Alþýðublaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 15
FuglaskoHun
Framiiald al 2. siðu.
Síðar sama dag ver'ður farið með
flóabátnum Baldri út á Breiða-
fjörð og eyjarnar skoðaðar. Siglt
verður fyrir Látrabjarg, og reynt
að fara eins nálægt bjarginu og
hægt er. En þar er mjög mikið
fuglalíf eins og kunnugt er. Síðan
verður siglt inn á Patreksfjörð og
gist þar.
Á sunnudagsmorgun verður ekið
í bílum út á Látrabj argsbrún og
deginum eytt þar við fugla og gras
askoðun. Um nóttina verður gist
á Patreksfirði.
Á mánudag verður ekið til Rauða
sánds og náttúruundur skoðuð
fram eftir degi. Að kvöldi verður
farið til Sauðlauksdals, og þangað
mun flugvél sækja ferðalangana
og flytja til Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar um ferðina
er hægt að fá hjá fararstjóran-
ym Árna Waag í síma 40241.
Þeir sem áhuga hafa á þessari
ferð þurfa að tilkynna þátttöku
sína sem fyrst og ekki síðar en
miðvikudaginn 27. júlí.
Skipaútgerdin
Framhald a 1. sfðu-
ug miðað við ríkjandi aðstæður.
Þar við bætist, að stórauknir far
þegaflutningar í lofti og bætt og
lengt vegakerfi mynda miklar árs
tíðasveiflur I rekstrinum og gera
hann sífellt kostnaðarsamari. Er
því endurnýjun skipastólsins orð
in mjög aðkallandi ef unnt á að
reynast að halda uppi viðunandi
þjónustu við landsbyggðina með
viðráðanlegum tilkostnaði
í samráði við þetta hefur stjórn
arnefnd Skipaútgerðarinnar ákveð
ið að segja upp, með samnings
bundnum fyrirvara, skipverjum á
tveimur skipum útgerðarinnar, og
hafa þær þegar komið til fram-
kvæmda gagnvart yfirmönnum sam
svarándi tölu yfirmanna á m.s.
„Skjaldbreið” og m.s. „Esju” og
gagnvart undirmönnum á m.s.
„Skjaldbreið”, enda hafa þeir
skemri uppsagnarfrest. Höfðu skip
þessi áður verið sett á sölulista
lijá erlendu skipasölufyrirtæki, en
aðgengileg tilboð hafa eigi borizt
enn sem komið er. Með hliðsjón
af óhagkvæmum rekstrargrund-
velli m.s. Skjaldbreiðar, sem að
undanförnu hefur fyrst og fremst
2. júlí voru gefih saman í hjóna
band af séra Einari Gíslasyni nng
frú Eiín Pálsdóttir og Kornelíus
Traustason. Heimili þeirra er að
Kársnesbraut 36, Kópavogi, —
(Studio Guðmundar).
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júlí 1966 15'
verið notuð til flutninga til Vest
ur- og Norðurlandshafna, en þang
að eru vegir nú færir, hefur verið
ákveðið að leggja skipinu.. Hafa
að undanförnu verið gerðar athug
anir á því, að afla hentugs skipa
kosts til leigu eða kaups, sem koma
skyldi í stað þeirra tveggja skipa,
sem áður eru nefnd, og er að því
stefnt, að hann verði til reiðu, áð
ur en flutningaþörf fer aftur vax
andi með haust og vetrarmánuðum. |
Hefur stjórnarnefndin aflað til- |
boða í þessu skyni og skoðað i
skip ,sem tilboð hafa borizt um, 1
arnefnd útgerðarinnar væntanlega
taka ákvörðun um það innan
skamms, hvort leita skuli samþykk
is ríkisstjórnarinnar fyrir því að
taka hinu umrædda tilboði, eða
vinna áfram að öflun annars, sem
hagstæðara þætti, meðan einnig
er unnið að nánari athugun á hent
ugu framtíðarskipulagi strandferð
anna.”
Sjónvarp
oald af 1. sWu.
hugamenn þar, gert margar til-
raunir til að fá leyfi fyrir sjón-
varpsmóttökutæki og magnara, en
þær tilraunir hafi ávaUt reynzt
árangurslausar. Sjónvarpsáhuga
menn þar telja, að fordæmi hafi
verið gefið í Reykjavík, og ekkert
geti komið í veg fyrir, að Ve-t-
mannaeyingar fái leyfi til sjón-
varpsmóttöku, eins og Reykvík-
ingar og þorp og bæir víða á Suð
urlandi. Mikill urgur var í Vest-
mannaeyingum í dag, eftir að
fréttir höfðu borizt um ákvörðun
yfirvaldanna, og menn jafnvel
haft á orði að meina starfsmönn-
um Landssímans aðgang að sjón-
varnsmagnaranum.
