Alþýðublaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 2
siáastliána nott ■«, ★ SAIGON: — FaHhlífasveitir suður-víetnamisku stjórnar- fhnar • sóttu í gær inn í bæinn Hué ,og tóku öll völd í sínar liendur án þess að mæta nokkurri mótspyrnu hersveita upp- reisnarmanna eða herskárra búddamunka. í fyrrakvöld höfðu (nörg hundruð uppreisnarhermenn tekið sér stöðu á ýmsum stöð- «m i borginni og óttast var að til blóðugra átaka kæmi. En aðeins tveir stjórnarli°rmenn særðust í sókninni til bæjarins. Stjórnar- Íiermenn neyddu búddatrúarmenn til að fjarlægja heimiiisaltör aín af götum bæjarins með því að skjóta viðvörunarskotum yfir liöfuð þeirra. í Saigon settust búddatrúarmenn einnig á götur fcorgarinnar með heimilisaltör sín og tálmuðu umferð. ★ WASHINGTON : — Bandaríska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í gær, að mikið væri bollalagt um þessar mundir hvar Casíro, forsætísráðherra Kúbu, væri niður kominn og hvort völd lians í stjórninni hefðu minnkað. Formælandi ráðuneytisins neit- aði að ræða þetta frekar, en sagði að það væri staðreynd að vax- áiidi óánægju gætti meðal kúbönsku þjóðarinnar í garð stjórnar- innar vegna kúgunaraðgerða hennar og mistaka í efnahagsmálum og á öðrum sviðum. ★ BÚKAKEST: — Chou En-lai, forsætisráðherra Kína, var fágnað af gífuriegum mannfjölda er hann kom til Búkarest í gær í átta daga opinbera heimsókn. Vestrænir diplómatar telja, að foæí'i Kínverjar og Rúmenar vilji sýna með heimsókn Chous að niikil vinátta ríki með þjóðunum. Kínverjar reyni að hamla gegn vaxandi einangtun og Rúmenar reyni að auka sjálfstæði sitt gagn vart Eússum. ★ GENF: — Afvopnunarmálaráðherra Breta, Chalfont lá- varSur, sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í gær, að Kínverjar ^ætu ef til vill ráðið urslitum um það hvort friður héldist eða etyriöld brytist út á síðari hluta þessarar aldar. Kínverjar, sem eru fimmta kjarnorkuveldið, geta gerbreytt valdahlutfallinu í -tieiminum á örfáum árum, ef þeir óska þess, sagði Chalfont lá- varður. Ef Kínverjar héldu áfram kjarnorkuvígbúnaði mætti búast við að æ fleici þjóðir tækju þátt í þessu brjálæðislega vígbúnaðar ♦iapphlaupi. Valtýr sýnir í Helgafelli Reykjavik. —- OÓ. SÝNING á 50 myndurn eftir Vtíltý Pétursson verður opnuð l eýnlngarsal Helgafells við Veg- •rfiúsastig kl. 4 í dag. Er þetta þriðja ■tnyndlistarsýnlng sem haldin er á —fyessum stað, en þessi liður l etarfsemi Helgafells hófst snemina t vor með tveimur 'sýningum, «em haldnar voru samtímis. — . Voru þar þá myndir eftir Krist- fán Davíðsson og Steinþór Sig- ufðsson. ÞRÍR sovézkir blaðamenn voru væntaulegir hingað tiVlands l gser- tcVðldi, en þeir munu dvelja hér ( elna viku í boði Blaðamannafé- tags íslands. Munu þeir ferðast citthvað um landið og hitta ýmsa ..framámenn að ráði. Blaðamenuirnir’þrír, sem heita Baaremiagi, Mredlisjvili og Osipov eru fulltrúar sovézka blaðamanna- eambandsins. Með boði þessu er ~~-f5iaðainannafélag íslands að endur -CJalda boð þriggja íslenzkra blaða --*nanna til Sovétrikjanna fyrr á 4>ess\i ári. Á sýningu Valtýs eru gamlar og nýjar myndir, flest olíumálverk eða 32 að tölu, 10 guachmyndir eru sýndar og nokkrar mosaik- mvndir og klippingar. Elztu mynd- irnar á sýningunni eru gerðar