Alþýðublaðið - 13.08.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 13.08.1966, Side 4
m££MP Ritst.iórar: Gylti Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal — Ritstjómarfuil- trúi: jíiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hveríisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu blaðsins. — Áskrlftargjald kr, 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintaklð. Útgetandi Alþýðuflokkurinn. JARÐAKAUPASJÓÐUR MIKLAR UMRÆÐUR hafa orðið um málefni land búnaðarins og hefur gefizt til þeirra ærið tilefni með söluerfiðleikum á afurðum. Margir fundir hafa verið haldnir og mikið hefur verið skrifað í blöð og tíma- rit. Eftir fund Stéttarsambands bænda og umræður í framhaldi af honum hefur komið fram ríkur áhugi á tveimur atriðum, er landbúnaðinn varða. Atriðin eru þessi: 1) Landbúnaðurinn verður að skipuleggja framleiðslu sína í beinu samhengi við markaðshorfur. Þetta var niðurstaða fundar Stéttarsambandsins, og mun erf itt að deila gegn þessari skoðun, nema ef til vill að harma, að hún skyldi ekki fá almennan hljómgrunn fyrr. Skynsamleg áætlunargerð er án efa nauðsyn- leg til að tryggja sem bezt afkomu bænda. 2) Vaxandi áhugi virðist vera á stofnun sjóðs á veg- um ríkisins til að kaupa jarðir, sem ástæða þykir til að taka til annarra nota eða hvíla í nokkra ára- tugi. Minntist landbúnaðarráðherra á þetta mál í ræðu sinni á Stéttarsambandsfundinum. Það er rétt hjá honum, að hugmyndir manna um þetta mál eru enn á reiki, en án efa eru þær vísir að merkri | stofnun, sem gæti orðið ekki aðeins landbúnaði heldur þjóðinni allri til góðs. Jarðakaupasjóður gæti gegnt mörgum hlutverk- um. Hann gæti gert öldruðum bændum kleift að koma eignum sínum í verð, er þeir ekki geta stund- að búskap lengur. Sjóðurinn gæti og -gert bændum á. afskekktum jörðum kleift að flytja sig og stuðla þannig að þéttingu byggðar í beztu sveitum. Sjóð- urinn gæti keypt upp land, sem ríkið telur rétt að nota til annarra þarfa, landgræðslu, sem þjóð- garða eða útivistarsvæði fyrir þéttbýlið, til ann- ars atvinnurekstrar eða skógræktar. Ef þessi hugmynd verður framkvæmd, hlýtur að fvlg.ja henni heildaráætlun um hagnýtingu lands- ins fyrir langa framtíð. Slík áætlun er að vísu mikið verk, en margir þættir þess eru til hjá ýmsum stofn- unum nú þegar. Tæknin og hinar stórbættu samgöngur gera það að verkum, að íslenzka þjóðin verður á næstu árum að gera sér grein fyrir, hvernig hún ætlar að fara með landið, hvort þar á að beita fyrirhyggju og skyn- samlegum vinnubrögðum, eða láta spilla landinu og misnota eins og hver vill. Það <val virðist ekki vera ' erfitt. 4 13. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Minningarkirkja séra Jóns Steingrímssonar Elns og frá hefur verið skýrt í fréttum héldu Skaftfellingar há tíðlega 175. árstíð séra Jóns Stein grímssonar þ. 7. ágúst sl. Var þar margt manna saman komið og fór hátíðin á allan hátt hið bezta fram og var öll um til mikillar ánægju, er þang að komu. Þar var m.a. sagt frá því að á kveðið hefði verið að reisa minn ingarkirkju séra Jóns Steingríms sonar á Kirkjubæjarklaustri en þar hefir engin kirkja verið síðan hún var rifin árið 1859. Verður kirkja þessi reist á liinum forna, kirkjugrunni en sem kunnugt er þá er Kirkjubæjarklaustur einn elzti ,ef ekki elzti kirkjustaður á íslandi og skýra ' fornar bækur svo frá að þar hafi kirkja stað ið í tíð Papanna, sem þar bjuggu er norrænir menn stigu á land. Hugmyndin um að endurreisa kirkju á Kir.kjubæjarklaustri er ekki ný ,og segja má, að hún hafi fengið nokkurn byr undir vængi íyé'ir rúmum 15 árum, Þegar Vesturíslendingurinn Jón Sigurðs son sem er af skaftfellskum ætt um, gaf töluvert fé í því skyni, en framlag hans mun nú með vöxt um vera nálægt 145 þús. kr. En endanleg ákvörðun var nú tekin, þegar það hafði verið kann að að skaftfellskir bændur voru mjög áhugasamir um þetta mál og hafa nú þegar allt að 100 bændur í Skaftafellssýslu ákveð ið að gefa eitt haustlamb næstu sex árin, sem renna skal í Kirkju byggingarsjóð. Söfnun er ekki lokið. Hafa Skaftfellingar með þessu sýnt að þeim er alvara og er þá ekki að spyrja að samstöð- unni hjá þeim og rausn. Einnig hefur nokkurt fé bor izt sem áheit,' en Minningarkirkja séra Jóns mun þegar hafa