Alþýðublaðið - 28.09.1966, Blaðsíða 7
28. september 1966 -- ALÞÝÐUBLADiÐ 'J
BREYTINGAR þær, sem danski
forsætisráöherrann, Jens Ottó
Krag, hefur gert á stjórn sinni,
Ihafa vakið mikla athygli. í fyrsta
lagi gerði hann þessar breyting
ar með svo stuttum fyrirvara, að
honum igafst ekki tími til að segja
Ihinum raðherrum stjórnarinnar
frá ,og í öðru lagi kom það mjög
á óvart, að utanflokkamaður var
skipaður ,,markaðsmálaráðherra.“
Nýi ráðherrann, Tyge Dahlgaard
thefur um nokkurra ára skeið ver
ið aðalfulltrúi Dana í aðalstöðvum
Efnahagsbandalags Evrópu (EBE)
í Briissell. Lengi hefur verið um
það rætt að koma á fót sérstöku
ráðuneyti, er fjalla skuli um er-
lend markaðsmál, og hefur Vinstri
flokkurinn (bændaflokkurinn) eink
um beitt sér fyrir því. Krag hefur
lengi leitað að sérfræðingi, sem
gæti tekið þetta m'ál að sér. Fyrst
bauð hann Ivar Nörgaard efna-
Ihagsmálaráðherra starfið ,en þeg
ar hann hafnaði boðinu, sneri hann
sér til Dahlgaards oig var hann
tilleiðanlegur.
Daiilgaard tekur eiginlega að
sér yfirstjóri tveggja ráðuneyta,
verzlunarmálaráðuneytisins og
imarkaðsmálaráðuneytisins. Lars
P. Jensen verzlunarmálaráðherra
hefur óskað eftir lausn frá em
bætti svo að hann geti tekið að
sér formennsku í landssambandi
neytendasamtakanna í Danmörku.
Hann er einn af framámönnum
samvinnuhreyfingarinnar og bauð
stjóm sambandsins honum starfið.
Þessu hefur nú verið komið í
kring, og Lars P. hætti störfum
sínum í ríkisstjórninni 23. sept.
um leið og Dahlgaard tók sæti í
Ihenni.
★ TVÖ EMBÆTTI SAMEINUÐ
Hinn nýi verzlunarmálaráðherra
(og markaðsmiálaráðhen-a) segir í
viðtali við „Ak,tuelt“ (m,álgagn
jafnaðarmanna), að embætti hans
í stjórninni sé nýstárlegt, þar sem
í rauninni 'hafi tvö embætti verið
sameinuð. Tíma sínum muni hanri
að miklu leyti verja til að starfá
í verzlunarmálaráðuenytinu, en
helzta nýmælið í embætti hans
séu markaðsmálin. Markaðsmála
nefnd undir forsæti utanríkisráð
herrans muni taka til starfa í ut
anríkisráðuneytinu, en heyra und
ir hann.
Hækkerup utanrikisráðherra hef
ur liingað til farið með markaðs
málin, en þeim verður nú létt aT
honum, að vísu með öðrum hætti
en ætlað var í fyrstu. Áður hefur
m.a. verið gefið í skyn, að skipað
ur yrði aðstoðarutanríkisráðherra
sem færi með markaðsmálin, en
Hækkerup hefur fallizt á þá skip
an m'ála, sem Krag forsætisráð
herra héfur ákveðið, í samráði
við Dahlgaard.
..Aktuelt" spurði Dahlgaard að
því, hvers vegna hann hætti störf
um sínum í utanríkisþjónustunni
til þess að skipta sér af stjórn
málum. Dahlgaard svaraði því til
að hann hefði ekki hætt störfum
sínum í utanríkisþjónustunni held
ur fengið orlof á þeirri forsendu
að hann gæti horfið aftur til ut
anríkisþjónustunnar.
4r UNGUR MAÐUR.
Dahlgaard ráðherra er tiltölu
lega ungur maður eða 45 ára að
aldri. Hann er sonur hins kunna
leiðtoga róttæka flokksins, Bert
el Dahlgaards fv. ráðherra, en
þar með er ekki sagt að sonurinn
sé áhangandi sama stjórnm.flokki
og faðir hans. Hann er ekki með
limur í neinum stjórnmálaflokki
Hinn nýi mstrkaðsmálaráðherra, Tyge Dahlgaard til vinstri, Lars P. Jensen verzlunarmálaráðherra og
Jens Otto Krag forsætisráðherra.
HELVEG PETERSEN
sérfræðingur dönsku stjórnarinn-]
ar í afvopnunarmálum. 1]
hafnaði boðinu.
en er hvað sem öðru liður „vinstri
sinnaður“.
