Alþýðublaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 9
ÍLAR Ármann Snævarr rektor Háskóla íslands heldnr ræða við skólaslit síðastliðinn þriðjudag-. , nokkur ár, er samt enn meiri f jölg un í vændum. Reiknað hefur verið. út, að á næstu tveim áratugum muni stúd entatala Háskólans þrefaldast frá því sem nú er. Af ýmsum ástæð um getur stúdentatalan þó aukizt enn meira en þessi spá gerir ráð fyrir og reyndin mun raunar hafa verið sú, að þar sem slíkar spár ahfa verið gerðar, að þar hefur ævinlega verið of varlega áætlað. Það er t.d. víst, að kennslugrein um við skólann hlýtur að fjölga næstu tvo áratugi, og námsefni verður vafalaust aukið í ýmsum greinum sem nú eru kenndar. Einn ig má gera ráð fyrir að starfsvið háskóladeilda aukist á ýmsan hátt til dæmis að því er varðar kennslu og námskeið fyrir kandidata. Meðal nýrra greina, sem gera má fastlega ráð fyrir að kennsla verði tekin upp í við Háskóla ís lands á næstu árum eru nátturu vísindit félagsvísindi og aukin tungumálakennsla. Það er ekki vanzalaust að ekki skuli vera próf essorsembætti í jarðfræði eða eld fjallavísindum við Háskóla íslands því frá náttúrunnar hendi er ís- land sannkölluð paradís jarðfræð inga, eigum við enda marga fræði ménn á því sviði, sem njóta álits og virðingar erlendis. Framundan er nú bylting í skólamálum. Fræðileg athugun og endurskoðun á öllu íslenzka skólakerfinu er að hefjast, og menntamálaráðherra hefur nýlega skipað níu manna nefnd til að gera tillögur um þróun og efl ingu Háskóla íslands næstu tvo áratugina. Þá hafa forráðamenn Háskólans samið áætlun um fjölgun kennara embætta næsta áratug, og er þar gert ráð fyrir stofnun 32 nýrra prófessorsembætta og embættum 49 annarra kennara. í nokkur þessara embætta hefur þegar ver ið skipað. Þess var getið hér að fram an, að stjórnmálamenn hefðu í eina tíð verið sínkir á fé til Háskól ans, og jafnvel sumir hverjir vilj að skera honum ærið þröngan stakk. Þetta á nú ekki lengur við. Þótt Háskólinn áreiðanlega gæti með góðum árangri notað mun meira fé en honum nú er skammt að, þá hafa fjárveitingar til hans vaxið stórkostlega unndanfarin ár, og fuilkominn skilningur ríkir á mikilvægi þess að skólinn haldi áfram að eflast og þróast en staðni ekki í fornum viðjum. Á mælikvarða annarra landa er Háskóli íslands enn mjög ung stofnunt — varla búinn að slíta barnsskónum. Ungar stofnanir eru Handbók Ferðahandbækur sf. hafa sent- frá sér nýja handbók um ísland fyrir erlenda ferðamenn. Nefnist bókin „Iceland — a Traveller's Guide,“ og er eftir Peter Kidson. Hefur bók þessi þegar hlotið við urkenningu Ferðamálaráðs. Bók þessi er í svipuðu sniði og þó oft betur settar en aldnar, — þær hafa sveigjanleik og vilja til að laga sig að öðrum þjóðfélags 'breytingum. Undir dugandi forystu margra og mætra manna stefnir Háskóli íslands fram, og eftir því sem þjóðinni fjölgar mun hlutverk hans vaxa. Þær þrjár greinar, sem upphaflega voru tengdar saman til að mynda skólann hafa nú styrkzt að mun og nýjum grein um hefur skotið upp. Háskóli ís lands er æðsta menntastofnun þjóðarinnar og er mikils um vert að þar ríki ævinlega framhyggja innan veggja og andi sannra vís inda. —EG — á ensku ferðahandbók, sem sömu aðilar gáfu út á íslenzku fyrir nokkrum misserum. Þótti hún mjög hand hæg fyrir þá, sem hugðu á ferðir innanlands, og haði að geyma mik inn og aðgengilegan fróðleik. Hin nýja bók hefur sömu kosti. Framhald ð 15. síðu ■ ■•ví'j'v ^ S,s: -> - g fórmlega tekin í notkun 17. júní 1940. Ýmsum þótti stórt byggt í upphafi og töldu að langur tími mundi 26 áruin sfðar cr húsið löngu orðið alltof lítið fyrir starfsemi skólans. Frá Húsmæðrakermara- skóla íslands Háuhlíð 9 Ráðí.konudeild tekur til starfa við skólann i haust. P'msóknir um skólavist skulu berast fyrir 15. júlí n.k. — Urr.sækjendur skuiu hafa lokið landsprófi eða gagn- fræðiprófi og námi í húsmæðraskóla. Vottfest afrit af prófskírteinum og fæðingarvottorð skulu fylgja umsóknum. SKÓLASTJÓRI 17. JÚNÍ Þjóðhátíðarkaffi meS gómsæt- um kökum. Framreitt í tilefni dagsins. Opið tii kl. 11,30 í kvöld. TJARNARBÚÐ ODDFELLOWHÚSINU. Enskir teppadreglar Margar breiddir Margir mjög falíegir iitir Nýkomnir. GEYSIR HF. teppadeiídin NA UÐ UNGARUPPBOÐ Eftir kröfu Þorvalds Liiðvíkssonar hri. o.fl, fer fram nauðangaruppboð að Bræðraborgarstíg 7, hér í borg. Verða þar seldar vélar og áhöld fyrirtækjamia: Herkúl- es h f Iris, Minervu, Nærfata- og prjónlesverksmiðj unnar h.f. og Sokkaverksmiðjunnar h.f, Uppboðið fer fram á staðnum mánudaginn 20. júní 1966, kl. 10,30 árdegis. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaenibættið í Reykjavík. Auglýsingasíminn er 14906 — 17. júní 1966 g ALÞYUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.