi á óvart þegar mér var tilkynnt lát hans síðla kvölds þennan dag. Mér varð ekki strax svefnsamt. Það er oft erfitt að trúa þvi, að svo skammt sé milll lífs og dauða, þegar kunningjar og vinir eru með svo skjótum hætti burt kallaðir á bezta aldri. En örlög sfn veit enginn fyrir, og fer víst bezt á því. Mér var að vísu ljóst, að Páll gekk ekki heill til skógar, því að hann hafði allmörg undanfarin ár átt við erfiðan, en alltof algeng an sjúkdóm að stríða, kransæða stíflu. Veikindi sín bar hann með æðruleysi og stundaði starf sitt meðan stætt var ,oft sárþjáður, þótt lítt léti hann á því bera. Hann var að eðlisfari liæglát ur og dagfarsprúður, en hafði þó undir niðrj ríkt skap og næma rétt lætistilfinningu. Gat hann því, þrátt fyrir meðfædda hlédrægni, verið ákveðinn í skoðunum um menn og málefni. Hann hafði ríka tilhneigingu til að rétta lítilmagn anum hjálparhönd, en bar hins vegar í brjósti ósvikna andstyggð á hroka þeirra, sem meira töldu sig eiga undir sér. Páll var glöggur á tölur og furðu fljótur að tileinka sér störf þau, sem lionum var falin í lögfi’æði deild bankans. Stundaði hann þau öll af sérstakri samvizkusemi og lipurð. Nú er því skarð fyrr en skyldi í sæti því, er hann skipaði. Góðui' drengur cr of fljótt geng inn en liann hefur nú numið nýtt land handan við móðuna miklu, þar sem iengrá skal haldið á broskabi-autihni. Páil kvæntjst eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Þórðardóttur, 31. maí 1947. og revndist hún honum dyggur förúnautur. Þau eignuðust eixin son, Sigurð Emil, sem nú er 11 ára og hinn mannvænlegasti piltur. Voru þeir mjög samrýmdir. Svo miög sem við vinir Páls megum sakna bans, er þó að sjálf sögðu meiri harmur kveðinn að konu hans og barni, sem miklu betur mega vita, hvers þau hafa misst. Eu þeim fylgir samúð allra sam starfsmanna Páls í Útvegsbankan um og alli’a annarra, er gjöi’la þekktu hann. Við geymum minninguna um hann með þakklæti fyrir liið góða samstarf, sem aldrei bar skugga á. Þormóður Ögmundsson. í byrjun júní kemur danski lífs spekingurinn Martinus hingað til lands í boði vinna sinna liér. Hann mun flytja fyrirlestra hér í Reykja vík og á Akureyri, Þetta er í fimmta sinn, sem Martinus heim sækir ísland. Undanfarin tvö ár hefur Mar tinus unnið að því að skrifa við auka við aðalrit sitt „Bók lífs- ins.” Þessi viðauki eða litdráttur, sem heitir „Heimsmyndin eilífa” verð ur í 4—5 bindum, hvert bindi um 100 síöur. Út er komin 1. og 2. bók af þessum viðauka. í formála að 1. bók segir Martinus: Þessi tákn myndabók er viðauki við „Bók lífs ins”, það er að segja: við aðalrit mitt um kosmiska byggingu lífs- ins, frumhugtök þess og lögmál. Hún hefur að geyma í samþjöpp uðu formi sjálfan kjarnann í al heimsgreiningum þessa rits, og nið urstöðurnar eru skýi’ðar með kos miskum táknmyndum. Auk þess að vera grundvallar viðauki við Bók lifsins getur Tákn myndabókin, sökum þess hve ljóst yfirlit liún veitir, einnig komið þeim manni að notum, sem gjarn an vill — þótt ekki sé beinlínis fræðimaður — kynnast kosmisku heimsmyndinni, sem mun verða mönnum framtíðarinnar sá grund völlur, er þeir byggja á breytni sína og hegðun, vegna þess hve altæk og rökrétt þessi heimsmynd er. Sú breytni sameinar mann inn frumtóni alheimsins: kær- leikanum og um leið lífinu sjálfu. Og fyrir þessa sameiningu veitist manninum lausn frá hinum frum stæðu og myrku vitundarsvæðum hatursins, og liann nálgast það að fullkomna fyrirætlanir Drottins með þá lífveru er nefnist „Maður inn í rnynd o£ líkingu Guðs”. 