Hér fara á eftir ályktanir bæj-
arstjórnarfundarins:
Svofelld ályktun var samþykkt
samhljóða af öllum fulllrúum bæj
arstjórnar:
„Bæjarstjórn samþykkir að mót
ittæla tilkynningu útvarpsstjóra
samkvæmt fyrirmælum mennta-
málaráðuneytisins um bann við
ráðstöfunum Vestmannaeyinga til
að geta horft á sjónvarp, þar sem
bæjarstjórn telur vafasamt, að í
lögunum um ríkisútvarpið séu
nokkur ákvæði, sem slíkt bann
geti byggzt á”
Greinargerð:
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Árelíusi Niéls-
syni í Lángholtskirkju ungfrú
Rannveig Hjördís Sigurðardóttir
og Sigurður Óskar Björgvinsson.
Heimili þeirrá er á Egilsstöðum
(Studio Guðmundar).
Vitað er, að tugir þúsunda íbúa
í þéttbýlinu við Faxaflóa horfa á
sjónvarp frá Keflavíkurflugvelli
þegar þeim sýnist. Verður það að
teljast fráleitt að öðrum lands-
mönnum, sem kunna að vilja
leggja í kostnað við að skapa sér
þessa sömu aðstöðu, sé bannað
það. Og ekki nema eðlilegt, að
fólk úti í dreifbýlinu vilji eiga
aðgang að sömu þægindum og þeir
sem í þéttbýlinu búa, ef það hefur
aðstöðu til og óskar þess.
Önnur tillaga var á þessa leið:
„Bæjarstjórn samþykkir að fela
rafveitustjóra að taka undir raf-
veituna og í hennar um=já og
eigu sem einn hluta af dreifikerf
inu, samkvæmt 1. gr. reglugerðar
Rafveitu Vestmannaeyja og gjald
skrá hennar varðandi heimtauga-
gjöld 220 volta rafstreng, sem lagð
ur var á sínum tíma upp á Stóra-
Klif, og greiða Landsíma íslands
bætur, sem hann gæti talist eiga
fyrir lagningu strengsins ef ein-
hverjar væru.”
Þá samþykkti bæjarstjórn og
eftirfarandi:
..Bæjarstjórnin samþykkir fyrir
sitt leyti, að heimila rafveitustjóra,
að leyfa að loknum aðgerðum sam
kvæmt fyrri samþykkt, afnot af
strengnum í sambandi við tilraun
ir Vestmannaeyinga á að skapa
að stöðu til að horfa á sjónvarp.”
tvær framangreindar tillögur
voru samþykktar með átta atkvæð
um en annar bæjarfulltrúi Alþýðu
bandalagsins greiddi ekki atkvæði.
Loks samþykkti bæjarstjórnin
svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn Vestmannaeyja
samþvkkti að beina þeirri ein-
dregnu ósk til viðkomandi stjórn
a’-valda, að uppsetning endurvarps
stöðvar fyrir islenzka sjónvarpið
verði hraðað svo, aðhú n geti tekið
Hl starfa strax og sjónvarpið byrj-
útsendingar.”
^uglýsið í Alþýðublaðimi
’fqlýsingasíminn 14906
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát Og
útför
Sigríðar Ólafsdóttur
Gústa W. Vilhjálmsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
Sigríður Árnadóttir
Árni Eiríksson
Jón Eiríksson
Jón Þ. Ólafsson.
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir g_i
Friðgeir Bjarnarson
andaðist 22. þessa mánaðar.
Sofffa E. Ingólfsdóttir
Sigvaldi Friðgeirsson, Annie-Jo Friðgeirsson.
n—^——1^—————m—■« ■ imm
Sveinn Björnsson
sýnir í K.höfn
Sveinn Björnsson opnaði nýlega
málverkasýningu í Galerie M í
Kaupmannahöfn. Verður hún opin
til 6. ágúst. í frétt í Berlinske
Aftenavis, segir að Steingrímur
Sigurðsson skrifi í sýningarskrá,
að íslenzkir málarar og myndhöggv
arar hafi gert uppreisn gegn tækni
kenningu okkar tíma. maður vilji
ljóðræna sköpun í landi ævintýra
og sagna. Þetta er stefna Sveins
Björnssonar, segir baði®.
Alltaf fækkar bröggun-
um, þótt enn séu þeir
nokkrir eftir borgarbúum
til augnayndis
hneykslunar. Þessa dagana
er verið að rffa
bragga á horni Borgartúns
og Skúiatúns, og sést á
ari mynd, hvernig grind
hans lítur út, eftir að búið
er að fletta bárujárninu af.
Ljósmyndari blaðsins tók
þessa mynd á ferð sinni um
borgina í gær. (Ljósm.: B.G.)
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður
okkar og tengdaföður
Ólafs Gunnlaugssonar
Laugabóli
Ólafía Andrésdóttir
Hreinn Óiafsson, Herdís Gunnlaugsdóttir |
Andrés Ólafsson. Valgerður Valgeirsdóttir
Erlingur Ólafsson, Helga Kristjánsdóttir.