Alþýðublaðið - 28.09.1966, Blaðsíða 13
DIETER BORSGHE
BARBARA RiiTTING
HANS SÖHNKEfi
Votan frá Soho
Óhemju spennandi CinemaScope
kvikmynd byggð á sðgu Edgar
Wallace.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Aukamynd: með Bítlunum.
i—r—i—t—i—r—?—r**
§§ m fm ÍBj
Sími 50249
Ný tékknesk, fögur litmynd í
CinemaScope, hlaut þrenn verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í
Cannes.
jUeikstjóri: Vojtech Jasny.
Sýnd kl. 6.45 og 9.
Trúlofyparhringar
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Ouðm. T>orsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
Koparpínur o«
Rennilokar
Fittings
Ofnakranar
Tengikranar
Slönffukranar
Blöndiin artæki
Burstafell
Byggingavöruverzlun.
Réttarholtsvegí 2
Sími 3 86 40
Framhaldssaga éffír Ed McBam
TUTTUG 4STI OG ANNAR
KAFLI.
i
í hverfi eins og því 87. vinn-
ur lögreglan alltaf í kappi við
tímann. Morð og glæpur er fram
inn og lögreglan fer að vinna
að því að rannsaka málið — ann-
að hvort upplýsist það fljótlega
— eða ekki.
Mál, sem er „lagt til hliðar"
er mál, sem lögreglan er hætt
við, án þess að vera hætt að
hugsa um það. Málið er enn óaf-
greitt. Mál Tommy Barlow, Irene
Thayer var ekki lengur nýlegt
og þeir voru farnir að hugsa um
að leggja það til hliðar, þegar
Fred Hassler birtist.
Hassler var mjög alvarlegur
á svipinn og dálítið reiður að
sjá og Meyer velti því fyrir sér
hver væri ástæðan fyrir komu
hans. Hann kallaði til Carella,
sem sat við skrifborðið.
—Steve. Hr. Hassler er hér.
Manstu ekki eftir honum?
Carella reis á fætur. -Hvað
get ég gert fyrir yður Ihr. Hass-
ler?
—Afhentu mér það sem ég á,
svaraði Hassler reiðilega.
—Vantar eitthvað í íbúð yðar?
spurði Carella.
—Fyrst svaf ég vel. Ég geri
það alitaf En það er verið að
byggia rétt hjá mér og í fyrri-
nótt höfðu þeir svo hátt að ég
fór í meðalaskápinn til að sækja
þangað svefnmeðul sem ég fékk
einu sinni þegar ég var með
flensuna. Það heitir Barbinal.
Maður tekur eina pillu og stein-
sefur alla nóttina. Ég átti fjórar
pillur eftir. Ég ætlaði að taka
eina Ég fann flöskuna en hún
var tóm.
—Piilurnar horfnar?
—Já. Allar fjórar. Ég vissi
að það komu slökkviliðsmenn í
Ihúsið þegar sprengKngito varð
og líka löigreglumenn. í morgun
fór ég að athuga hvort nokkru
öðru hefði verið stolið. Og það
vanta^i kvikmyndafilmu.
—Filmu?
—.Tá f’imu. Ég var búinn að
segia yður að ég er með kvik-
myndadelTu. Ég iset allar spól-
urnar í rétta tímaröð í hillu,
sem ég smíðaði sjálfur. ÞaS
vantar eina í röðina. Svo ég vil
gjarnan fá pillurnar mínar og
filmuna til baka.
—Hvorugur hluturinn í okkar
fórum hr. Hassler. Það er ekki
óhugsandi að Tommy og Irene
hafi tekið pillurnar til að sofna
fyrr.
— Tóku þau þá filmuna mína
líka? Þau voru bæði hálfnakin
og dauð og með enga filmu. Auk
þess var Tommy ekki hrifinn
af filmunni.
—Sá Tommy hana?
—Sá hana? Já hann var het-
jan í henni. Hún var um mann
sem var alveg peningalaus.
Hann fer í Grover Park og finn
ur þar hundrað dala seðil.
Tommy leikur einn í myndinni.
Nei annars. Það lék líka lítill
drengur með, við hittum hann
í garðinum og notuðum hann.
