Alþýðublaðið - 29.09.1966, Síða 13
C3 ■ —------ 50184
DIETER BORSCHE
BARBARA RUTTING
HANS SUHNKEFt
Vofan frá Soho
Óhemju spennandi CinemaScope
kvikmynd byggð á sögu Edgrar
Wallace.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Aukamynd: með Bítlunum.
Sími 50249
Devilsmile
Bfdeandre
egleafUemseö
ínttmteuiefiim
Itied poesl-humor,satire
fBISBElONBÍI
1CAN8ES '
Ný tékknesk, fögur litmynd í
CinemaScope, hlaut þrenn verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í
Cannes.
Leikstjóri: Vojteoh Jasny.
Sýnd kl. 6.45 og 9.
Trúlofnoarhringar
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson
rullsmiður
Bankastræti 12.
Koparpípur og
Rennilokar
Fittings
Ofnakranar
Tenprikranar
Slöngfukranar
BlönHunartfpki
Burstafell
Bygging-avöruverzlun,
Réttarholtsvegi 2-
Síini 3 88 40.
hann. Ég stóð þarna uppi á klett-
inum og kallaði til hans og hann
snéri sér við og leit á mig —
og hljóp að bílnum. Ég held
hann hafi orðið hræddur. Ann-
ars hefði liann ekki skilið hníf-
inn eftir í brjósti mannsins —
ekki nema hann hafi orðið skelk-
aður.
Það var ekkert athugavert við
sjón gamla mannsins þó hann
væri 76 ára. Þegar þeir hringdu
til bílaeftirlitsins fengu þeir að
vita að blár kádiljákur, árgerð
1960 bæri númerið IS-7146. Eig-
andi bílsins var Frank Dumas,
Fairway 1137 í Isola.
Carella þakkaði fyrir upplýs-
ingarnar og leit á Hawes. Held-
ur auðvelt. Allt of auðvelt.
Hawes yppti öxlum. — Við er-
um ekki búnir að ná honum enn
þá, svaraði hann.
Þeir lögðu bílnum fyrir fram-
an 1137 og gengu inn í húsi'ð.
Mennirnir sem stóðu fyrir utan
bygginguna vissu um leið að þeir
voru lögreglumenn. Það var
ekki lögreglumerki á bílnum og
Carella og Hawes voru óein-
kennisbúnir. Samt vissu allir að
þeir voru lögreglumenn. Þeir
höfðu líka séð það, þó þeir hefðu
verið í stuttbuxum og litskrúð-
ugum skyrtum.
Carella og Hawes litu á póst
hólfin í anddyrinu og sáu eitt
sem var merkt Frank Dumas,
það var íbúð 44. Þeir gengu upp
tröppurnar á fjórðu hæð og
drógu þar upp byssur sínar. —
íbúð 44 var á miðjum ganginum.
Þeir gengu hljóðlaust yfir að
dyrunum og biðu og hlustuðu
smástund fyrir utan. Carella
kinkaði kolli til Hawes sem bjó
sig undir að sparka í læsing
una.
Hann var að sveifla fætinum
þegar skotin dundu við innan úr
íbúðinni. Þau voru ofsalega há-
vær og sprengdu hurðina.
Hawes lét sig falla til jarðar
um leið og fyrsta skotið heyrð-
ist um leið og gat kom á tréhurð-
ina. Kúlan þaut fram hjá höfði
hans meðan hann féll til jarðar.
Hún endursentist frá veggnum
að baki hans og niður eftir gang
inuir. um leið og annað skotið
reið af.
Hawes var kominn upp að
dyruiium, þegar þriðja skotið
kom.
Næstu fjögur skotin komu í
röð. Þau rifu flísar úr hurð-
inni og hentust upp í loftið. —
Hann var búinn að telja sjö
skot. Hann vissi að þar með
hlaut byssa mannsins að vera
tóm, ef hann notaði sjálfvirka
byssu nr. 45. Það varð hlé. Það
gat merkt að maðurinn væri að
liiaða byssuna sína eða að hann
væri að klifra út um gluggann.
Carella dró andann djúpt. —
Hann studdi bakinu að veggn-
um hinum megin gangsins og
sparkaði að lásnum á hurðinni.
Dyrnar opnuðust inn á við og
Carella hentist inn gegnum kúlu-
regn sem kom frá glugganum.
Hawes hljóp inn á eftir honum.
Þeir hentu sér báðir til jarðar
á slitinn gólfdúkinn í íbúðinni
um leið og þeir skutu yfir að
glugganum þar sem þeir sáu
móta fyrir manni. Svo hvarf
hann.
Þeir spruttu á fætur og þutu
út að glugganum. Carella leit út
en hörfaði til baka, því kúlu-
regnið þaut yfir höfuð hans. —
FIís úr rauðum múrsteini rakst
í kinn hans.
— Hann ætlar upp á þakið!
kallaði hann til Hawes. Hann
léit ekki við því, hann vissi að
Hawes vissi sjálfur hvað átti að
gera. Sjálfur ætlaði hann að
klifra upp brunastigann til að
elta manninn.
Hann hlóð.byssu sína og klifr-
aði út um gluggann. Hann skaut
á manninn, sem var tveimur
hæðum ofar honum og klifraði
svo upp járntröppurrtar. Maður-
inn skaut ekki aftur. í þess stað
henti hann alls konar rusli að
Carella um leið og hann hélt
áfram að klifra. Hann tíndi það
úr gluggunum, sem urðu á leið
hans upp eftir. Blómapottar,
strokjárn, barnabíll og gömul
slitin taska féllu á höfuð Car-
ella meðan hann klifraði upp
eftir honum.
