Alþýðublaðið - 05.10.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.10.1966, Síða 7
SíldarverðiÖ á Norður- og Austur- landi Á FUNDI yfirnefndar Ver'ðlags ráðs sjávarútvegsins nýlega var ákveðið að lágmarksverð á síld til fryagnitsr frystingar veiddri á Norður- og Austurlandssvæði tímabilið 1. okt. til 31. desember 1966, skuli vera kr. 2,00 pr. kg. miðað við nýt- ingu síldarinnar í þessa vinnslu. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og full- trúa síldarselj'enda í nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa síldar- kaupenda. í yfirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, deildar- stjóri í Efnahagsstofnuninni, sem var oddamaður nefndarinnar, Kristján Ragnarsson, fulltrúi og Tt-yggvi Helgason, formaður Sjó- mannafélags Akureyrar, tilnefnd- ir af fulltrúum síldarseljenda í Verðlagsráði og Björgvin Ólafs- son tæknifræðingur, og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri tilnefndir af fulltrúum síld- arkaupenda í Verðlagsráði. Reykjavík, 30. sept. 1966. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Nýjar biblíusögur fyrir barnaskóla RÍKISÚTGÁFA NÁMSBÓKA hefur gefið út nýjar Biblíusögur fyrir barnaskóla, teknar saman af Steingrími Benediktssyni, skóla- Stjóra og Þórði Kristjánssyni, fulltrúa. Bókin er í tveimur heftum. Fyrra heftið kom út sl. ár. Uppistaðan í því er heillegar frásagnir úr Gamlatestamentinu, ásamt smá- letursköflum, sem gefa nokkurt yfirlit um sögu Gyðinga síðustu aldirnar fyrir Krists burð. Seinna lieftið er ný komið. Það er einkum ætlað 11 og 12 ára börn- um. í því eru aðallega valdir kafl- ar úr Nýja testamentinu. Síðast í heftinu eru ræður Jesú og kafli Um kirkjuárið. — í bókinni er yf- irleitt reynt að fylgja orðálagi Framhahl á 15. síðu. Ný hókaskrá yfir Tæknibókasafnið Sílderverðið á Suður- : og Vesturlandssvæðinu Tæknibókasafn Iðnaðarmála- stofnunar íslands var formlega opnað almenningi í janúar 1956 og er því 10 ára um þessar mund- ir. Fyrsta bókaskrá þess vár gef- in út í apríl 1959 og viðbótarskrá í október 1960. Síðan hefur bóka- og tímaritakostur safnsins vaxið allmikið, bæði með kaupum og gjöfum. í safninu eru nú 4—5 þús. bæk- ur og um 200 tímarit. Það er því orðið tímabært að gera nýja bóka- skrá til þess að auðvelda notkun safnsins. Skrá þessi er nýlega komin út. Bókaskráin er 180 bls. í broti A — 4, heft með plastkili. í inngangi er f jallað um almenn- ar upplýsingar og leiðbeiningar um notkun tæknibókasafnsins og skrár innar. Þá er þar stytt UDC-tuga- skrá til hægðarauka við að leita upp bókaflokka. Um 80% bókanna eru í höfuðflokki 6, sem nær yfir verkfræði, hagnýt vísindi og fram leiðslu. Aftast í skránni er skrá yfir al- fræðibækur, viðskiptaskrár meir en 20 landa, tímarit íslenzk og er- lend og þeim. erlendu raðað í sér- flokka. í tæknibókasafninú eru ennfremur staðlar 6 landa og 5 tímarit um stöðlun. Verð bókaskrárinnar er kr. 100 og er hún seld í Tæknibókasáfni I M S í, Skipholti 37. Safnið er opið alla virka daga kl. 13 — 19 nema laugardaga kl. 13 — 15 (lokað á laugardögum 15. maí til 1. okt.). (Frá Iðnaðarmálastofnun ís- lands, sept. 1966). Á FUNDI yfirnefndar Verðlags | ráðs sjávarútvegsins nýlega voru ' ákveðin eftirtalin lágmarksverð á síld veiddri á Suður- og Vestur- j landssvæði frá og með 1. októ- , ber næstk. Síld til frystingar, söltunar og í niðursuðuverksmiðjur, tímabilið 1. október 1966 til 28. febrúar 1967, hvert kg. kr. 1,70. Verðið er miðað við nýtingu síldarinnar í J þessa vinnslu. I Síld ísvarin til útflutnings í skip tímabilið 1. október 1966 til 28. febrúar 1967, hvert kg. kr. 1,55. Verðið er miðað við síldina upp til hópa. Síld til bræðslu tímabilið 1. októí ber til 1. október 1966, hvert kg, kr. 1,12 við skipshlið, auk 5 aura í flutningsgjald í þró verksmiðja. Heimilt er að greiða kr. 0,22 lægra pr. kg. á síld til bræðslu, Framhald á 13. síðu 5. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.