—Hvernig var spólan merkt
hr. Hassler?
—Fyrst með dagsetningunni
í efstu línu. Svo nafnið á kvik-
myndinni sem var „100 dala seð-
iliinn". Síðan stóð nafn Tommy
Barlow og Sammy La Paloma.
13
Drengurinn, sem við rákumst
á í garðinum hét það.
—Hver einasti maður sem
leit á spóluna hefur sem sagt
séð að Tommy Barlow lék í
kvikmyndinni?.
—Já.
— Þakka yður fyrir hr. Hass-
ler, sagði Carella.
Hann fór og fékk leyfi til að
framkvæma húsrannsókn hjá
Mary Tomlinso Michael Thay-
er og Amos Barlow.
23. kafli.
Á meðan hafði Hawes tekið
þá ákvörðun að tala aftur við
ungfrú Martha Tamid. Hann
bjóst ekki beint við því að Mart-
ha Tamid hefði haft nein afskipti
af þessu svokallaða sj'álfsmorði
en hann langaði til að vita
hvernig samband hennar við
Amos Barlow væri.
—Elskið þér Amos Barlow?
—Ekki þessa vitleysu!
—Hafið þér elskað hann?
—Alls ekki! Því er lokið. Mér
er sama.
—Af hverju er því lokið ung-
frú Tamid? Af hverju er yður
sama?
—Af því að hann hefur komið
og ég veit að ég er ekki lengur
óaðlaðandi.
— Hvenær kom hann?
—Fyrir fjórum eða fimm
kvöldum. Ég man það ekki ná-
kvæmlega.
—Kom hann af sjálfsdáðum?
—Ned ég bauð honum.
—Og? Hvað gerðist?
—Ekkert. Ég er mjög þolin-
-móð kona. Ég gaf honum hvert
tækifærið á fætur öðru. Hann
er reynslulaus. Hann veit ekk-
ert. Aills ekki neitt. Það eru
takmörk fyrir allri þolinmæði.
—Ég veit ekki hvort ég skil
yður rétt ungfrú Tamid sagði
Hawes.
—Það er ekki hægt að ásaka
er ekki það sama og að vera
áhugalaus, Ég reyndi mitt bezta,
en komst að því að hann var.,..
hvað 'heitir það aftur? Barna-
legur? Óreyndur? Hvað getur
maður þá igert?? Hann kunni
ekkert Hann vissi blátt áfram
ekkert.
—Hvað vissi hann ekki ung-
frú Tamid? spurði Hawes.
—Hvað maður á að gera og
hvernig á að gera það! Hann
vissi það ekki. Hún laut skyndi-
lega áfram. — Get ég ekki treyst
yður? Eruð þér ekki l'kur presti
sem maður skriftar fyrir? Er það
ekki rétt? Ég get sagt yður það?
—Jú, það getið þér, sagði
Hawes.
—Ég fór sjálf úr blússunni,
sagði Martha. — Hann gat ekki
linept hnöppunum. En svo vissi
hann ékki hvernig hann átti að
hátta mig. Hann bara vissi það
ekki. Hann hafði aldrei verið
með konu fyrr - skiljið þér það
ekki? Marta Tamid hallaði sér
aftur á bak í stólnum. — Það er
ekki hægt að móðgast yfir reyn-
sluleysi, sagði hún.
24 kafli.
Löigreglpn rannsakaði hús
Majry Tomlinson frá þaki til
grunns. Þeir snéru öllu við í
íbúð Michael Thayers og líkt-
ust helst termítíum í húsi Amos-
ar Barlowes. En hvergi fundu
þeir vott af filmunni sem var
stolið frá Fred Hassler.
Næista dag voru lögreglttt-
mennirnir á fundi saman. Eng
inn þeirra vissi hve nálægt
þeir höfðu komizt lausninni.
—Dettur ykkur eitthvað í
hug? spurði Hawes.
— Nei svaraði Carella.
— Mayer?
Mayer hrist höfuðið.
- Bert?
— Kling hugsaði sig um augna
blik en saigði svo: — Ekki held
ur.
— Þá verðum við sjálfsagt að
kalla það sjálfsmorð og leggja
málið til ihliðar sem afgreitt.
