Alþýðublaðið - 22.07.1966, Side 14
Vel kveðið
Anda napurt oft ég finn
auðnu tapast vegur.
Asnaskapur allur minn
er svo hrapallegur.
Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga.
Tfi
Minnisblað
•jg Upplýsingar um læknaþjón-
ustu í borginni eru gefnar í
x, símsvara Læknafélags R-vík-
ur. Sími: 18888.
Næturvarzla í Reykjavík vik
una 16.—23. júlí er í Lauga-
-•S< ^
vegsapóteki.
-jf Næturvörzlu í Hafnarfirgi að
fararnótt laugardagsins ann-
TIT 'r
, ast Ragnar Asgeirsson, Tjarn
ar braut 15, sími 52315.
Slysavarðsítofan er opin all-
an sólarhrínginn. Aðeins
móttaka slasaðra. Sírninn er
21230. Nætur og helgidaga-
laaknir er í sama síma.
Slökkviliðið og sjúkrabifreið
in. Sími 11-100.
Flugferðir "
Fiugfélag íslands h.f.
Millilandaflugvélin Gullfaxi
kemur frá Osló og Kaupmanna-
höfn kl. 19:45 í kvöld. Skýfaxi
fer til Glasgow- og Kaupmanna-
hafnar kl. 08.00 í dag. Vélin er
væntanleg aftur til Reykjavíkur
fcl. 23.00 í kvöld. Sólfaxi fer til
London kl. 09.00 f dag. Vélin er
Væntanleg aftur til Reykjavíkur
fcl. 21.05 í kvöld.
Innanlandsflug:
í dag er áætlað að fljúga til
kureyrar (3 ferðir), Vestmanna
eyja (3 ferðir), Hornafjarðar, ísa
fjarðar, Egilstaða (2 ferðir) og
Sauðárkróks. Á morgun er áætlað
að fljúga til Akureyrar (3 ferðir),
Vestmannaeyja (3 feðir), Pat-
reksfjarðar, Húsavíkur, ísafjarð-
ar,- Egilsstaða (2 ferðir), Horna-
fjarðar, Sauðárkróks, Kópaskers
og Þórshafnar. >
Skipafréttir
Skipaútgerð ríkisins.
Hekla fer frá Reykjavík kl. 18.
00 á morgun , Norðurlandaferð.
Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herjólfur fer frá Hornafirði
í dag til Vestmannaeyja. Skjald-
breið er í Reykjavík. Herðubreið
er á Austurlandshöfnum á norður
leið.
H. f. Jöklar.
Drangajökull er í Newcastle.
Hofsjökull er í Callao, Peru. Lang
jökull fór 13. þ. m. frá Bordeaux
til Glaucester og New York, vænt
anlegur til Glaucester annað
kvöld. Vatnajökull kemur í kvöld
til Reykjavíkur frá Hamborg,
Rotterdam og London.
Skipadcild SÍS.
Arnarfell losar á Austfjörðum.
Jökulfell fór frá Camden í gær til
íslands. Dísarfell er á Sauðár-
króki, fer þaðan til Þingeyrar,
Borgarness og Reykjavíkur. Litla-
fejl er væntanlegt til Reykjavíkur
á morgun. Helgafell er á Húsa-
vík, fer þaðan til Austfjarðar.
Hamrafell fór frá Hafnarfirði 16.
þ. m. áleiðis til Vestur-Indía.
Stapafell losar á Austfjörðum.
Mælifell fór 18. þ. m. frá Ark-
hangelsk til Antwerpen.
Hafskin h.f.
Langá er í Gdynia. Laxá er í
Cardiff á leið til Kaupmanna-
hafnar og Gautaborgar. Rangá er
í Hull, fer þaðan til London. Selá
er í Reykjavík. „Knud Sif“ er í
Reykjavík.
Ýmislegt
STÓRSKÝTIÐ deilumál er upp
komið í Finnlandi, sem m.a. hef
ur leitt til opinberra mótmæla
aðgerða. Það gerðist í garðinum
við háskólann í Jyvaskylas rétt
eftir síðustu helgi, að eiginmað
ur kyssti konu sína í garðjnum.
Lögregluþjónn var þarna nær-
staddur og sá þetta. Hann lét,
sem ekkert væri, en þegar eigin
maðurinn gerðist svo djarfur að
kyssa konu sína aftur, var engin
miskunn hjá Magnúsi. Hjónin
voru drifin i snarheitum á lög
reglustöðina, þar sem þau voru
yfirheyrð vel og lengi og fengu
auk þess ótæpilegar skammir.