ár- ið 1949. Síðan eru þar myndir sem gerðar eru á hverju ári allt til dagsins í dag. Myndirnar eru allar til sölu og er verð þeirra frá 4 þús. kr. til 10 þús. kr., nema nokkrar stærri myndir eru dýrari. Eins og á fyrri sýningum á þessum stað er hægt að fá myndirnar keyptar með af- borgunum, þannig að kaupandi greiðir 25%. af andvirði mynd- anna við afhendingu og afganginn á 12 mánuðum. Hefur þetta fyrir komulag gefist mjög vel og gert ^ fólki mögulegt áð kaupa listavérk, sem að öðrum kosti hefði ekki efni á því. Váltýr hélt síðast stóra sýningu fyrir ári, er hann sýndi í Lista- mannaskálanum ásamt Jóhannesi Jóhannessyni. Þessi sýning verður opin næstu 2 vikur og er opnuð daglega kl. 9 að morgni og er aðgangur ó- keypis til kl. 6, en frá þeim tíma og til kl. 10 að kvöldi er ætlast til að sýningargcstir greiði aðgangs eyri og fá þá jafnframt vandaða sýningarskrá, sem í eru æviatrlði listamannsins og umsögn um verk hans.Auk þessa er í skránni vönduð litprentun. HÁTÍÐAHÖLDIN í REYKJAVÍK Reykjavík. — ÓTJ. 17. JÚNÍ verður hátíðlegur haldinn með mjög svipuðu sniði og undanfarin ár. Á fundi með fréttamönnum sagði Valgarð Briem, formaður þjóðhátíðarnefnd- ar að dagskráin hæfist með sam- liljómi kirkjuklukkna í Reykjavík kl. 10 f. h. Kl. 10,15 leggur frú Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar blómsveig frá Reykvík- ingum að leiði Jóns Sigurðssonar og kortéri síðar leika lúðrasveitir barna og unglinga við Elliheimili Grundar og við Hrafnistu. Skrúðgöngurnar hefjast kortér yfir eitt og verður safnazt saman við Melaskóla, Skólavörðutorg og Hlemm. Frá Melaskóla verður gengið um Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkju stræti, Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðrasveit barna og unglingaskóla Reykjavíkur leika fyrir göngunni undir stjórn Páls P. Pálssonar. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu, Laufásveg, Skot- liúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skólábrú. Lúðrasveitin Svanur og lúðrasveit barna og unglinga- skóla Reykjavíkur leika fyrir göngunni undir stjórn þeirra Karls O. Runólfssonar, og Jóns Sigurðssonar trompetleikara. Frá Hlemmi verðúr gengið um Lauga- veg, Bankastríæti, Austurstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verka- lýðsins leikur undir stjórn Ólafs L. Kristinssonar. Fánaborgir sem skátar mynda fara fyrir skrúð- göngunum. Um það leyti sem þær hittast á Austurvelli, mun Gunnlaugur Briem setja hátíðina og síðan verður gengið til guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Þorsteinn L. Jónsson pré- dikar. Eftir guðsþjónustuna legg- ur forsetinn herra Ásgeir Ás- ] geirsson, blómsveig frá íslenzku ! þjóðinni að minuisvarða Jóns Sigurðssonar og nokkru síðar flyt- ur forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson ávarp af svölum Alþing- ishússins. Klukkan þrjú hefst svo barnaskemmtun á Arnarhóli und- ir stjórn Gísla Alfreðssonar, og verður þar margt til gamans gert. Klukkan 4 hefst dans barna og unglinga í Lækjargötu undir stjórn Hermanns Ragnars Stef- ánssonar, og leikur hljómsveitin Toxie fyrir dansinum. Klukkan hálf fimm hefst fiöJbreytileg í- þróttasýning og keppni á Laugar- dalsvelli og um það bil sem Baldur Möller, formaður