Alþýðublaðið - 11.08.1966, Side 11
Reðið eftir lyftunni í Keilingafjöllum. Á myndinni sést m. a. Sigurjón Þórðarson, annar frá
vinstri og hinn snjalli skíðamaður Guðni Sigfússon.
Skíðamót í Kerlingar-
fjðllym 20. ágúst nk.
Þegar sumarskíðamót var hald
ið í Kerlingarijöllum í júlí sl.
varð að fresta stórsvigsmótinu
vegna veðurs. Laugardaginn 20.
ágúst nk. stendur til að láta mótið
fara fram. Fyrirhugað er, að kepp
endur verði komnir á mótsstað
föstudagskvöld 19. ágúst. Stór-
svigsmótið mun fara fram laust eft
ir hádegið laugardaginn 20. ágúst.
Mótstjórinn, Valdimar Örnólfs-
son tiikynnir að þrátt fyrir mikla
sólbráð í fjöllunum sé ennþá mik
ill snjór ,og skíðafæri sé hið bezta.
Keppendur og aðrir eru beðn
ir að hafa með sér viðleguútbún
að og nesti. Áætlunarbíll fer frá
Umferðarmiðstöðinni föstudags-
kvölcl kl. 8 og eru farþegar beðn
Góður árangur í
tugþraut og nýtt
unglingamet
Á mánudag og þriðjudag fór
fram keppni í tugþraut á Laugar
dalsvellinum á vegum Frjálsí
þróttasambandsins.
Árangur var sæmilegur og Jón
Þ. Ólafsson náði sínum bezta ár
angri.
ÚRSLIT:
Kjartan Guðjónsson ÍR 6208 stig
(11,5 - 6,41 — 13,17 - 185 —
1,85 — 53,3 — 16,0 - 39,16 —
3,40 — 54,86 — hætti í 1500 m.)
Jón Þ. Ólafsson ÍR 5887 stig (116
- 6,37 — 12,51 — 2,00 — 56,9
— 17,1 — 41,93 — 46,10 — hætti
í 1500 m.).
Keppt var í 1500 m. hindrunar
lilaupi Unglingamótsins, Halldór
Guöbjörnsson KR, var eini kepp
andinn og setti nýtt unglingamet,
hljóp á 4:22,6 mín.
ir um að taka farseðla daginn áð
ur.
Að mótinu loknu (laugardags
kvöld) verður haldin kvöldvaka, og
afrent verða mjög falleg verð-
laun, sem Skíðaskólinn í Kerl
ingarfjöllum hefur gefið.
Skíðamenn og konur eru beð-
in um að fjölmenna á mót þetta
þar sem þetta verður ef til vill
síðasta stórmót á þessu starfsári.
STAÐAN í
II. DEILD
A — RlÐlLh:
L U J T Mörk stig
ÍBV 6 5 0 1 23:11 10
Haukar 8 3 2 3 19:17 8
Víkingur 7 4 0 3 12:17 8
Fram 5 3 1 1 16: 2 7 .
ÍBK 8 0 1 7 7:31 1
B — RIÐILL:
L U J T Mörk stig
Breiðablik 6 4 11 9:6 9
KS 5 2 2 1 7:5 6
ÍBÍ 5 2 0 3 7:8 4
FH 6 114 7:10 3
ÍR heldur innanfélagsmót á Mela
vellinum í kvöld og hefst það kl.
20. Keppt verður í kringlukasti,
spjótkasti og 80 m. grindahlaupi
sVeina og drengja.
Aðgöngumiðar
seldir á morgun
Aðgöngumiðasala að lands
leik íslands og Wales í knatt
spyrnu, hefst í sölutjaldi
við Útvegsbankann á morgun
kl. 14. Verð miðanna er kr.
kr. 150 stúka kr. 100 stæði og
kr. 25 börnt
WW4MMWWMMWMWM
Allar nánari upplýsingar veit
ir Þorvarður Örnólfsson, Fjólu-
götu 5, sími 10470 og kíðaráð
Reykjavíkur, sími 19931.
Sjálfvirkni
Framhald af 4. síðu.
sjálfvirkt vélakerfi. Hefm- það
reynzt ágætlega.
Fjarstýri og nokkur sjálfvirkni
er þegar til í allmörgum nýjum
fiskiskipum hér á landi. Er hér
um að ræða þróun, jafnvel frá
því.