1. bók af „Heimsmyndin eilífa” liggur HEKLU HELRRA. SOKKAH nú fyrir í þýðingu og mun vcrða gefin út af bókaútgáfunni LeiftÚr á næsta ári. í tilefni þess mun Martinus gera nánari grein fyrir efni þein-ar bók ar í þeim fyrirlestrum er hann helcl ur hér að þessu sinni. Martinus flytur fyrirlestra sína í kvikmyndasal Austurbæjarskól ans við Vitastíg og verður sá fyrsti þriðjudaginn 7. júní kl. 20,30. ÖU um heimill aðgangur meðan hús í'úm leyfir. Fél. áhugamanna um fiskirækt t Nokkrir áhugamenn um fiski rækt hafa að undanförnu unnið að og undirbúið stofnun „félágs áhugamanna um fiskirækt’I og verð ur stofnfundur þess mánudaginn 6. júní n.k. kl. 8,30 e.m. að Hótel Sögu í svokölluðum Bláasal, irin af Súlnasalnum. j. Á undirbxiningsfundi að stofrv un þessa félags, 7. marz s.l. vofut eftirtaldir menn kosnir í nefnd til þess að gera uppkast að löguin fyrir félagið og að öðru leyti að undirbúa stofnun: Jónas G. Rafnar alþingismaður, Ingvar Gíslason, alþingismaður, Björn Jónsson, alþingismaðúr, Steingrímur Hermannss., forstjóri Rannsóknarróðs ríkisins, Dr. Björn Jóhannesson, jarðvegsefnafræðing ur, Bragi Eiriksson, framkvæmda stjóri Samlags Skreiðarframleið enda og Gísli Indriðason, fram- kvæmdastjói-i hjá fiskiræktarstöð innj Búðaós hf. Tilgangurinn með þessari félags stofnun er að vinna að auknum áhuga fyrir fiskirækt á sem breiS ustum grundvelli, auka fræðsln í fiskiræktarmálum, meðal annars með því, að gefa út árbók er inni haldi fróðleik og nýjungar á þessu sviði og í því sambandi komast í kynni óg hafa samstarf við er- lendar sérfræðstofnanir, sem fjalla um þessi mál. Ennfremur að hafa álirif á löggjöf varðandi fiskirækt, og vinna að auknu öryggi og bættu skipulagi fyrir félagssamtök og einstaklinga, sem lagt liafa eða vilia leggja fram fé og vinnu til eflingar fiskiræktinni og þar með varðýeizlu og aukningu á verðriiæt ari fiskitegundum landsins, svo og beita sér fyrir tilraunum jneð eldl á erlendum fisktegundum, sem lík legar eru tii bess að geta' aðlagað sig ísl. staðháttum. Um það verð ur ekki deilt iengur að fiskirækt er stórmál framtíðarinnar viðsveg ar í heiminum, og það virði’st jafn framt anelióst mál að aðstæður séu sérstaklega góðar til slíkra hluta hér á landi. Það er því óbif anleg sannfæring forgöngumanna um þessa félassstofnun, að liún geti orðið mikilsvex’ður 'aðili tíl framfara í fiskiræktarmálum Iiér, fiöldasamtök, sem af fórnfýsl og bióðhollnstu setii sér bað mark aíf verða ekki eftirbátur annarra þjóða á þessu sviði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júní 1966 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.