Alþýðublaðið - 22.07.1966, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1966, Síða 3
Bílddælingar byggja skéla I tilefni af nýrri skólabyggingu á Bfldudai, snerum viff okkur til formanns skólanefndar, ICristjáns Ásgeirssonar, og spurð'um nánari fregna af þessu framtaki þeirra Bílddælinga. Á Bíldudal héfur verið notazt við sama skólahúsið í hartnær 80 ár, svo að ekki er vonum fyrr, að hafizt er handa um nýja bygg- ingu. Þessar byggingarfram- kvæmdir eru búnar að vera lengi á döfinni, en byrjað var á skól anum fyrir fjórum árum. VerkiQ hefur gengið mjög hægt þar til nú í ár, að endanlega er ákveðið að Ijúka byggingunni. Sem stend ur er verið að mála skólann og verður hann tekinn í notkun í haust. Skólahúsnæðið er þrjár kennslu stofur, en tvær þeirra eru sam- liggjandi og hægt að opna í milli, þannig að þær er áformað að nota fyrir leikfimissal og sam- komusal. Með tilkomu skólans gerbreyt ist öll aðstaða til skólahalds á Bíldudal. í gamla skólanum voru aðeins tvær stofur, sem ekki héldu orðiS vatni eða vindi. Auk þess varð að leigja pláss í kjall- ara samkomuhússins til kennslu Á Bíldudal eru áttatíu til níutíu börn í skóla að jafnaði en kennarar hafa verið þrír. Sem stendur vantar alla kennarana og óvíst, hvort skólastjórinn verður áfram. Skólastjórabústað- ur er á Bíldudal og þar er og til afnota önnur íbúð fyrir kennara, ef með þarf, enda þótt það hús- næði sé nú notað fyrir hrepps- skrifstofur. IWWWWMWVWWMWWWWMWWWWWWWWtWWWVWWWWWWmWWW Forseti þings Vestur- Berlínar í heimsókn V-ÞJÓÐVERJAR GEFA VERÐMÆT VÍSINDATÆKI Þriðjudaginn 19. júlí afhenti Henning Thomsen, sendiherra Þjóðverja hér á Iandi Ingólfi Jónssynl, Iandbúiiaðarráðherra, höfðinglega^rjöf til skógræktar á íslandi frá þýzku sainbandsstjórn inni í Bonn. í ttlefni af gjöfinni komu hing að til lands Frantz Klose, róðu- neytisstjóri, og prófessor dr. Her bert Hesmer, og ferðuðust þeir hé í boði Skógræktar ríkisins að Hallormstað, til Akureyrar, að Stálpasöðum og til Haukadals. Gjöfin var afhent í hádegisverð arboði Iandbúnaðarráðherra hinn 19. júlí, að viðstöddum nokkrum gestum. í gjöfinni eru mörg mjög verð- mæt tæki til vísindalegra athug- ana, m. a. fullkomin tæki til fræ pannsókna, sjúkdómsrannsókna og jarðvegsathugana og eru þau ó metanlegur fengur fyx-ir Skóg- rækt ríkisins. Lelðréfjfjing Þau leiðu mistök urðu í blað inu í gær, að röng mynd birtist með nafni George Wisecarver, amerísks forngripasala, sem hér er staddur. Mynd sú, er birtist, átti að koma í blaðinu í dag og er þar nú á réttum stað. Eru hlut aðeigandi beðnir velvirðingar. HÉR ER staddur um þessar mundir í einkaerindum for- seti fylkisþingsins í Vestur- Berlín, jafnaðarmaðurinn Otto Bach, ásamt konu sinni. Bach er 66 ára að aldri og hefur ár- um saman gegnt fjölmörgum opinberum störfum, m. a. starfað fyrir Alþjóðavinnu- málastofnunina í Genf og Ber lín, var um tíma ritstjóri dag- blaðsins Telegraf í Berlín, verið í stjórn útvarpsstöðvar- innar Frjáls Berlín, og átt sæti á þingi Berlínar 1946- 1954 og aftur síðan 1958. Hann var um skeið senator eða ráð- herra félagsmála í Vestur-Ber lín. Síðan 1961 hefur hann vei-ið forseti þingsins. Þessi eru aðeins nokkur af þeim störfum, sem Otto Bach hefur gegnt. Blaðamaður Alþýðublaðsins náði snöggvast tali af Otto Bach á Hótel Sögu í gær. Hann byi-jaði á því að lýsa yfir, að sér líkaði í'igningin vel. Hann væri nýkominn frá New York, þar sem hitinn og rakinn hefðu verið kæfandi, en hér væri ferskt loft. Við spurðum hann um hinar fyrirhuguðu viðræður milli austur-þýzka kommúnistaflokks ins og jafnaðarmannaflokks Vestur-Þýzkalands, sem ekki varð af. Bach kvað kommún- ista hafa komið fram með til- löguna um þessar viðræður rétt fyrir þing jafnaðarmanna í Dortmund í þeim tilgangi að reyna að sá óeiningu innan