Alþýðublaðið - 28.09.1966, Side 9

Alþýðublaðið - 28.09.1966, Side 9
anna sett. harðir í horn að taka í málum eins og Ró'hdesíu og Suður-Afríku deilunum. Meginatriði í vi'ðhorfi þeirra er þó djúpið, sem staðfest er milli ríku þjóðanna og hinna fátæku. Þetta fólk krefst nýrrar tekjuskiptingar, þannig að efnuðu þjóðirnar veiti hinum miklu meiri aðstoð til að koma undir sig fót- unum en hingað til hefur verið veitt. Pulltrúar þessara þjóða sætta sig ekki við, að fá þessa aðstoð sem náðarbrauð — gjafir af borðum hinna ríku, heldur sem manniegan rétt. í þessum efn- um má segja, að Suður-Amerika, Afríka og Asía séu ein blökk. Á bak við tjöldin tala ráðamenn þessara ríkja um að leggja fastan tekjuskatt á allar þjóðir og láta hann renna til að reisa við van- þróuðu löndin. Þetta kemur, segja menn frá Mexíkó, Mali og Malaysíu — þótt við verðum ef til vill elcki viðstaddir, þegar það gerist. Ekki er ástæða til að gera of lítið úr vandræðum dagsins — Vietnam, — Kína og öðum slík- um deilumálum — en barátta hinna nýfrjálsu þjóða fyrir sann- gjörnum hlut af auði mannkyns- ins og framleiðslu er sýnilega langstærsta málið, sem liggur fulltrúum þessa þings þjóð- anna á hjarta. Allsherjarþingíð hófst með al- mennum unn-æðum, og er mik- ill fjöldi af utanríkisáðherrum mættur til að taka þátt í þeim. Munu þeir taka til máls næstu vikurnar, en þingið stendur fram undir jól. Emil Jónsson, utanrík- isráðherra mun væntanlega taka til máls 5. október. Það er fróðlegt að líta yfir þingsalinn. Skrautklæði Afríku- manna og kvenna setja hátíðasvip á samkomuna og hæfa hinum liáu sölum. Hvarvetna má sjá þekkt andlit, menn og konur, sem ráða örlögum þjóða, og víða er stungið saman nefjum. í öndvegi, undir heimsmerki samtakanna, sitja forseti, aöalritari og ráðuneytis- stjóri SÞ. Að þessu sinni eru þeir allir Asíumenn, aðalritarinn U Thant, forsetinn frá Afghanistan og indverskur ráðuneytisstjóri. U Thant er eins og búddíialik- neski, þar sem hann situr og lítur yfir salinn. Svipbrigði sjást aldrei á andliti hans, hvað- sem gengur á, hvað sem um hann er sagt í ræðustólnum. Líklega ber þetta vott um.þann sálaraga, sem hann sagði okku.r í Hátíðasal Há- skólans í sumar að þeir legðu svo mikia áherzlu á í heimkynnum hans. Þegar naer honum er komið utan funda, brosir hann við ís- lendinguin og þakkar. Emil Jóns- syni hjartanlega. fyrir síðast. —- Hann minnist oft .á íslandsferð- ina, bananann, sem hann . át í Hveragerði, og sitth.vað. aimað t— allt gott, raunar helzt til of gott- tií að við eigum það a.llt skilið. Heimsóknir slíkra gesta til okkar skilja sýnilega eftir spor. ís, Amintore Fanfani, utanríkisráðherra Ítalíu, afhendir eftirmanni ústan fundarhamárinn íslenzka. Sfúlka óskast til aðstoðar í prentsmiðju. Á sania stað óskast sendill hálfan eða allan daginn. Pregit¥@rk Bolholti 6. Sími 19443. Pósthúsið í Kópavogi vill ráða mann til ýmissa starfa. Þarf að hafa bíl. Nánari upplýsingar gefur stöðvarstjórinn sími 41225. Sendisveinn Duglegur sendisveinn óskast strax. Uppl. á skrifstofunni Hafnarstræti 5. OSíuverzlisn Íslands hf. VerkakvennaféLagið Framtíðin Hafnarfirði Ákveðið hefur verið 'að allsherjar atkvæða- greiðsta verði viðhöfð við kjör fulltrúa fé- lagsins til 30. þings A.S.Í. Tillögur um 6 fulltrúa og 6 til vara, ásamt meðmæliun a. m. k 56 fullgildra félagsmanna skal skil- að í skrifstofu félagsins fyrir kl. 2 þann 30. þ. m. HELLU - OFNINN er alltaf í tízku 30 - ára - reynsia íslenzk framleiðsla — mjög hagstætt verð. Fljót afgreiðsla -— Leiíið tilboða. H/fOFNASMIÐjAN ítalskar brúður frá Furga nýkomnar. Ennfremur mikið af öðrum leikföngum. Veltusundi 1. Frístundabúðin. 28. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $ (

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.