Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 11
sýndi sitt bezta í sumar ■ Nantes sigraði 3 gegn 2 í gærkvöldi léku KR og F.C. Nantes fyrri leik sinn í Evrópu keppni meistaraliða. Leikurinn' fór fram á Laugardalsvellinum í köldu veðri og voru áhorfendur ali margir. Þetta franska lið er þaö sterkasta í heimalandi sínu í dag og vissulega sýndi liðið að það kann knattspyrnu út í yztu æsar Liðið sýndi skemmtilegan sam leik og skotmenn þess voru góðir En það sem mesta athygli vatkti var hin ágæta frammistaða KR, því hlutur þeirra í leiknum var ekki síðri en Frakkanna. Úrslitin verða að teljast sanngjörn, þó jafn WWWWWWWWWWWMIW ÍBA og Valur leika saman í Bikarkeppni KSÍ Á næstunni mun Bikar keppni ICSÍ hefjast að full um krafti, en nýlega var dreg ið rnn það, hvaða lið leika saman í 4. umferð. Liðin, sem eigast Við eru Valur — Akureyri, Akranes — KR, ísa, f jörður — Þróttur, og Kefla- vík gogn FH, Fram eða Val (B). Ennþá hefur ekki verið á- kveðið, hvenær leikirnir fara fram. tefli hefði verið sanni nær. ★ Fyrri hálfleikur. Frakkar byrja leikinn með sókn og á 6, mín. kemur fyrsta markið Gondet miðherji fær stungubolta og kemst óáreittur í gegn og skor ar framhjá Guðmundi Péturs- syni. KR ingar byrja leik og ná góðri sókn er Jón Sigurðsson gef ur góðan bolta fyrir og þvaga myndast ög bjargað er í horn sem Baldvin tekur og enn er hætta, en skot Eyleifs smýgur framhjá stöng. ÁIO. mín. kemur annað mark Nantes er Simon skorar með þrumuskoti af vítateigslínu óverj andi fyrir Guðmund. Nú fara KR ingar að vakna til lífsins og eiga nú hvert tækifærið af öðru. Hörður gefur fallega fyrir og Baldvin skaliar en markvörður bjargar naumlega í horn, sem svo ekkert varð úr. Á 30. mín. er mikil pressa á mark Nantes Eyleifur á tvö skot sem bæði lenda í varnarmönnum en síðast er skot Jóns sem hsf"ar rétt framhiá. Á síðustu mín. hálf leiksins skeður einkenniieet atvik Gunnar Felixfsoin sæikir aði franska markverðinum, en þá kem ur varnarmaður hlaupandi oe hend ir Gunnar í bux-tu. Dómarinn dæm ir strax vítaspyrnu, en Frakkarn ir mótmælá Úr vítaspyrnunni skor aði Ellert öi’ugglega. Þannig lauk fyrri hálfleik, en eftir tækifær unum hefði KR svo sannarlega átt skilið jafntefli ef ekki meir. ★ Síffari hálfleikur. KR byrjar meff hörkusókn og litlu munar aff árangur náist á 7. mín. er Gunnar brýst upp aff enda >_ mörkum og gefur fyrir en Castet í markinu grípur faljega inn í Á 17. mín. skorar Gondet glæsi legt mark, hann einlék fyrir fram an vörn KR og skaut þrumuskoti í hægra horn marksins algjörlega óverjandi fyrir Guðmund. Skömmu síðar kemst Gunnar einn í gegn og skot hans lendir í markverðinum og hrekkur út á völlinn, en þar er enginn til að taka við. Enn eiga KR ingar góð tækifæri, en ekki tekst að skora fyir en á 37. mín. og þá virtist svo sannarlega ekk ert mark í vændum. Þeir Jón og Ellert leika saman upp völl og nokkuð fyrir utan vítateig, sendir Ellert knöttinn að marki og fyrr en varir liggur hann í netinu. Stór Framhald á 15. síffu. Innanfélagsmót hjá Frjálsá- þróttadeild KR fer fram í dag og á morgun. Á fimmtudaginn verður keppt í fimmtarþraut kvenna fyrri hluta og 110 m. grindahl., hástökki og kúluvarpi karla og hefst kl. 17,30. Á föstudaginn verður keppt í síðari hluta fimmtarþrautarinnar og 100 m. hl. karla og hefst kl. 17.00. I | Annaff mark KR, sem Ellert skoraði af löngu færi. Mark Elleri var mjög svo glæsilegt. Umf. Dagsbrún sigraði á Héraðsmótí USVH Syleyfur sækir að marki Nantes, en Castel markvörff ur bjargar meff úthlaupi. (Myndir JV.) Reykjaskóla, 28. ágúst 1966. Héraðsmót USVH í frjálsum íþróttum var haldið að Reykja- skóla um miðjan ágúst. Veður var gott til keppni og keppendur fjöl- margir úr þremur félögum innan sambandsins. Keppt var í knatt spyrnu við HSS og unnu þeir verð skuldaðan sigur, 4:1. í frjálsum í- þróttum var keppt í 11 greinum karla, 5 greinum kvenna og 5 greinum sveina. Stigahæsta félag- ið var Umf. Dagsbrún með 167 stig og vann þar með til eignar veglegan bikar. Næst var Umf. Kor mákur með 152 stig og Umf. Víðir með 17 stig. Úrslit í einstökum greinum voru sem hér segir: 100 m. hlaup karla: Magnús Ólafsson, D. 11,4 Ingólfur Steind. V. 11,5 Páll Ólafsson, D. 12,1 400 m. hlaup: Ingólfur Steind. V. 56,9 Páll Ólafsson, D. 59,5 Hjörtur Pálsson, K. 59,7 1500 m. hlaup: Eggert Levý, K. 5,07,5 Sig. Daníelsson, D. 5,07,5 Hjörtur Pálsson, K. 5,09,1 4x100 m. boðhlaup: A-sveit Dagsbrúnar 48,9 Héraðsmet. A-sveit Kormáks 53,9 B-sveit Kormáks 55,5 Hástökk: Hrólfur Egilsson, K. 1,62 Gunnar Richardsson, K. 1,62 Páll Ólafsson, D. 1,57 Langstökk: Páll Ólafsson, D. Ingólfur Steind. V. Bjarni Guðm. K. Þrístökk: Bjarni Guðm. K. Kristján Ólafsson, Páll Ólafsson, D. D. Kúluvarp: Jens Kristjánsson, D. Ingi Bjarnason, K. Páll Ólafsson, D. 6,24 5,91 5,54 12,42 12,18 .12,17 11,33 10,38 10,09 Kringlukast: Jens Kristjánsson, D. 36,16 Páll Ólafsson, D. 33,07 Framhald á 15. síffa. * 8. september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJ*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.