Þegar maðurinn komst upp á
þakið, hætti hann að henda.
Þegar Carella komst upp á
þakskeggið hafði maðurinn
stokkið upp á næsta hús og var
horfinn.
— Hann slapp meðan ég var
að hlaða byssuna mína, sagði
Hawes.
Carell a kinkaði kolli og stakk
sínu vopni i axlarhulstrið.
Þegar þeir komu á lögreglu-
stöðina beið Mayer þeirra þar
með upplýsingum um Frank Du-
mas.
— Hann hefur aldrei tekið út
refsingu, sagði hann.
- Ekki það?
— Ekki hérna. Ég á von á
nánari upplýsingum frá FBI.
— Það var leitt, sagði Carelle.
Þetta leit út fyrir að vera verk
atvinnuglæpamanns.
— Kannski hann sé atvinnu
glæpamaður?
— Þú sagðir að hann væri
ekki á hegningarskrá.
— Hvernig vitum við að hann
heitir Dumas réttu nafni?
Carella klóraði sér í höfðinu.
Hvað finnst þér að við ættum að
gera, Cotton? Fara aftur til Fair
way og tala við húseiganda eða
einhverja aðra.
— Hún hlýtur að vita hver tók
íbúðina á leigu, sagði Hawes.
Húseigandinn í Farway Street
1137 var ekki yfir sig hrifinn af
lögreglunni, enda sagði hún
þeim það umbúðalaust.
— Hingað kemur löggan eilíf-
lega, sagði hún. — Þeir eru að
gera mig vitlausa.
— Það var leitt, frú, sagði Ha-
wes, — en við verðum að leggja
nokkrar spurningar fj'rir yður.
— Þið komið hlaupandi og
skjótið allt sem fyrir er og spyrj-
ið á eftir, nöldraði hún.
— Hvað heitir maðurinn?
— John Doe. Það sagði hann,
þegar hann leigði íbúðina.
— Hve lengi hefur hann búið
hér?
— Tvo mánuði. Hann bortg
aði mánaðarleigu fyrirfram. Mér
er isama hvort hann heitir Doe
eða Rockenfeller ef hann greið
ir leiguna og hefur ekki hátt.
— Við vildum líta á íbúð hr.
Doe, sagði Carella.
— Löggur, urraði húseigand
inn og snéri baki við þeim.
— Skoðið eins og ykkur lystir
en stelið engu meðan þið eruð
þar.
— Við skulum reyna, sagði Car
ella, — en erfitt verður það.
TUTTUGASTI OG SJÖTTI
KAFLI.
Þeir gengu upp stigann á 4.
hæð. Þar sat lítil telpa á annarri
hæð og var að skrúfa á sig skauta
— Daginn, sagði hún.
— Daiginn, sagði Carella.
— Ætlið þið að heimsækja
okkur?
— Nei.
— Ég hélt að þið vseruð frá
tryggingunum, sagði telpan og
hélt áfram að lagfæra hjólaskaut
ana,
Dyrnar að íbúð 44 voru opnar.
Spark Carella hafði sprengt lás
inn og sólin skein fram á dimm
an ganginn. Þeir gengu að dyr
unum og opnuðu.
Ung kona leit upp frá komm
óðu sem hún hafði verið að róta
í. Hún var ekki meira en átján
ára. Hún var hvorki með vara
lit eða máluð, hún var með rúll
ur í hárinu og ljósrauðum slopp
yfir n’áttfötunum.
— Nei góðan daginn, isagði Car
ella.
Stúlkan varð fýluleg, — Þið
eruð þó ekki löggur?
— Rétt sagði Hawes. — Hvað
eruð þér að gera 'hér ungfrú?
— Ég. Ég er bara að líta í
kringum mig.
— Hvað heitið þér?
— Cynthia. Ég kom bara hing
að til að líta í kringum míg. Ég
bý héma á ganginum.
— Hvert er eftirnafn yðar
Cynthia.
— Reilly, svaraði hun.
— Þekkið þér manninn, sem
býr hér?
— Nei, Ég hef bara séð hann
stundum.
— Vitið þér hvað hann heitir?
— Nei. Cynthia 'hikaði. — Ég
er veik sagði hún. — Ég er
með kvef. Þess vegna er ég f
náttfötum. Ég gat ekki farið að
vinna þegar ég var með 38,1.
— Farið þér aftur upp í rúm,
sagði Carella.
— Á. ég að fara?
— Já, burt með þig.
— Takk, ísagði Cynlhia og
flýtti sér að hverfa áður en
þeir höfðu skipt um skoðun.
Carella andvarpaði. — Viltu
líta á herbergið hér? Ég skal at
huga hitt. — Jamm, sagði Hawes
Carella fór inn í hitt herbergið.
Hawes byrjaði að leita í komm
óðunni sem Cynthia hafði ver
ið að rannsaka, Hann var að
leita í skúffu númer tvö þegar
hann heyrði í hjólaskautum úti
á ganginum. Hann leit upp um
leið og litla stúlkan af annarri
hæð kom skautandi inn í her
bergið.
- Halló, sagði hún.
—r Halló, sagði Hawes.
— Að hverju ertu að Ieita í
kommóðunni?
' — Ég er að reyna að komast
að því hvað maðurinn sem bjó
hér heitir.
— Nú, sagði stúlkan. — EjBtkpi
h»y»n" nafnið sitt eftir í koimrioð
itpni?
— Ég hef að minnsta kosti
ekki fundið það enn. U
Litla stúlkan virti Hawes fyrir
sér lengi. — Áttu heima héf?
spurði hún svo. V
— Nei,
—Ég hélt að Petie væri flutt
að þú værir kannski nýfluttur.
- Nei.
29. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13*