Það virðist ekki liggja Ijóst fyr
ir, hvort það sé bannað að kyss
ast opinberlega í Finnlandi eða
ekki, en svo miklar líkur benda
til Þess eftir þessar aðfarir, að
rétt er að vara þá íslendinga. sem
þangað hugsa sér að fara mjög
við þess konar óanstöndugheit-
um.
Þegar stúdentar við háskólann
í Jyvaskylas fengu fréttir af aðför
um lögreglunnar við ektaparið
tóku þeir til að kyssast, eins og
óðir væru, allt í kringum háskól-
ann, og hefði sjálfsagt verjð full
ástæða til að handtaka þá í kipp
um, en vegna magnsins treysti
lögreglan sér ekki til þess.
Yfirleitt hefur ekki verið álitið
að freknur væru til prýði og þær
freknóttu hafa reynt með öllu
mögulegu móti að losna við frekn
urnar. En nú er það víst að komast
í tízku og táningar í Ameríku hafa
tekið upp á því að mála brúna
bletti á nefið, ýmist stóra eða
litla; Til þess nota þær brúnan
augnabrúnalit.
Aualýsingasíminn 14906
Föstudagur 22. júlí
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
Í15 Lesin dagskrá næstu viku.
3Q Yið vinnuna: Tónleikar.
00 Miðdegisutvarp.
00 íslenzk tónskáld
Lög eftir Helga Pálsson.
45 Tilkynningar.
45 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir,
19.30 Fréttir.
20.00 Fuglamál *
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi kynnir
þrjá evrópska söngfugla, flotmeisa. blá-
meisa og laufmeisa.
20.05 Úr ríki Magnúsar de la Gardie
■ ÞórUnn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur
flytur fyrra erindi sitt.
20.30 Brandenborgarkonsert nr. ý í F-dúr eftir
Bach. ./
Fílharmóníusveitin í Berlín leikur. Herbert
von Karajan stjórnar.
21.10 Ljóðalestur
Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikkona les ljóð
eftir Snorra Hjartarson.
21.10 Einsöngur: Dietrich Fischer-Dieskau syng
ur lög eftir Reinhard Schwarz-Schwarz-
og Wolfgang Fortner, Aribert Reimann leik
ur með á píanó,
21.30 Útvarpssagan: „Hvað sagði tröllið?’’ eftir
Þórleif Bjarnason
Höfundur les (21).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. •
22.15 „Gekk ég í gljúfrið dökkva”
Ingibjörg Stephensen les síðari hluta
sögu eftir Gunnar Benediktsson.
22.45 Kvöldhljómleikar: Píanókonsert nr, 3 í
Es-dúr op. 73 eftir Beethoven, ...
23.25 Dagskrárlok,
$4 22. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Til hamingju méð daginn
Laugardaginn 28. maí sl. voru
gefin saman í hjónaband í Frí-
kirkjunni af séra Þorsteini Björns
syni ungfrú Anna S. Jensen og
Sigmundur Tómasson trésmiður.
Heimili þeirra er að Álfaskciði
104 Hafn. — Ljósm.,Studio Gests.
Þann 2. júlí voru gefin saman
í hjónaband í Háteigskirkju af
séra Ólafi Skúlasyni, Guðrún
Tryggvadóttir og Þorvaldur Jó-
hannesson. Heimil þeirra verður
í Grænuhlíð 8.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Ólafi Skúla-
syni, ungfrú Jóhanna Valdimars-
dóttir og Þórlindur Jóhannsson,
sjómaður. — Heimili þeirra er á
Vallargötu 24 Keflavík. - Studio
Gests. I
Þann 28. maí voru gefin saman
í hjónaband í Neskirkju af séra
Jóni Guðnasyni, ungfrú Anna
Margrét Björnsdóttir kennara-
nemi, Nesvegi 14 og Ómar Ingólfs
son kennari Álftamýri 6. — HeW
ili þeirra verður að Sundlauga-
vegi 12 — Ljósm. Stulio Gests.
Lexið Alþýðublaðið
Þann 2. júlí voru gefin saman
í hjónaband í Garðakirkju af séra
Braga Friðrikssyni, Sigi-ún Gísla
dóttir kennari og Guðjón Magn-
ússon stud. med. ,
Þann 1. júní voru gefin saman
í hjónaband í Dómkirkjunni af
séra Jóni Auðuns, Hildur Hauks
dóttir og John F. Togien.