Það er von og trú þeirra er a@
þessu heimboði standa að heim
sóknin verði til að skýra nánar
fyrir hlutaðeigendum þá mögu-
leika sem felast í sjálfvirkum
vélarúmum skipa og að sjálfsögðu
eru allir áhugamenn velkomnir á
fyrirlestrana.
Vietnam
Framhald af 2. sí@u
bandarísku flugvélina af ótta við
befndarráðstafanir. En hermenn
Vietcong létu ekki segjast og þeg
ar þeir skutu á flugvélina reyndu
borpsbúar að flýja. Vietconemenn
irnir hófu þá skothríð á þorpsbú
ana og reyndu að koma í veg
fyrir fióttann, herma heimildirn-
ar.
AFP hermir, að Vieteong hafi
krafizt þess, að þorpsbúarnir
reistu stíflu til að koma í veg
fyrir siglingar um skurð í grennd
inni. En yfirvöld í bænum Can
Tho voru vöruð við, og skömmu
síðan kom bandarísk könnunar-
flugvél á vettvang. Allt þorpið,
sem hét Truong Thanh, var lagt
í eyði. Hinir særðu voru fluttir
í flýti til Can Tho, þar sem banda
rískir hermenn gáfu þeim blóð.
f hálendinu í miðhluta Suður-
Vietnam felldu suður-kóreanskir
hermenn 170 norður-vietnamíska
hermenn í sex tíma bardöpum í
gær þótt þeir ættu við ofurefli
að etja, en þeir nutu aðstoðar
bandariskra skriðdreka. Bandarísk
ar flugvélar réðust á 106 skot-
mörk í Norður-Vietnam, m.a. 4
olíugeymslustöðvar 19 km frá
Haiphong.
Víkingaskip
Framhald af 2. sfðu
vél, sem grípa má til ef á þarf
að halda.
Útlitsteikning skipsins var gerð
í Þýzkalandi, en henni hefur ver-
ið breytt nokkuð. Jón Benedikts-
son, myndhöggvari, gerði dreka-
hausinn í stafni og annað skraut.
Er það allt skorið í einangrunar
plast og trefjaplast sett yfir til
styrktar.
Eklci þykir ráðlegt að sigla skip
inu austur með ströndinni þar
sem allra veðra er von og iíklega
færri sem kunna að stjóma far-
kosti sem þessum. Þegar lokið
verður við að kvikmynda ævin-
týri Sigurðar Fáfnisbana á ís-
landi verður skipið til sölu og
selt hæstbjóðenda.
SCaup hækkar
Farmhald af síðu 1.
málsgr. 2. gr. laga nr. 63/1964, og
reyndist hún vera 188 stig.
í fyrri málsgr. 3. gr. sömu laga
er svo mælt, að greiða skuli verð
lagsuppbót sem svarar 0,61% af
launum og öðrum vísitölubundn
um greiðslum fyrir hvert stig, sem
kauplagsvísitala hvers þriggja mán
a’ða tímabils er hærri en vísitala
•163 stig. Samkvæmt því skal á tima
bilmu 1. september til 30. nóvem
her 1966 greiða 15,25% verðlags-
uppbót á laun og aðrar vísitölu-
bundnar greiðslur. Athygli er vak
in á því, að þessi verðlagsuppbót
skal ekki reiknuð af launum að
viðbættri þeirri verðlagsuppbót
(13,42), sem gildir á tímabilinu
júní-ágúst 1966, heldur miðast hún
við grunnlaun og aðrar grunn-
greiðslur.
Verðlagsuppbót á vikulaun skal,
samkvæmt ákvæðum nefndra laga,
reiknuð í heilum krónum .þannig
að sleppt sé broti úr krónu, sem
ekki nær hálfri krónu ,en annars
hækkað í heila krónu.”
Hvalurinn
Framhald af 1. síðu.
gert með þeim hætti að fyrr
greindum réttum var blandað
saman og settir í plastflöskur.
Úr stút flöskunnar var slanga
sem rekin var ofan í maga
hvalsins. Þegar flaskan var
kreist spýttist maturinn niður
í magann. Þessi aðferð var einn
ig notuð við a@ mata marsvínið
í sundlauginni og virtist það
kunna henni hið bezta. Ekki
fékk það meira en tvö kíló í
mál.