— Við getum víst ekkert ann
að gert, sagði Mayer.
— Við skulum biðja Pete um
leyfi til að flokka málið undir „Ó
afgreidd mál“, sagði Carella.
— Það er nú það sama og
að hætta að hugsa um það, sagði
Hawes.
Carella ypti öxlum. — Það get
ur alltaf eitthvað nýtt komið á
daginn .
Eftir hádegið kom leyfisbeiðn
in til Pete Brunes. Hann leit
lauslega á hana og skrifaði und
ir. Áður en hann fór heim um
kvöldið hafði Alf Miscolo safnað
saman öllum skjölum og bréfum
um Barlow Thayer m'ájið í stóra
möppu og farið með möppuna í
skáp sem var merktur „Óafgreidd
mál“. Skúffan var opnuð og lok
að aftur.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma var málið úr sögunni.
TUTTUGASTI OG FIMMTI
KAFLI
Maðurinn lá á bakinu í Grov
er Park.
Þegar Carella og Hawes komu
var búið að marka fyrir útlínum
líkama hans í döggvott grasið.
Það var hnífur í hjartastað
mannsins.
Carella dró hnífinn út um leið
og læknirinn og ljósmyndarinn
voru búnir að gera sitt. Hann
lyfti honum vai'lega með vasa
klpt vafinti um höndina þannig
að hugsanleg fingraför á skeft
inu eða hnífsblaðinu eyðilegðust
ekki. S'ðan fór hann til tæktii
fræðingsins sem var að teikna
mynd af lfkinu og umhverfinu.
— Taktu þennan með þér.
— Takk fyrir, sagði tæknifræð
ingurinn. Hann tók við hnífnum
og fór með hann að bílnum.
Hawes var að tala við mann,
sem sagðist hafa séð allt. Car
ella gekk til hans.
— Hvenær eerðist það? spurði
Hawes manninn.
— Fyrir rúmum hálftíma,
sagði miðnrinn Hann var grann
ur, gamall maður með blá augu
og si’ltardrona úr nefninu.
— Hvar sátuð þér hr. Coluzzi
spurði hann.
— Þarna á háa klettinum. Ég
var að feikna tiörnina. Ég kem
hingað daeleaa og teikna Ég bý
hjá dóttur minni oa tengda syni
á Grover Avenue handan við garð
inn.
'W— Getið þér sagt okkur ^vað
gerðist?
— Ég sat þarna upni þegar bíll
inn kom og nam staðar.
hr. Coluzzi? snurði Carella.
—Hvers konar bíll var það
— Kádiljákur, sagði Coluzzi
hiklaust. — Blár.
— Þér hafið víst ekki tekið eft
ir númerinu?
— Jú, sagði Coluzzi. — Ég skrif
aði það niður.
— Þér eruð óvenjulega aðgæt
inn maður hr. Coluzzi sagði Haw
es hrifinn.
Coluzzi yppti öxlum og þerr-
aði sultardropann af nefi sér
með handarbakinu. — Það er
ekki á hverjum degi sem maður
sér annan myrtan með hníf.
— Hvert var númerið? spurði
Carella.
Coluzzi opnaði teikniblokk-
ina. Hann hafði teiknað með
tússi fallega teikningu af tjörn-
inni og róðrarbát á henni.
Neðst í horninu stóð IS-7146.
Carella kinkaði kolli og skrif-
aði númerið hjá sér.
— Getið þér sagt okkur ná-
kvæmlega hvað gerðist, hr.
Coluzzi?
— Bíllinn ók hingað að og nam
staðar. Þarna. Coluzzi benti. —
Ég tók strax eftir honum því
hann ók mjög hratt og brems-
aði skerandi. Maður stökk út og
hljóp að manni, sem sat á bekkn
um þarna. Sá maður spratt á
fætur og reyndi að flýja, en hlnn
sem kom út úr bílnum var. of
snar í snúningum. Hann gtfeip
um handlegg flýjandi mannsins
og snéri honum í hálfhring. Svo
lyfti hann hægri hendinni. Ég
hélt fyrst að hann ætlaði bara
að slá hann, en hann stakk
28. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3