Alþýðublaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 12
MAM
sidan
NYTT RETTINDAMAL
— Sífellt er verið að kvarta
yíír hve leiðinlegur blessaður
þiéíSliátíðardagurinn okkar sé.
Hvernig væri nú að hætta að
reyna að skemmta fólki þessi
ósfcöp og sjá hvort það getur
dfíki bara skemmt sér sjálft.
í inngangsorðum að Vísur
kveönar viö lestur kvæðabókar -
i síðasta blaði á „skáldskapur
(iklúrara lagi” að vera „skáld-
fikapur í kljenara lagi.”
Lögberg-Heimskringla.
6WWgifílMfy
— Ég sá út svaka fína skvísu
am daginn, en hún vildi ekk-
ert hafa með mig að gera. —
Svo að ég varð að eyða pen*
ingunum mínum sjálfur.
feer konur, sem endilega
4»w*a að vera að gifta sig,
-esCtu alltaf að gera það þenn-
aa dag, kvenréttindadaginn.
17. júnf
Nú til dags er allt á flugi og iði.
einatt verið að taka upp nýjá siði
og gefa öllu gömlu lausn í náð.
Vndantekning er þó á þessu sviði:
— Þjóðhátíðin er með sama sniði
og verið hefur frá því hún fyrst var háð.
L‘i/l/’k'VC-iS*
Kvem-éttindi geta verið ágæt út
af fyrir sig, en hvers vegna sér-
stakan kvenréttindadag, eins og
gert er einmitt í dag. 19. júní?
Ekki er betur vitað en allir dag
ar ársins séu kvenréttindadagar.
Er varla á bætandi að hafa einn
dag ársins meiri kvenréttindadag
en alla hina. En sjálfsagt er að
láta konurnar ráða þessu.
Kvenréttindakonur hafa barizt
með kjafti og klóm gegn ofríki
karlmannanna síðan fyrir aldamót
in síðustu, og hefur karlþjóðin
ávallt látið undan síga hægt og
rólega sem von er. Þeir jhafa
aldrei átt annarra kosta völ. Því
þegar kvenfólk tekur eitthvað í
sig getur enginn mannlegur mátt
ur komið í veg fyrir það að þær
framkvæmi það. Er þetta bæði
gömul saga og ný.
Víst er að konur höfðu fyrir
miklu að berjast á sínum tíma,
en það er nú einu sinni svo með
blessað liugsjónafólkið að oftast
kann það sér ekki hóf, og heldur
áfram baráttunni, löngu eftir að
sigur er unninn. Þá er ekki ann
að að gera en finna sér nýja ó
vini eða lialda áfram stríðinu við
ímyndaða andstæðinga.
Enn á ný er risin upp deila um
gamalt ágreiningsmál, sem áreiðan
lega leysist ekki að þessu sinni
fremur en endranær.
Ekur kvenfólk bílum verr en
karlmenn?
Auðvitað halda allar konur að
sé nokkur munur át aki kvenfólk
ið betur. En karlmennirnir eru
alltaf samir við sig og er ekki
nema hluti úr þeim hópi sem þor
ir að standa við meiningu sína
og viðurkenna að kvenfólkið aki
mun verr. Aðrir segja að konur
aki engu síður.
Hvað um það, en í víðlesnasta
blaði landsins birtist dag eftir
dag skammargreinar um karlbil-
stjóra, en þeir þora varla að
svara fyrir sig. Aðeins ein og ein
lijáróma rödd reynir að malda í
móinn en svo hressilega er hvæst
á móti að karlagreyin leggja
niður skottin og reyna ekki meir.
Auðvitað er algjört jafnræði
kynjanna í bílaakstri, eða hver
heur heyrt að kvenfólki sé mein
að að aka bilum fremur en körl
um. En þetta virðist kvenfólkinu
bara ekki nóg. Hér þurfa þær að
koma réttindabaráttu sinni að eins
og á öllum sviðum.
í einni af fyrrnefndum grein-
um lýsir akandi kvenréttindakona
hvernig ósvífinn karlbflstjóri hafi
barasta verið nærri búinn að aka
á sinn bíl þegar liún snarbeygði
fyrir hann á beinum vegi.
Gat karluglan ekki séð að þarna
var kvenmaður við stýri?
Þarna höfum við það. Skepnu
skap karlanna í umferðinni eru
engin takmörk sett. Væri ekki'
ráð á þesum hátíðisdegi að hefja
kveinrétíándabaráttu í sambandi
við umferð.
Konur, setjið nú markið liátt,
og krefjist þess sjálfsagða rétt
ar, að kvenbflstjórar eigi allan
rétt í umferðinni og beri karlbíl
stjórum skilyrðislaust að víkja
fyrir þeim hvernig sem á stendur.
mætti þá auðkenna bíla kvenfólks
ins á einhvern hátt. Til dæmis
með rauðum fána, eins og gert er
þegar ekið er með sprengiefni og
slíkan varning. Hvernig kbriur
haga sér svo hvor við aðra í um
ferðinni verður að láta þær einar
um, það er ekki á annarra færi.
Vælandi lögreglu- og slökkviliðs
bílum, ber að sjálfsögðu að víkja
fyrir kvenfólki; þar sem þar eru
oftast karlmenn undir stýri.
Karlmönnum ráðleggjum við
aðeins eitt á þessum réttindadegi
kvenna. Áfram með uppvaskið og
geymið ekki bleyjuþvottinn til
morguns. Þá verður hann orðinn
helmingi meiri.