Get má þess að fréttaritari
Alþýðublaðsins í Færeyjum,
Halldór Jó-hannsson, var stadd
ur í Miðvogi þann tíma sem
hvahirinn var þar og hjálpaðl
til við að annast skepnuna.
Sagði hann að hvalurinn hef@i
verið sprækur allan timann og
verið fljótur að komast upp á
lagið með mataræðið, og ekki
að sjá að illa færi um hann
í ferskvatninu.
Fyrrereindur dýragarður hef
ur beðið Færeyinga að útvega
fleiri hvali þegar hvalvaða geng
ur næst Þetta er fyrsti hval-
urinn af þessari tegund sem
settur er í dýragarð í Evrópu.
í Ameríku eru aðeins tvö mar
svín í vatnsbúrum og eitt í
Japan.
Abba Eban
Framhald af 1. siðu.
unum í Jerúsalem, 23 árum áð-
ur en hún öðlaðist viðurkenningu
sem sjálfstæð þjóð. Þetta væri
eitt dæmi um óbilandi trú þjóðar
innar á tilveru sína og tilveru-
rétt, en það væri eitt sterkasta
sérkenni fslendinga einnig. Hann
minnti á þá staðreynd, að af hin-
um 115 þjóðum Sameinuðu þjóð
anna væri engin, sem hefði neitt
sameiginlegt með ísrael, hvorki
mál, trú, sögu. Þetta þýddi ekki
að þjóð sín teldi sig hafa yfir-
burði, heldur aðeins, að hún væri
öðruvísi en aðrar þjóðir í þessu
tilliti.
Sagnfræðingurinn Tonbee sagði
eitt sinn, að sú mundi verða
þróunin, að hin smærri ríki þurrk
uðust út og mvnduðu stærri heild
ir. Sagan hefur oft reynzt sagn-
fræðingunum skynsamari. og svo
er og í þessum efnum. Þróunin
hefur hins vegar orðið sú, aB
98% sameinuðu þióðanna lifa
nú undir sínum eigin fána. Af
ríkjunum 115 eru 70 sem hafa
færri en 7 miliión íbúa og 30
ríki, sem hafa færri en 2 5 mill-
jón íbúa, en sá er íbúafjöldi ísra-
el í dag.
Það er engum vafa undirorpið,
að bjóðirnar munu ævinlega vilja
varðveita sjálfstæði sitt Smá-
r.íki veraidar eru söguleg stað-
reynd, sem við verðum að sætta
okkur við. Smáríkín hafa frá upp-
hafi söeunnar verið brautrvðjend-
■wr frelsis og menningaUegra á-
taka. Og iþað er ba,r. sem stym-
nr þeirra 'lisgur. Þær hafa
samjöfnuð við stærri bióðir uni
magn efnislegra verðmætn he|d-
ur gæði andiegra afreka. Um léið
og smábióðirnar kennast við að
stvrkja og efla nólitfskt siálfstæði
sitt, verða bær að hafa sam-
vinnu á hinu efnahagslega sviði,
en þessu tvennu má ekki rugla
saman. Smárfki eiga ekki að
sitia anffnm höndnm á fiölskyldu
bekk bióðanna og biða eft.ir því
að stórveldin ákveði um st.efnu
beirra í hinum vmsu málum.
Slíkt er ekki í samræmi við sög
una, bar sem binir smáu og ein-
angruðu höfðu fnrvstu hlutverkl
að gegna í póiitískum og menn-
ingarlegum efnum.
Arekstur
Framhald af bls. 3
var Trabantbíllinn á undan.
Þegar kom að vegamótum
Öldugötu í Hafnarítrði gaf
bílstjórinn stefnuljós til
vinstri en beygði til hægri
í veg fyrir vörubílixm. Hann
hafði hægt miög ferðina en
ekki nóg til að forða árekstrl
og ók á hægri hlið litla bíls
ins og fram með honum.
Hægra framhjól TriÆantsjns
brotnaði nm öxulmn, vél-
arhlífin brotnaði af og var
engu líkara en vörubíllinn
hefði eskið yfir hhita litla
bílsins Vörubfllinn skemmd-
ist ekkert.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. ágúst 1966