íþróttabanda- Framhald á 15. síðu. Hátíöahöldin í Hafnarfiröi 17. JÚNÍ liátíðin í Hafnarfirði hefst með leik Lúðrasveitar Hafn- arfjarðar við Hafnarfjarðarkirkju kl. 1,30. Síðan verður guðsþjón- usta og prédikar séra Garðar Framhald á 15. slðu. HELG! PÉTURSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI í MOSFELLSSVEIT hefjast há- tíðahöldin 17. júní með því, að safnazt verður sattian við vegamót Reykjalundar hjá Meltúni og það- an gengið í skrúðgöngu kl. 13,30 að Varmárskóla, en í göngunni leikur lúðrasveit drengja undir stjórn Birgis D. Sveinssonar, kennara. Þá setur Matthías Sveins son, svejtarstjóri, hátíðina og Framhald á 15. síðu. EINS og undanfarin ár verða hátíðarhöld í Kópavogskaupstað tVw júní. KI. 1,30 hefst hátíðin' við Félagsheimilið. -Þaðan verður gengið í Hlíðar- Framhald á 15. siðu Á MORGUN fer fram í Reykja vík útför Helga Péturssonar fram kvæmdastjóra. Með honum er fa]l inn einn traustasti og reyndasti forustumaður íslenzkrar útflutn ingsverzlunar, sem hafði að baki nálega hálfrar aldar farsælt starf á því sviði. Fáar þjóðir eiga jafn mikið und ir útflutningi og íslendingar og torfundin er vara jafn viðkvæm í sölu og afurðir sjávar- og sveita Þess vegna er afurðasalan eitt við kvæmasta verkefni þjóðarbúsins og mikil gæfa, þegar menn eins og Helgi Pétursson leggja þau störf fyrir sig, menn sem bæði halda vel á fjárhagslegum hags munum og koma samtímis fram sem alhliða ambassadorar fyrir menningarþjóð. Helgi fæddist 11. maí 1896 að Núpum f Aðaldal. Foreldrar hans voru af kunnum ættum þar nyrðra Pétur Stefáns'son bóndi og kona hans, Helga Sigurjónsdóttir. Ólst Helgi upp í Aðaldal og á Húsavík Lauk hann gagnfræðaprófi á Ak ureyri 1913 og stundaði eft;r bað kennslu og síðan verzlunars+örf Arið 1919 réðist hann til Sam bands íslenzklra samvinnufélaga ■ í Reykjavík. en starfaði á skrifstofu þess í Kauomannahöfn 1920—22. Árin 1924—30 var Helgi kaupfé-, lags'-fjóri í Borgarnesi, svo að seg.ia má að hann haf; þekkf af eigin raun rás búvörunnar frá bóndanum í Borgarfirði til kaup enda í fiarlægum löndum. Um skeið var Helgi einn af framkvæmdastjórum Síldareinka sölu ríkisins. en sneri 'aftur til SÍS 1933 og starfaði með Jóni Árnasvni í útflutningsdeild. Þeg ftr 'Jón varft bankastióri 1946. tók Helgi við frnmkvæmda'-tjórn de’id ar;nnar. Stiórnaði Helgi útflutn ingi samvinnufélaganna á miklu vaxtaskeiði og byggði upp dreif ingarkerfið víða um lönd. Helgi gegndi mörgum trúnaðar störfum, er snertu afurðasölu, Hann ótti sæti í stjórn Sölusam bands íslenzkra fiskframleiðenda og í framleiðsluráði landbúnaöar HELGI PÉTURSSON ins. Að vonum leituðu stjórnarvöld oft til hans um viðskiptasamninga við önnur ríki og átti hann sæti í mörgum samninganefndum, Reyndist hann þar athugull, úr ræðagóður og þekkjng hans á milli ríkjaverzlun miki!. Helgii hafði alla tíð yndi af tónlist og á yngri árum sín um Iék hann tiðum með hljóm sveitum í Reykjavík. Hann giftist 1924 Soffíu Björnsdóttir, og eign uðuri þau þrjú börn. Helgi var maður yfirlætislaus en virðulegur á efri árum. Munu marg'T sakna mikíls sómamarns og ágæts samferðamanns er hann hverfur af sjónarsviði. Benedikt Gröndal. ALÞÝUBLAÐIÐ - 17. júní 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.