Alþýðublaðið - 03.08.1966, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.08.1966, Qupperneq 1
Miðvikudagur 3. ágúst 1966 - 47. árg. - 172. tbl. - VERÐ 5 KR. Svona gera þeir í Kristiansand ÍBÚANA í Kristiansand í S- Noregi langaði mikið til að sjá sænska og danska sjónvarpið, eins og Vestmannaeyinga hef- ur langað til að sjá myndirnar frá Keflavík. Og Kristiansönd urum hefur tekizt þetta án þess að lenda í átökum við yfirvöld in. Áhugamenn um erlent sjón- varp í Kristiansand stofnuðu féiag, sem nefnist Skárdstad- varden A/S. Félagið reisti 24 metra hátt mastur og' kom fyrir öflugum s j ónvarpslof tnetum efst á því. Síðan leiddu þeir streng frá mastrinu inn í bæj inn og línur til þeirra, sem vildu gerast áskrifendur. Þeim kom ekki til hugar að endursenda út í loftið — það er óleyfilegt endurvarp í Noregi — en loft net og stengur er venjuleg móttaka, enda þótt magnari sé á línunni. Þátttaka í þessari móttöku á sænsku og dönsku sjónvarpi (sem tekst mjög vel) kostar í upphafi 600 norskar krónur og síðan 50 kr. á ári. Alls munu mannvirkin hafa kostað 35.000 norskar krónur. Sjá frekar um þessi mál í krossgötum á bls. 4. 31 ÞING ALÞÝÐU- FLOKKSINS 31. Þing Alþýðuflokksins verður haldið í Reykjavík í nóvembennánuði næstkom- andi. SíSar verður tilkynnt nánar um þingstaft og tíma. Alþýguflokkurinn. I BLIÐSKAPARVEDRI Rvík.-þriðjudag.-GbG. Dagurinn í gær og sunnudag- urinn voru einstaklega hlýir og góðir ferðadagar hér sunnanlands, en nokkuð var livasst í gær og olli það nokkru moldroki á veg HRIKALEG BILVELTA Rvk. G.S.—GbG. Fréttamaður blaðsins á Akur eyri Gunnar Steindórsson, varð áhorfandi að all-hrikalegri bíl veltu skammt frá bænum Más- koti á Mývatsheiði um sjö-leyt jð á mánudagskvöld. Gunnar var að koma frá Axarfirði og rar á heimleið. Ók hann smá tíma á eftir moskowitch bifreið úr Reykjavík, sem ók mjög hratt og glæfralega. Hafði hann orð á því við samferðafólk sitt að mikið mætti vera, ef ekki hlytist af stórslys. Og í þeim töluðu orðum tók bíllinn á rás, þaut nokkrum sinnum á milli vegarbrúna og tókst síðan á loft í miklum sveig, strauk toppnum snöggvast við veginn og skildi eftir megnið af máln ingunni, en hélt svo áfram hringnum og staðnæmdist á Framh. á 13. síðu. tUUWMUV. :WUWWWUUUWWWWMUUUUWMU um. Hitínn var um 20 stjg báða dagana. Norðan og austanlands var veðrið heldur leiðinlegra, eink um var laugardagurinn dumbimgs legur, þokuloft og lá við rigningu. Mikill fjjöldi sótti út úr bæjum um helgina, lauslega áætlað um 25 þúsund manns samtals. Á skátamótinu á Hreðavatni voru um 2000 manns en þangað komu um 5000 manns til viðbótar á sunnudag. X Þórsmörk voru um 5000 manns. Nokkuð mun hafa verið um ölvun þar og all hávaða samt um nætur, en ekki er vitað um teljandi vandræði, utan þess eina dauðaslyss, sem getið er ann ars staðar í blaðinu. Á móti bind indismanna í Húsafellsskógi voru um 4000 manns. Fór mót það mjög vel fram og engin óhöpp á fólki. Lögreglan hafði strangar gætur á því, að ekki væru- ölvaðir menn innan girðingar og þeir fáu, er sá ust með áfengi voru tafarlaust fjarlægðir. í Vaglaskógi var sum arhátíð bindindsmanna og voru þar um 4000 manns, þegar flest var. Sami háttur var hafður á hvað snerti ölvaða menn og voru þannig fjarlægðir 15-16 menn. Var okkur tjáð eftir framkvæmda stjóra mótsins, að mótið hefði í alla staði verið hið ánægjulegasta. Þá var Ungmenna- og íþrót1 a- samband Austurlands með mikið afmælismót í Atlavík, þar sem meðferð áfengis var bönnuð. Þarna var ýmislegt til skemmtun Framhald á bls. 10. Óvist um dánarorsök Rvík,—OTJ. NÍTJÁN ára gamall piltur lézt í Loftleiðavél á leið til Kaup- mannahafnar sl. sunnudag, en hann hafði orðið fyrir einhverju áfalli í Þórsmörk um verzlunar- mannahelgina. Á fundi með frétta mönnum sagði Magnús Eggerts- son, hjá rannsóknarlögreglunni að emi væri ókunnugt um dánar- orsök. Hinn látni hét Jón Guðni Ingól-fsson, tii heimilis að Álfta- mýri 6. Jón Guðni hafði farið austur í Þórsmörk ásamt nokkrum kunn- ingjum sínum. Einn þessara kunn ingja stóð við danspallinn um 12 leytið á laugardagskvöld þegar einhver maður (hann man ekki hver) hnippti í hann og sagði ann aðhvort: „Nonni var sleginn" eða'- „Nonni datt“. Er pilturinn ekki viss um hvort var. Hann fór því að huga að Jóni Guðna og fann hann brátt liggj- Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.