Alþýðublaðið - 13.08.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.08.1966, Blaðsíða 16
Fróðleiksfýsn um eigin hag a Eitthvert uppbyggilegasta lestr- arefni isem blöðin bérlendis bjóða upp á eru viðtöl við út- tendinga, sem dvalið hafa hér lengri eða skemmri tíma, oftast skemmri, og ihafa þessir útlend- ingar nær undantekningarlaust „tekið ástfóstri við land og írjóð“, og fjalla viðtölin nær ein- göngu um ágæti okkar sjálfra. Ekki er gott að vita 'hvort 'blessaðir útlendingarnir vilja ekki um annað tala við íslenzka blaðamenn eða að þeim sem skrifa nSður hólið finnst ekki taka að iháfa annað eftir viðmælendum sínum. Þessi tugga er nær alltaf hin sama íhvort sem talað er við frá nágrannalöndum okkar eða fjarlægari heimshornum. Byrjað er á að kynna tiltekinn íslands- vin, sagt frá hvaðan hann er úr veröldinni og livernig hann sé á litinn. Síðan er skýrt frá hvers Ifonar sérvizka réði því að mað- urinn réðist í íslandsferð. Og svo kemur það. Á íslandi eru falleg- ustu stúlkur í heimi og jafnan fylgh' á eftir að einnig séu þær frjálslegastar allra stúlkna og hezt klæddar. Maturinn er betri hér en í nokkru öðru landi og' loftið einstaklega tært og gott, og ekki má gleyma vatninu, sem •ekki er verri en alvörubjór ann- ars staðar. Undrunin yfir því að svo fá- menn þjóð skuli getað lifað mfenningarlífi í svo stóru landi er alveg yfirgengileg. Og þá er hitaveituundrið ekki dónalegt til uð segja frá. Að Revkjavík sé faílegasta og bezt byggða borg í llieimi ætti varla að koma okkur á óvart fremur en að íslenzku hestarnir séu duglegir að klöngr- ast yfir hraun. Ofurlítin skugga ber þó á eitt í hámenningaiTÍk- inu. bað eru vegirnir. Þykja þeir í verra lagi, en ávallt eru borin 'unvrsl á sárin og tekið fraro að kraftaverki gangi næst að fá- roenna þióðin á norðurhiara liafi bolmagn til að leggja alia löngu vegina, og séu þeir furðugóðir iníðað við aðstæðui'. Á verðlag er aldrei minnst í svona viðtöl- um, enda tænast hrósvert að það skuli vera mest í heimi. Um gáfnafar og bókahneigð Jatidans barf varla að minnast, enda ekkert sjálfsagðara en vig skörum þar fram úr eins og á öðrum sviðum. Að vísu minnast Skandinavar eitthvað á amerí- kaníseringu og þá einkum hjá unga fólkinu. Hvað þetta nú er vita Skandinavar einir, enda telja þeir allt sem miður fer hjá peirra unglingum vera komið frá heims- álfunni í vestri, hvort sem það er bítlahljómsveit frá Englandi, táningatizka frá sama landi, heimatilbúin ofbeldishneigð, dað- ur fullorðna fólksins við enska tungu og jafnvel fi-jálslyndi í ástarmálum, sem vera mun í betra lagi í fyrrgreindum lönd- um. En þetta er útúrdúr. Merkilegast við þessar upplýs- ingar um okkur sjálfa er að sú staðreynd að fróðleiksfýsn er tæpast eins mikil og við viljum sjálfir af láta. íslandsaðdáend- urnir virðast aldrei spurðir um eigin heimkynni, eða yfirburði fólks og náttúru þar, eða annnn fróðleik sem þetta fólk gæti miðlað okkur. Það einasta sem við höfum áhuga fyrir er hvað því finnst um okkur, og auðvitað nær áhuginn ekki lengra en að því sem við höfum fram yfir aðr- ar þjóðir, sem reyndar sýnist ansi margt. Nú má vel vera að allt þetta sé satt og rétt sem um okkur er sagt, jafnt mannfólkið sem nátt- úruna, hitaveituna, hestana, Loft- leiðir og allt hitt. En þætti okk- ur ekki undarlegt að lesa viðtal við íslending í erlendu blaði þar sem ekki væri á ísland minnst en maðurinn ætti varla orð til að lýsa hrifningu sinni á lesend- um tiltekins blaðs og öllu því sem þeim við kæmi? Hætt er við að brúnin mundi síga á eánfiverju mikilmenninu hér á landi við slíkan lestur, eða að sá grunur læddist að þeim sama að blaðamaðurinn, sem gekk frá viðtalinu krítaði vel liðugt og kynni þá göfugu Jist að Ijúga með þögninni um þau atr- iði sem honum sýndist. Milli grátkviðanna reyndi hún að skýra fró sambandi sínu við Hamilton og bar bon um mjög illa söguna. Hún sagði að hann væri illa innrættur, elskaði að tala um sjálfan sig, æti gulrætur í tíma og ótíma og svæfi í klæðskerasaumuð- um náttfötum .... Tíminn. 4* Ég sárvorkenni aumingja ungu stúlkunum nú til dags. Það er áreiðanlega ekkert sæld arlíf hjá þeim að fylgjast með tízkunni. Samkvæmt henni eiga þær»að líta út eins og stelpur, en klæða sig eins og strákar .... Ég spurði kallinn í bríaríi um daginn .livort hann vissi hver hefði fundið upp ginið. — Ætli það hafi ekki verið einhver, sem var búinn með viskíið sitt, svaraði hann um hæl .... Filippía frænka .... Alltaf eru þessir karlmeim eins. Ég veit um eihn sem eign aðist erfingja um daginn. Þeg ar hjúkrunarkonan hringdi til hans og sagði honum tíðindin, spurði hann: — Og hvað var hann gamall? nui Þú verður að venja þis af að rífast um stjórnmál við við- skiptavinina . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.