Alþýðublaðið - 28.09.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 28.09.1966, Qupperneq 8
New York, september. ÞAÐ VAR ROK og úrhellisrign- ing í New York, þegar fulltrúar 117 þjóða mættu í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna á bökkum Austurár til að hefja 21. allsherj- arþing samtakanna. Enda þótt hinir fáguðu diplómatar heils- uðust af vinsemd og kurteisi, hvíldi auðsýnilega þrútið loft yfir- þinginu, og mátti hvarvetna heyra hrakspár og vonleysi. Sameinuðu þjóðirnar standa ráðlausar gagn- vart ófriðnum í Vietnam og geta ekki gegnt meginhlutverki sínu að varðveita friðinn, sögðu menn. U Thant neitar að gegna starfi sínu annað kjörtímabil, af því að stór- veldin ætla SÞ ekki það hlut- skipti, sem því ber, sögðu þeir. Tæplega 600 fulltrúar með 1 — 200 ráðgjafa og aðstoðarmenn tóku sér sæti í hinum tignarlega fundarsal. Forseti síðasta þings, ítalski ráðherrann Amintoni Fan- fani, lyfti íslenzka fundarhamr- inum og setti þingið. Hann flutti hressandi hvatningarræðu, sem þó opnaði engar nýjai- dyr — og svo stýrði hann forsetakjöri. Sam- komulag hafði orðið fyrir þingið um að kjósa fastafulltrúa Afg- hanistan, Abdul Rahman Pazh- wak, sem forseta. Hann hefur starfað lengi í sölum SÞ og er þar öllum hnútum kunnugur, enda var flutt um hann hver lof- ræðan á fætur annarri. Ekki er hann skörulegur fundarstjóri, en vonandi tekst honum vel að leiða menn saman á bak við tjöldin og skapa grundvöll fyrir gagnlegu þinghaldi. í fyrstu ræðu sinni hvatti hann fulltrúa til að gera þetta að þingi skynseminnar, og er vonandi, að það takist. Fyrsta mál þingsins var upp- taka nýrrar þjóðar í samtökin. — Öryggisráðið hafði fyrir sitt leyti samþykkt inntökubeiðni frá Guy- ana, og nú hlaut þetta nýja ríki einróma samþykki þingsins.' Þetta ríki hefur nýlega hlotið frelsi, en var áður brezk ný- lenda. Þar búa um 650.000 manns, aðallega afkomendur frumstæðra indíána og afríkanskra þræla. Stóð nú upp hver fulltrúinn á fætur öðrum til að bjóða þennan nýja félaga velkominn og lýsa ánægju sinni yfir frelsi þessa fólks á norðurströnd Suður-Ame- ríku. Fulltrúar Guyana voru hátíð- lega leiddir í salinn, myndarleg- ur hópur blökkumanna. Gekk þar fyrir ungur og myndarlegur maður, Forbes Burnham, forsæt- isráðherra ríkisins. Hann tók til máls og þakkaði fyrir sitt fólk. Gerði hann það af skörungsskap og smekkvísi, auðheyrilega kjarn mikill leiðtogi. Og heyra mátti, að hinni fjölmennu sveit hörunds dökkra þjóða hafði bætzt nýr liðs maður, sem ekki var myrkur í máli í óskum um frið í Vietnam, andstöðu við nýlendustefnu, a- partheid og annað af því sauða- húsi. Guyana varð 118. þátttökuríki Sameinuðu þjóðanna, og von er á þremur í viðbót síðar á þessu þingi. Hópast nú smáþjóðir inn í samtökin svo ört, að ýmsir hafa af því þungar áhyggjur. í fyrra gengust Bretar fyrir því, að Maldiveyjar fengu inngöngu í samtökin, en þar búa aðeins 97 þúsund manns og áhuginn á heimsmálunum er ekki meiri en svo, að fulltrúar eyjanna voru fjarverandi við 107 af 137 at- kvæðagreiðslum á allsherjarþing- inu. í athyglisverðri grein um þetta mál eftir Francis T. P. Plimpton, sem birtist í New York Times, er alvarlega haldið fram, að Sameinuðu þjóðirnar verði nú að takmarka ,,barneignir“ sínar, þar sem hugsanlegt sé, að 65 smá- ríki, allt niður í Pictairneyju með 86 íbúa, kunni að sækja um inntöku! Er í þessum efnum bent á, að þessi dvergríki fái eitt at- kvæði á allsherjarþinginu, eins og Indland, Sovétríkin og Banda- ríkin hafa. Hefur verið mikið rætt um leiðir til að takmarka þátttöku dvergríkjanna, en litlar líkur eru á, að samkomulag verði um nokkra leið til að ná því marki Þetta mál varðar íslendinga að sjálfsögðu miklu, því að við erum hvað höfðatölu snertir í flokki þessara dvergríkja, enda þótt við séum almennt ekki taldir í hópi þeirra. Plimpton segir til dæmis í grein sinni, að ísland og Lúxem- burg hafi verið óaðfinnanlegir meðlimir SÞ í mörg ár, þótt smá séu, og nefnir hann það sem dæmi um að ekki nægi að líta á höfða- töluna eina. Allsherjarþingið ber nú mikinn svip af hinum nýfrjálsu rikjum, — sérstaklega hinum 36 Afríku- ríkjum, sem hér eiga sæti. Ófrið- urinn í Vietnam er sannarlega al- varlegasta málið, sem hér er rætt, en ástæða er til að ætla, að mann- kynssagan muni telja upplausn heimsveldisstefnunnar meira ein- kenni líðandi tímabils en vopna- viðskipti (ef þau verða ekki að heimsstyrjöld). Svo hefur farið, að Afríkubúar hafa skipt sér í mörg og yfirleitt smá ríki, sem hvert um sig hefur fengið sjálf- stæði, en Asíubúar hafa myndað miklu stærri ríki (t. d. Indland og Pakistan) og eru þvi færri á allsherjarþinginu. Afríkubúar líta á Sameinuðu þjóðirnar sem tákn hins nýfundna frelsis og þátttöku 21. allsherjarþing Sameinuðu þjóði í þeim sem staðfestingu þess. — Þeir fjölmenna til þings klæddir hinum skrautlegustu búningum og hafa í fylgd með sér fagrar konur klæddar í litskæra og fagra þjóð- búninga. Svo mjög setja hinir svörtu, brúnu og gulu svip sinn á fundarsali, að ljósir og bláeygir Norður-Evrópumenn eru hér í miklum minnihluta. Dvöl afríkönsku fulltrúanna á þinginu er þó ekki formsatriðið eitt. Þetta eru yfirleitt ungir menn, fullir af eldmóði og áhuga, viðkvæmir fram úr hófi og því Fráfarandi forseti allsherjarþingsir sínum, A. R. Pazhwak frá Afghar Sendinefnd Suður-Afríkuríkisins Guyana tekur i fyrsta sinn sæti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Fremst á myndinni er forsætisráðherra landsins Forbes Burnham. g 28. september 1966 -■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.