Alþýðublaðið - 11.08.1966, Side 2

Alþýðublaðið - 11.08.1966, Side 2
owiwwhwwtawiw' eimsfréttir f....siáastlidna nótt SAIGON: 15 óbreyttir borgarar biðu bana og 182 særðust þegar bandarískar sprengjuflugvélar réðust á þorp á Mekongósa- svæðinu í Suður-Vietnam, þar sem talið vai: að hermenn Viet- cong leyndust. Óstaðfest frétt hermir, að Vietcongmenn hafi iátið skot dynja á þorpsbúa er reyndu að flýja. Aðeihs þrír Vietcongmenn fundust særðir. DJAKARTA: Malaysískum fulltrúum verður tekið með mik illi viðhöfn þegar þeir koma til Djakarta í dag til að undirrita samning er bindur enda á hina óyfirlýstu styrjöld landanna, sem staðið hefur í þrjú ár. Tun Abdul Razak utanríklsráðherra undirritar samninginjji fyrir hönd Malaysíu, en í fylgd með lion- um verða 50 ráðherrar og embættismenn. Á föstudaginn fer Adam Malik, utanríkisráðherra Indónesíu, til Kuala Lumpur. KUALA LUMPUR: Samtímis því sem friður er formlega að komast á með Indónesíu og Malaysíu hefur Malaysíustjórn mikl ar áhyggjur af hinum nýju hryðjuverkum kommúnista, er kost- að hafa tíu mannslíf til þessa. Forsætisráðherra Malaysíu, , Tunku Abdul Rahman, sagði í gær að hann væri undir það . sbúinn að uppreisn kommúnista frá áranum 1948—60 brytist út á nýjan leik, enda væru kommúnistar óánægðir með friðar , samninginn. J. . TOKIO: Ný yfirlýsing um menningarbyltinguna í Kína var lesin upp í Peking-útvarpinu í gær. Þar er játað, að ',„frávik“ liafi átt sér stað í vissum lilutum Kína. Fólk hef ur gengið í ranga átt, segir í yfirlýsingunni. Mao Tse-tung flokksformaður hefur samið skjöl, sem fjalla um markmið og ' leiðir byltingarinnar og aukinn pólitískan aga, segir ennfremur. MANILA.: Forsætisráðherra Suður-Vietnam, Cao Ky mar- skálkur, sagði í Manila í gær, að hann væri 1.000 prósent viss um, að kommúnistar mundu bíða ósigur í Vietnam. Hann er í fjögurra daga heimsókn á Filippseyjum. MOSKVU: Sovézka stjórnarmálgagnið „Izvestia" liélt því fram í gær, að einkabankar og kaupsýslumenn í London, Ziirich, Vín, Vestur-Berlín og öðrum vestrænum borgum skipu legðu brask með gjaldeyri er beint væri gegn Sovétríkjun- um. Blaðið sakaði „vissa erlenda diplómata“ og fjölda kaup sýslumanna og ferðamanna frá Vestur-Evrópu og Líbanon um að vera flæktir í braskið. Því er haldið fram að ferð- ir gjaldeyrissmyglara til Sovétríkjanna séu skipulagðar. Bítlarnír til Bandaríkjanna LONDON, 10. ágúst (NTB- Reuter). — Brezku Bítlarnir halda í hljómleikaferð til Bandaríkjanna á morgun þrátt fyrir uppnám það sem þeir hafa vakið þai- vegna ummæla sinná um trúmál. Það var John Lennon sem mun hafa sagt í blaðaviðtali, að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús, og hljóm- leikaferðin mun sýna hvað hæft er í kenningum hans. Talsmaður Bítlanna viidi ekk ert segja um liina fjandsam- 'legu afstöðu bandarískra út- varpsstöðva við athugasemdum Lennons, en benti á að við- brögð manna hefðu ekki ver- ið aðeins fjandsamleg. hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar, t. d. hefði „Kristeligt Dagbiad" í Kaupmannahöfn sagt að Lennon hefði á réttu að standa. „Jesús var krossfest ur, en Bítlarnir urðu vinsælir", sagði blaðið. Fulltrúi Bítlanna, Brian Epstein, sem fór til New York í síðustu viku til að reyna að lægja reiði Banda- ríkjamanna, sagði að ummæli Lennons hefðu verið slitin úr samhengi. Ummæli Lennomns voru birt í kvöldblaði í London og end- urbirt í bandarísku blaði. Að sögn blaðsins sagði Lennon: „Við erum vinsælli en Jesús núna. Ég veit ekki hvort hverf ur fyrr rock and roll eða krist indómurinn". ‘ WWtWWWWWVWWWWMWMWWWWUWVMiWHW Víkinga- skipíð tilbúið