flokksins. Jafnaðai'menn hefðu hins vegar séð við bragðinu, fallizt á viðræðurnar gegn því að þær færu einnig fram vest an tjaldsins í Hannover, en kommúnistar síðan heykzt á öllu saman. Ástæðan væri sú, að áhugi manna í Austur-Þýzka landi hefði verið svo mikill, að valdhafarnir hefðu orðið hræddir við sóial-demokratis- mann meðal fólksins. Tilraunin til að sá óeiningu Otto Bach meðal jafnaðarmanna hefði heldur ekki tekizt betur en svo að Willy Brandt var endurkjör inn formaður flokksins á flokksþinginu með aðeins 2 mótatkvæðum. Það jók og á ótta kommún- ista, að Brandt, Ei-ler og We- hener, sem taka áttu þátt í viðræðunum fyrir jafnaðar- menn, komu fram í vestur- þýzku sjónvarpi sem Austur- Þjóðverjar geta horft á, og skýrðu þar sína afstöðu. Um sameiningu Þýzkalands sagði Bach, að hún væri nauð synleg vegna friðarins í Ev- rópu. Þetta væri ekki innanrík ismál, heldur alþjóðamál. Hann kvað sameiningu ó grund velli frjálsra kosninga beggja megin járntjaldsins vera nauð synlega, en hins vegar væri sameining með skilyrðum kommúnista, þ. e. a. s. með því að afhenda kommúnistum Vest ur-Þýzkaland, ekki koma til greina. Hann kvaðst hins veg ar eygja þá lausn í framtíðinni, að Rússar hrektust nær og nær Vesturlöndunum vegna sam- búðarinnar við Kínverja og þá skapast grundvöllur fyrir sam- einingu Þýzkalands. Hins veg- ar mundu kommúnistar að ó- breyttu ástandi aldrei fallast á frjálsar kosningar, þvi að þeir vissu, að þeir myndu tapa þeim. Það væri því stefna jafn aðarmanna að sinni að gera Vestur-Berlínai'búum lífið þægilegra, m. a. með því að semja við kommúnista um leyfi handa Vestur-Berlínarbú um til að heimsækja ættingja í Austur-Berlín. Hins vegar væru kommúnistar ekki til við tals um að Ieyfa Aust.ur-Ber- línai-búum að fara vestur fyrir múrinn af ótta við, að mestur hluti þeirra vildi ekki snúa aftur til „hinnar sósíalistísku paradísar". Bach kvaðst telja mikla bÖrf fyrir stæri*i efnahagsheildir og EBE væri spor i rétta átt, en samtökin þyrftu að stækka. Hann gat þe^s, að ýmis Austur Evrópuríki hefðu jafnvel á- huga á tengslum við EBE, vegna þess að þeirra someiein leej markaður. COMECON, liefði alveg brugðist. Framhald á bls. 15 wwwwwwwwwwwww%wwwtwwwwwwwwwwwwwwww Búskaparhorfur aldrei betri Rvk.—K.Þ.-GbG, Kristján Þórðarson, fréttaritari blaðsins á Breiðalæk á Barða- strönd, sagði okkur í viðtali í gær, að búskaparhorfur hefðu aldrei verið betri í þeirri sveit. Þar eru 29 býli og engin jörð í eyði og engar líkur á, að svo verði í ná- inni framtíð, þvi að fólkinu líður vel, þarna er félagsstarfsemi á- gæt og afkoma manna fer batn- andi og búin eru að stækka. í Barðastrandarhreppi er aðal- lega um fjárbúskap að ræða þar sem menn hafa að meðaltali 200 fjár. Kýr eru aðeins til að full- nægja mjólkurþörf heimamanna. Þetta finnst mönnum þó heldur lítil bú og þar sem ræktunar- möguleikar eru miklir, er þegar tekið til við undirbúning að auk- inni í’æktun, Nú er í gangi stórvirk skurð- grafa, sem ræsir fram landið, áð- ur en tekið verður til við sjálfa ræktina. Þarna standa 6 hreppar að ræktunarsambandi og á sam- bandið nú 3 jarðýtur, sem ganga á milli hreppanna í sambandi við ræktunarframkvæmdir. Bændur 1 auka vélakost sinn jöfnum höád- um, en búskapur með gamla lag- inu þekkist ekki lengur. Alít hey er fengið af ræktuðu landi. . Nú er verið að byggja mjólkur stöð á Patreksfirði, en tilkoma ■ hennar hefur bein áhrif á búskaþ manna í Barðastrandarhreppi, sem sjá þarna opnast nýja mögu Ieika fyrir sölu á búafurðum ,til ., Bíldudals og Tálknafjarðar, auk Patreksfjarðar, en þessir staðiý / allir þurfa á auknu magni , gf mjólk að halda. „Hins vegar I|öf- um við ekki í hyggju, að ayka v ..... Framhald á þls. 15 > ALÞYÐUBLAÐIÐ22, júlí 1966,. ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.