Alþýðublaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 10
RAFTÆKJAVTÐGERDIIt OG RAFLAGNIR
nýlagnir og viðgerðir eldri rafíagna. — Raftækjavinnustofa
Haralds ísaksen, Sogavegi 50. Sími 35176.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Laugarda® 23. júlí voru gefin sam
an í hjónaband í Neskirkju af
séra Jóni Thorarensen ungfrú Val
gerSur Kristjánsdóttú- og Björn
Theódórsson. Heimili þeirra er
að Reynirael 23 Reykjavík.
(Ljósmyndastofa Þóris)
Laugardag 4. júní voru gefin sam
an í Háteigskirkju-af séra Sigur-
jóni Árnasyni, ungfrú Erna Hrólfs
dóttir og Jón Örn Ámundason.
Heimili þeirra er að Laugarásvegi
31, Reykjavík.
(Ljósmyndastofa Þóris)
Laugardaginn 9. júlí voru gefin
saman í Keflavík af séra Birni
Jónssyni, ungfrú Auður Stefáns-
dóttir og Karl Ottó Karlsson.
Heimili þeirra er að Grettisgötu
57, Reykjavík.
(Ljósmyndastofa Þóris)
Sunnudaginn 22. maí voru gefin
saman í hjónaband í Dómkirkj-
unni af séra Pétri Sigurgeirssyni
á Akureyri ungfrú Sigrún Árna-
dóttir og Ólafur Hrólfsson. Heim
ili þeirra er á Vesturgötu 22,
Reykjavík.
íbúö óskast
Ung hjón, kennarar óska eftir
2—3 herbergja íbúð sem fyrst,
(helzt í Austurbáenum).
Algjör reglusemi.
Vinsamlega hringið í síma
34490 eftir kl. 5 í dag.
ÓLAFUR EGGERTSSON
Stóragerði 14.
Flugmálaþing
Framhald af bls. 3
inni, sem haldin verður í haust
í Flugmálafélag íslands hafa þeir
jafnan skipað sér, sem flugi og
flugmálum unna. Má t.d. nefna
núverandi flugmálastjóra, Agnar
Kofoed-Hansen sem var fyrsti for
seti félagsins, og síðan má áfram
benda á menn í öllum greinum
flugsins, hvort heldur um er að
ræða áhuga- eða atvinnumenn.
Gagnsemi Flugmálafélagsins er
enn ótvíræð og þótt það gegni ekki
enn eins miklu beinu hagrænu hlut
verki hér og sumstaðar annarsstað
ar, verður að því stefnt, og allir
flugáhugamenn og konur velkom
in í félagið.
Ungtemplarar
Framhald 3. síðu.
heimilt að koma, sem vilja
skemmta sér án áfengis.
ÁRSÞING ÍSLENZKRA
UNGTEMPLARA.
Ársþing íslenzkra ungtemplara
verður haldið að Jaðri 12. og 13.
ágúst og hefst það á föstudags-
kvöldið kl. 20,30. Þá mun formað
ur ÍUT, séra Árelíus Nielsson,
flytja ávarp, séra Jón Biarman,
æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar
flytur ræðu og Magnús Jónsson
óperusöngvari syngur. Þá verður
flutt skýrsla stjórnar. Þingstörf
munu halda áfram á laugardags-
morgun. Þá verða umræður,
stjórnarkjör og fl. Mun þinginu
Tiúka síðar um daginn.
Opinberað hafa trúlofun sina 6.
þ.m. Jóhanna Elísabet Vilhelms
dóttir, Réttarholtsvegi 1 og Sigur
jón Bolli Sigurjónsson, Melhaga
Sama dag opinberuðu einnig trú
lofun sína Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, Hvassaleiti 44 og Hjörtur
Ingi Vilhelmss.on, Réttarholts-
vegi 1.
: " ;
Sveinbjörn Beinteinsson.
Fimmtudagur 11. ágúst
7,00 Morgunútvarp
Veðurfregnir - Tónleikar - 7,30 Fréttir.