Reykjavík OÓ. LOKIÐ er viff smíffi á vík- ingaskipinu sem notaff vcrffur í sambandi viff kvikmyndun Völs- ungasögu. Skipiff er smíffaff í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og verð ur í dag' flutt landleiðina austur að Dyrhólaey og sjósett þar. Það er þýzka kvikmyndafélagið CCC Film sem er að gera kvik- myndina og verður hluti hennar afhent verða mjög falleg verð- er. Kvikmyndatökumenn og leikar ar munu koma til landsins síðar í þessum mánuði og er áætlað að kvikmyndunin hefjist 19. ágúst. Meðal atriða sem tekin verða hérlendis er þegar Sigurður Fáfn- isbani leggur skipi sínu að landi og verður það við Dyhólaey. Skipið er smíðað upp úr gömlum nótabát. Hefur verið bætt ofan á hann nokkrum borðum og feikn Geta má þess að fréttaritari Skipið, sem er um 12 lestir að stærð er skarað skjöldum og hefur eitt mastur að fornum sið, og mikið segl. Að minnsta kosti fimm menn þarf til að sigla skipinu, en það er búið hjálpar- Framhald á 11. síðu w- ■ • ■ Bandarískar þotur ráðast á þorpsbúa SAIGON, 11. ágúst (NTB-Reut er). — 15 óbreyttir borgarar voru drepnir og 182 særðust i gær þegar bandarísk sprengjuflugvél réffist á þorp nokkurt í Suður- Vietnani, þar sem talið var að Vietcongmenn hefðust við. Óstað fest frétt hermir, að Vieteong menn hafi Iátiff skot dynja á þorps búum til aff koma í veg fyrir að þeir flýðu þcgar árásin var gerð. Affeins þrír Vietconginenn fund- ust særðir. Fréttir um orsök árásarinnar eru mótsagnakenndar, en þorpið er á Mekongósasvæðinu. Banda- rískur formælandi segir, að það hafi verið suður-vietnamisk yf- irvöld sem fóru fram á það við Bandaríkjamenn, að þeir gerðu árás á svæðið, en leyniþjónustu- skýrslur hermdu að 150 Vietcong menn hefðu sézt þar. Tvær sprengjuþotur af gerðinni F-100 Super-Sabre lét sprengjum rigna yfir svæðið eftir að Vietcong- menn höfðu skotið á bandaríska könnunarflugvél, sagði talsmaður- inn. Fréttir frá þorpinu lierma, að Margir falla I óeirðum í Assasn SHILLONG, 10. ágúst (NTB- Reuter). — Margir menn biðu bana effa særðust þegar indversk ir hermenn gerðu skotárás á mannfjölda, sem gerði árás á stjórnárskrifstofurnar í Shillong í indverska fylkinu Assam í dag. Átökin fylgdu í kjölfar mótmæla a'ðgerða, sem stúdentar efndu til í mótmælaskyni við matvælaskort og hátír verðlag. Ekki er vitað með vissu um fjölda-þeirra sem biðu bana. Óháða blaðið „The Statesman" í Nýju Delhi sagði í dag, að inn anríkisráðlierrann væri sannfærð ur um, að kommúnistar sem fylgja Pekingstjórninni að málum, liyggðust koma af stað skemmd- arverkaaðgerðum um allt landið, en að undanförnu hafa verið unn in mörg skemmdarverk á járn- brautalínum. Innanríkisráðherr- ann hefur komizt að þessari nið- urstöðu eftir að hafa kynnt séi leyniþjónustuskýrslur um fu»i, sem kommúnistar héldu .• lenali í fylkinu Andhara í júlí. íbúarnir hafi reynt að telja Viet congmennina á að skjóta ekki á Framliald á 11. síðu Orsök og ! afleiöing NEW YORK, 10. ágúst (NTB-Reuter) - Nokkur sjúkrahús í New York hafa skýrt frá því að barnsfæð- ingum hafi fjölgað verulega í þessari viku, en um þess ar mundir eru liðnir níu mánuðir síðan New York og allstór hluti Bandaríkjanna myrkvaðist vegna rafmagns bilunar. Félagsfræðingurinn Ro- bert Hodge, sem vinnur að því. að semja skýrslu um rafmagnsbilunina segir m.a. að gögn þau sem hann hafi undir liöndum sýni að flest ir hafi dvalizt á heimilum sínum þegar rafmagnið fór af, en það gerði m a. það að verkum að sjónvarpstæki stöðvuðust. Því sé ástaeða til að ætla að töluverð kyn- mök hafi átt sér stað. 11. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.