í viðtalinu við ..Aktuelt“ segir
hann, að ákvörðunin um að igerast
stjórnmálamaður hafi ekki verið1
erfið. Ég ólst upp í pólitísku and
rúmslofti, og faðir mann hóf stjórn
málaferil sinn þegar hann var em
bættismaður, sagði Dahlgaard. Að
spurður hvort harm væri jafnað
armaður, sagði Dahlgaard ,,já og
nei“. Allt frá unglingsárum sín-
um hefur hann haft mikla sam
úð með jafnaðarstefnunni.
Af þessum ástæðum hafi ákvörðun
in um að taka sæti í jafnaðar—
mannastjórn ekki verið erfið, enda
telji hann aðild að stjómmála
flokki ekkert aðalatriði. í Dan-
mörku sé ekkert stórt djúp stað-
fest milli stétta og stjórnmála-
flokka. Dahlgaard kveðst ekki hafa
í hyggju að ganga í Jafnaðarmanna
flokkinn, en hann muni sitja fundi
þingflokksins.
Aðspurður hvenær Danmörk
muni sækja um upptöku í EBE
sagði ráðherrann, að engin breyt
ing yrði gerð á stefnunni í mark
aðsmálum í bráð. En Danir verðl j
að fylgjast náið með þróun þeirri
sem hafiri sé í Evrópu. Forsendurn '
ar eru í þann veginn að breytast,
sagði hann.
Blöðin í Danmörku eru flest
þeirra skoðunar, að Krag hafi ver
ið heppinn í vali sínu og að stjórn
in hafi treyst sig í sessi. Sjálf
ur sagði Krag forsætisráðherra:
Við munum halda áfram þeirri
stefnu, að stuðla að því að markaðs
málin í Evrópu verði leyst 'á breið
um grundvélli, og ég held að Tyge
Dahlgaard sé rétti maðurinn til
að móta þessa stefnu .
En hvað finnst Bertel gamla
Dáhlgaard um það að sonur hans
taki sæti í hreinni jafnaðarmanna
stjórn? Blaðið „Aktuelt" hefur
reynt að fá úr því skorið, en Dahl
gaard gamli svaraði „diplómatískt
Ég hef aldrei skipt mér af mál-
efnum sonar míns síðan hann náði
18 ára aldri.
★ „AFVOPNUNARSENDI-
SENDIHERIIA."
Krag forsætisráðherra liefur
fengið annan mann til stai'fa úr
röðum þeirra manna, sem standa
nærri Róttæka flokknum (Radikale
venstre.) Helveg Petersen þingmað
ur og fyrrum menntamálaráðherra
tekur nú við starfi svokallaðs ,,af
vopnunarmálasendiherra".
Þegar forsætisráðherrann minnt
ist á þá hugmynd, að slíkt embætti
yrði stofnað í sumar ('á Rebildhátíð
inni), fékk hún fremur misjafnar
undirtektir. Fyrst var Frode Jak
obsen þingmanni boðin staðan, en
hann afþakkaði, og var þá stað
an boðin Petersen, sem féllst á að
taka hana að sér.
Enn sem komið er, er ekki litið
á stöðuna sem sendiherraembætti
Helveg Petersen situr enn á þingi
: I
sem fulltrúi róttækra og gréih
argerðinni um starf hans sem faY
gjafa í afvopnunarmálum segir tti.
a.: Einn liðurinn í starfi yðar vefð
ur að fylgjast með afvopnunar um
ræðunum í Genf, á vettvangi SÍ>
og annarra alþjóðasamtaka. í þeséLi
sambandi er mikilvægt að náiri
samvinna sé höfð við hin Norður
löndin, ekki sízt Svíþjóð, sem á
fulltrúa á 18 ríkja ráðstefnunni i
Genf.
Orðrómur hefur vefið á kreiki
um, að Helveg Petersen 'hafi véi*
ið boðið r'áðherraembætti, en Krag
forsætisráðh. hefur vísað þessum
orðrómi eindregið á bug. Slíkt
tilboð hefur ekki legið fyrir og-
mun ekki liggja fyrir, sagði Krag
Hins vegar er það engin furða
að ýmsir þeir, sem vel fylgjast
með gangi mála, skuli líta á bréýt
ingarnar sem tilraun til að bæta
sambúð jafnaðarmanna og Rot-
tæka flokksins.
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
Athugið, að merki
þetta sé ó
húsgögnum, sem
óby rgðarskí rteini
fyigir.
Kaupið
yönduð húsgögn.
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
fyígist mol Maldssopni í Ssmvinnunni
eftir Tarjei Vesaasj
Auglýsingasími AEþýSublaðsins er 14906
KASTLJÓS