12,00 Hádegisútvarp
Tónleikar - 12,25 Fréttir og veðurfregnir - Til-
kynningar.
13,00 „Á frívaktinni”
Kristín Sveinbjörnsdóttir stjórnar óskalaga-
þætti fyrir sjómenn.
15,00 Miðdegisútvarp
Fréttlr - Tilkynningar - íslenzk lög og klass-
isk tónlist.
16,30 Síðdegisútvarp
Veðurfregnir - Létt músík: — (17.00 Fréttir)
18.00 Lög úr söngleikjum.
18,45 Tilkynningar.
19,20 Veðurfregnir
19,30 Fréttir.
20,00 Daglegt mál
Árni Böðvarsson flytur þáttinn.
20,05 Séra Gísli Brynjólfsson flytur erindi.
20.35 Píanótónleikar
21,00 Klettur og stormur
Jóhann Hjálmarsson ræðir við Geir Krist-
jánsson um Pastemak og Majakovski.
Ingibjörg Stephensen og Steindór Hjörleifs-
son lesa úr þýðingum Geirs.
21,40 Paplo Casals leikur á selló
smálög eftir Baek, Rubinstein, Schubert, Chop
in og Fauré. Nikolai Mednikov leikur með á
píanó.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,15 Kvöldsagan: „Andoromeda” eftir Fred Hoy-
le og Elliot
Tryggvi Gíslason les (11).
22.35 Djassþáttur.
Ólafur Stephensen kynnir.
23,05 Dagskrárlok.
Ovíst enn hvenær
staðgreiðsla hefst
Rvík. — GbG.
Fyrir noklcrum árum gaf ríkis-
stjórnin út yfirlýsingu þess efn-
is, að hún myndi beita sér fyrir
því, að tekið yrði upp svonefnt
staðgreiðslukerfi í sambandi við
innheimtu opinberra gjalda. Kerfi
þetta byggist á því, að öll gjöld
eru innlieimt jafnóðum af kaupi
samkvæmt fyrirfram ákveðnum
reglum, en gjöldin ekki innheiint
ári síðar, eins og nú tíðkast.
Staðgreiðslukerfi við innheimtu
opinberra gjalda er þegar fram-
kvæmt í Noregi og Svíþjóð og í
undirbúningi í Danmörku.
Ríkisskattstjóri tjáði blaðinu, að
tveir menn hefðu þegar dvalið um
hríð í Noregi og Svíþjóð og kynnt
sér kerfin þar, og þessir sömu
rnenn hafa kynnt sér rækilega og
fylgzt með því, hvernig Danir
hafa undirbúið sig til að taka
upp slíkt kerfi, en sá undirbún-
ingur hefur staðið yfir í nokkur
ár.
Á þessu stigi málsins kvaðst
ríkisskattstjóri ekki geta um það
sagt, hvenær þess megi vænta,
að staðgreiðslukerfi verði komið
í framkvæmd hér, en óhætt væri
að fullyrða, að málið væri und-
irbúið af fullum krafti.
Laugardalsvöllur:
í kvöld, fimmtud. kl. 8 leika
Þróttur - Í.A.
Dómari Hreiðar Ársælsson.
Mótanefnd.
SKRIFSTOFA
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 'verður op-
in alla virka daga, nema laugardaga, frá
kl. 1 — 3 og 4 — 7 e.h. Sími 5-04-99.
Alþýðuflokksfólk er hvatt til að hafa sam-
band við skrifstofuna.
Hjartkær eiginmaður minn
Bjarni Loftsson
Kirkjubæ Eyrarbakka
verður jarðsettur frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. ágúst
kl. 2 e.h.
Blóm og kransar vinsamlega afbeðið.
Guðrún Jónsdóttir.
Útför mannsins míns
Björns Friðrikssonar,
fyrrv. tollvarðar
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. þ.m. kl. 1,30 e.h.
Ólöf Marfa Sigurvaldadóttir.
u 11. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