reynzt vel til áheita. Á kirkjuhátíðinni þ. 7. ágúst bárust væntanlegri kirkju einnig margar peningagjafir, sem for maður undirbúningsnefndar, Séra Sigurjón Einarsson, þakkaði fyr ir. Vestur-Skaftafellssýsla leggur í ár fram 20.000 kr. Samb. V- Skaftf. kvenna leggur fram 20.000 kr. Páll Pálsson, bóndi í Syðri- Vík í Landbroti og kona hans Magnea Magnúsdóttir gáfu tti;l minningar um foreldra sína Pál Sigurðsson bónda i Þykkvabæ og konu hans Margréti Elíasdóttur og Magnús Hans Wíum bónda í Eintúnahálsi og konu hans Guð ríði Sigurðardóttur kr 70,000. Frú Gyðríður Pálsdóttir, Segl búðum gaf til minningar um maná sinn Helga Jónsson bónda í Seglbúðum kr 10.000. Margar aðrar gjafir bárust og var einkennandi fyrir hátíðina sú eining og samstaða, sem þar ríkti um þetta mál. Það kom einnig fram, að margir afkomendur séra Jóns Steingrímssonar ,sem burt fluttir eru úr Skaftafellssýslu, munu hafa fullan hug á því að láta eitthvað af hendi rakna til byggingarinnar, en sem kunnugt er varð séra Jón kynsæll maður og í dag skipta afkomendur hans þúsundum. Vinnuvélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Kafknúnir gr jót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur . m.fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. krossgötum ★ MESTA FERÐA- ÆVINTÝRIÐ íslendingum og erlendum ferðamönnum standa til boða mörg hundruð mismunandi ferðalög frá Reykjavík, á landi, sjó eða i lofti. Er farið jafnt um byggð eða óbyggð, stuttar ferðir og langar inn an lands og utan. Einn ferðalang þekkjum við þó, sem telur af eigin reynslu að mesta ferðaævintýri, sem íslend ingur getur veitt sér sé að fljúga með einkaflug vél um landið í góðu veðri. Stutt lýsing á slíkri ferð virðist eindregið styöja mál hans. Ferðin var að því leyti „út í bláinn", að flug leiðin var ekki ákveðin, fyrr en við skoðun á kort um veðurstofunnar nokkrum mínútum áður en lagt var af stað. Það reyndist vera bezt veður yf- ir Norðurlandi — aldrei þessu vant í sumar — og var því flogið yfir Akranes og inn Borgarfjörð í norðurátt. Útsýn úr litlum flugvélum er miklu betri en stóru vélunum, og svo er hægt að fljúga lágt og skoða hvern bæ, hverja ársprænu. Landið fær nýjan undrasvip ólíkan sýn af vegunum eða úr háloftum — og það er miklll munur á að standa á fjallstindi eða svífa skammt fyrir ofan hann. Þeir skoðuðu hylji í Norðurá og rifjuðu upp veiðisögur, flugu svo yfir Krók og upp yfir heið ina, renndu sér niður yfir Borgarvirki og sáu lileðslu og varnaraðstöðu gamalla kappa, flugu síðan út yfir Hóp og brostu að nokkur hundruð sclum, sem þyrptust niður sendna ströndina á sjó út, þegar þeir heyrðu dyn í óvæntum gesti nokkur nundruð fet í lofti. Drangey og Málmey glitruðu í sólskininu rétt fyrir neðan flugvélina eins og huldufólkið í Tinda stóli hefði varpað undraljóma yfir Skagafjörðinn. Fyrir en værir mátti fylgjast með vegaframkvæmd um í Strákum og nokkru síðar sást Múlavegur eins og rönd í þverhníptum hamravegg. ★ SKYNDIHEIMSÓKN í GRÍMSEY. Grímsey og heimskautsbaugurinn voru skammt fyrir utan hinn volduga norðlenzka fjallahring. Þar var lent í fegurð og friðsæld, þannig að glaumur Reykjavíkur, hávaðinn, umferðin, tauga spennan og áhyggjurnar voru allt í einu óralangt í burtu. Það er m.vndarlegt og lífsglatt fólk að sjá í eynni, gamansamt og unir að því er bezt verður séð vel við sitt — þótt það þekki dýrðina fyrir sunnan, sé raunar sumt þaðan komið. Það er athyglisvert hvað slíkt byggðarlag hef ur mikið gagn af flugbrautinni og þeim samgöng um, sem hún tryggir. Eftir að brautin kom tók íbúum aftur að fjölga og nú eru þar miklar byggingaframkvæmdir. Má raunar búast við, að fleiri og fleiri byggðarlög víða um land muni líta á nothæfan flugvöll sem óhjákvæmilegan lið í samgöngum við aðra landshluta. Ferðasagan gæti orðið miklu lengri, og slíka sögu geta margir sagt, sem reynt hafa. Það hefur til dæmis ólýsanleg áhrif á menn að lyfta sér til flugs í glampandi sólskini og hita af Akureyrar velli (fyrsta raunverulega ílugvellinum, sem ís lendingar hafa sjálfir gert) og sjá nokkrum mín útum síðar snjókomu uppi á reginhálendi! Hvað ætli Jónas Hallgrímsson eða Einar Ben. hefðu ort, ef þeir hefðu séð landið okkar á þennan hátt?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.