Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 8
„FARÞEGAR mef5 FI-200 til London, gjörið svo vel að ganga um borð í flugvélina „Skýíaxa”. Þannig tilkynningar hljóma um afgreiðslusali Flugfélagsins fjór- um sinnum í viku yfir sumar- mánuðina, nema að nafn flúgvél- armnar er ekki alltaf það sama, og í hvert sinn hópast tugir far- þega, aðallega þó íslendingar, um borð og skömmu síðan er flug- Vélin komin á stefnu til höfuð- borgar Englands, sem um þessar mundir virðist vera ákaflega vin- sæl ferðamannaborg á meðal ís- lendinga. SEinn af blaðamönnum Alþýðu- blaðsins var meðal farþega í einni þessara vinsælu Lundúna- ferða fyrir skömmu. Flugferðin til London með Dc-6b, eða sexu eins og algengast er að kalla þá flug- válartegund, tekur um það bil 5 klukkustundir. Engum þarf þó að leiðast þessa fimm tíma, því ým- islegt er hægt að hafa fyrir stafni, lesa blöð, njóta veitinga, spjalla vifS samferðafólkið eða þá bara fiorfa út um gluggann. Þá er rétt að geta þess, að flugmenn Flug- féjlagsins gefa farþgum kost á því að skoða Surtseyjargosið, þegar veður leyfir, og er sú sýn öllum minnisstæð, sem hana sjá. iÞar sem það þykir tilheyra, a@ blaðamenn séu með nefið niðri í öllu, fór svo í ferð þessari, en áð- ur en „Skýfaxi” lenti mjúklega í London eftir liðlega fjögurra og hálfs tíma flug, hafði blaðamaður Alþýðublaðsins rætt við þrjá af áhöfn flugvélarinnar, flugstjór- ann, vélamanninn og eina af flug- freyjunum. Flugstjóri í þessari ferð var Gunnar Frederiksen, sem er næst elztur flugstjóra hjá FlUgfélaginu. Gunnar er Reykvíkingur og hefur alið allan sinn aldur í Reykjavík að fráskildum. nokkrum námsár- um erlendis. Við spyrjum Gunnar fyrst að því, hvenær áhuginn fyrir flugi hafi vaknað. — Það má segja að hann hafi allt af verið fyrir hendi. Þegar ég var smástrákur dundaði ég við að smíða módelflugvélar, en ég fór ekki að hugsa um þetta af alvöru fyrr en á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það mun hafa verið í apríl 1944 að ég fór vestur til Kanada. Stundaði ég þar flugnám hjá Konna Jóhann- esar í Winnipeg. Við vorum þarna sautján íslendingar við nám, en eftir lýðveldisstofnunina fórum við flestir til • Bandaríkjanna til að ljúka náminu, þar sem engir samningar voru komnir í gildi á milli Kanada og íslands. í dag eru aðeins þrír þessara manna flugstjórar. — Hvenær komstu svo heim aftur? — Ég kom heim í febrúar 1946. — Hófst þú þá þegar störf hjá Flugfélaginu? — Nei, ég fékkst fyrst við kennslu, en var fastráðinn hjá Flugfélaginu 1. apríl 1946. — Hverjar voru fyrstu vélar Flugfélagsins? —Fyrsta flugvél var Waco, fjög urra farþega, svo kom Beeceraft,- tveggja hreyfla og þótti mikið bákn. Síðan tvær Dragon Rapid vélar, en 1944 kom fyrsti Catalína flugbáturinn, árið 1946 fyrsta Douglasvélin. Nú síðan hefur þetta þróast stig af stigi. Reglubundið utan- landsflug hófst árið 1948 með Skymaster flugvél, sem stærri vél- ar hafa síðan leyst af hólmi. Ekki flýgur þú öllum vélum Flugfélagsins? — Nei, yfirleitt er höfð nokkur verkaskipting í því sambandi. Ég hef verið flugstjóri á Viseount frá upphafi og auk þess á DC-6b. — Hve margár flugstundir átt þú að baki? — Þær munu vera eitthvað á 16. þúsundið, eða nálægt tveim- ur árum samfleytt á lofti, nótt og dag. — AUtaf gengið vel? — Já, það er ekki hægt að segja annað. Það hefur að vísu gengið á ýmsu, errda ekki aUtaf rjómaveður yfir íslandi i skamm- deginu, en þetta hefur allt farið vel. — Hvað vilt þú segja um nýgerð þotukaup Flugfélagsins? — Þoturnar eru framtíðin,. Qg annað hvort er að hætta eða fylgj- ast með tímanum. Það er að. vísu mjög dýrt að fylgjast með, t. d. mun. kosta um tvær milljónir króna að þjálfa hvern flugmann, en það borgar sig og er nauðsyn hverju félagi. — Getur þota eins og Boeing 727 athafnað sig á Reykjavíkur- flugvelli? Alveg tvímælalaust, og það er bæöi minni hávaði og óþægindi af slíkri þotu en mörgum öðrum vélum, auk þess sem allt fiug Flugfélagsins á sér stað að degi til. Reykjavikurflugvöllur gæti orðið framtíðarflugvöilur, ef ekki væri stöðugt verið að þrengja að honum. — Og þú ert auðvitað bjart- sýnn á framtíðina? — Ég hef alltaf verið trúaður á framtíð flugsins, gildi þess hef- ur komið í ljós á svo mörgum sviðum. Ég man t. d. að þegar ég var að byrja að fljúga hér árið 1946, þá fýlgdist ég stundum með ferðum erlendra togara við strendur landsins, tók niður núm- er þeirra og tilkynnti landhelgis- gæzlunni. Upp úr því hófst eigin- legt landhelgisflug, sem m. a. hefur sannað ágæti flugtækninn- ar á því sviði. Þið kynnist margra þjóða fólki í starfi ykkar, er það ekki? — Jú, maður hefur kynnzt ara- grúa fólks af mörgum þjóðernum í sambandi við starfið. — Sá, sem minnst hefur að gera á meðan á flugi stendur, er vitaskuld vélamaðurinn. í þess- ari flugferð gegndi því embætti gamalkunnur garpur, Ingólfur Guðmuhdsson sem margir kannast við, enda fæddur „vestast í Vest- urbænum, þar vorsól fögur skín“. eins og hann sjálfur orðaði það. — Ég ólst mest megnis upp í fjörunni hjá Alliance. — Vaknaði þá ekki snemma á- hugi fyrir sjómennsku? Jú, hugurinn leitaði vissu- í þá átt, en þegar bróðir minn, sem var skipverji á togar- anum Apríl, drukknaði árið 1930, missti ég alveg áhugann fyrir sjó- mennskunni. — Hvað kom svo til, að flugið varð fyrir valinu? — Því réði nú eiginlega hrein tilviljun. Það mun hafa verið ár- ið 1941, að ég var að gera við bíl fyrir Berg Gíslason, stjórnar- formann Flugfélagsins, og hann vakti áhuga minn fyrir þessu. — Annars má nú segja, að þá hafi allir ungir menn verrð • spennt- fluginu, sém þá var á hér á landi. först þú að fljúga — Eftir að fjarltarnir (DC4) og sexurnar komu til sögunnar, hefur það verið regla, að véla- menn séu í áhöfn. Ég byrjaði ár- ið 1946 og hef því stundað þetta í tuttugu ár. — Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu? — Jú, ekki neita ég því, stund- um. NÆR TVÖ ÁR Á LOFTI g 8. september 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.