Alþýðublaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 8
Þegar íslendingur kemur í fyrsta sinn í sal Sameinuðu þjóð- anna, rekur hann í rogastanz yfir hinum mikla fjölda blökkumanna sem þar ganga um, djarfir og bros andi. Þegar við bætast aðrir 'hör- undsdökkir fulltrúar, brúnir og gulir, verða hinir hvítu í minni- hluta. Ljóshærðir eða rauðhærð- ir Norðurálfumenn skera sig úr heildinni eins og Kínverji mundi gera á Alþingi. Það er ekki um að villast, að við lifum á öld hins almenna þjóð frelsis. Afríkumenn hafa valið þann kost að skipa sér í mörg smáríki, sem öll fá inngöngu í SÞ, og þeir eru því fjölmennasti hópurinn á allsherjarþinginu. Asíuríki eru hins vegar mjög stór, til dæmis Indland, svo að fulltrúar þoirrar heimsálfu eru mun færri, þótt mannfjöldi sé þar meiri Þessi skipting breytir þó litlu, því að Afró-Asíumenn koma off fram sem ein heild, sérstaklega í baráttu gegn leifum nýlendu- stefnunnar, sem er þeim meira áhugamál en nokkuð annað. Afríkönsku fulltrúarnir eru sýnilega ánægðastir með lífið allra þeirra, sem sitja allsherjar- þingið. Þessi auigljósa gleði frels- isins er sama gleðin sem fær okkur til að dansa á götunum 17. júní þátttaka í Sameinuðu þjóðunum er hið fullkomna tákn um frelsið fyrir þetta fólk. Nú erum við MENN, áður vorum við bara ÞEIR INNFÆDDU, segja þeir. Aðalfulltriiar Afríkuþjóðanna eru yfirleitt h'ámenntaðir og fág- aðir heimsborgarar, sem hafa geng ið á beztu háskóla og kunna hverja list í hinum flókna en form föstu samskiptum dlmplómata. En það er grunnt á reiðinni. Þeir eiga enn eftir að vinna frelsi fyrir nokkrar bræðraþjóðir sínar aðallega í sunnanverðri Afríku. Þegar deilt er um mál, geta hinir svörtu baráttumenn hnoðað sam- an svívirðingum á milli kurteisis- orða, svo að meinlausasti þing- forseti heima mundi veita þeim áminningu. En það er ekki gert hér Hver verður að standa ábyrg ur fyrir sínu orðbragði, hvort sem það er ,,þinglegt“ eða ekki. En það er von, að þeir séu reið ir. Málefni blökkuþjóða, sem eru á valdi Suður-Afríku, eru öll með þeim hætti, að það hlýtur að vekja andstöðu í hverjum manni, sem ekki hefur drepið í sér allar tilfinningar. Og einmitt þessi mál hafa tekið mestan tíma og vakið mezta athygli hér á allsherjar- þinginu að þessu sinni. Reiðin er svo mikil að blökku menn ganga úr salnum, þegar full trúi Suður-Afríku tekur til máls Þeir kalla hann raunar „fulltrúa Apartheid" eða „fulltrúa fasista stjómarinnar í Pretoríu" eða öðr um slíkum nöfnum. Þegar fyrir kemur, að þeir geta ekki hlaupið úr sal — til dæmis á nefndarfund um, þar sem menn tala úr sæt um sínúm, bregzt ekki, að einhver blökkumaður mótmælir strax rjffl' ir ræðuna. Þá segist hann óska að fá það bókað, að sehdinefnd hans hafi ekki verið viðstödd ræðu Apartheid-fulltrúans, sem styðjist við ólöglega stjórn. Með öðrum orðum: blökkumenn segjast vera „siðferðilega" fjarverandi, þótt þeir sitji í salnum! Meginmál þessa Allsherjarþings (að undanteknu Vietnam, sem er ekki formlega á dagskrá, en þó mest rætt), er Suðvestur Afríka Þetta er mikið og auðugt land, norðan við Suður-Afríku á Atlants 'hafsströnd álfunnar. Það var eign Þjóðverja fram í fyrri heimsófrið en var gert að verndarríki Þjóða bandalagsins með háfleygum yfir lýsingum og samningum um heil aga skyldu til að vernda og hjálpa fólkinu, sem þar býr í stað þess að kúga það Þessi vernd var falin Suður-Afríku. Nú hefur farið svo, að Suður- Afríka hefur komið fram eins og hún eigi þetta verndarsvæði, og framkvæmir Apartheidstefnuna í allri sinni grimmd einnig þar. Þar ríkir margvísleg kúgun, átthaga fjötrar, bann við verkalýðshreyf ingu, og háskólagengnir hörunds dökkir menn eru varla til. Suður-Afríka segir, að verndar kerfi Þjóðabandalagsins hafi dáið með bandalaginu, og komi mál þetta Sameinuðu þjóðunum ekki við. Aðrir segja að SÞ sé auðvitað arftaki gamla bandalgsins og beri ábyrgð á verndarsvæðinu. Nú er fram komin tillaga, flutt af 50—60 Afríku og Asíuríkjum, þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar taki vernd arsvæðið af Suður-Afríku, en feli öryggisráðinu að beita öllum ráð um til að framkvæma þá ákvörð un. Yfirgnæfandi meirihluti þjóða ér sammála því, að Suður Afríku menn hafi brugðizt skyldu sinni Við vemda'rsvæðiff. Suðvestur Afríku oig eigi aff taka af þeim landið. Hins vegar eru hvítar þjóð ir örlítið hræddar við aff gera sam þykkt, sem fyrirfram er vitað að Sanmeinuðu þjóðirnar geta ekki framkvæmt. Vitað er, að Suður- Afríka anzar ekki slíkri ályktun og er þá ekkert eftir nema vopn uð innrás til að taka af þeim vemdarsvæðið Margar nýfrjálsu þjóðirnar vilja knýja slíka aðgerð fram, en líkur fyrir, að nokkuð slíkt sé hugsanlegt, eru taldar litl ar. Nú standa yfir viðræður á bak við tjöldin í þeim tilgangi að reyna að miðla málum og gera til löguna þannig úr garði, að fiestir eða allir geti samþykkt hana (nema Suður-Afríka og Portúgal.) Er ekki séð fyrir endann á því máli, en það er gott dsemi um erfiðleika, sem stundum skapast af því að Afríku menn eru ekki alltaf eins raun hæfir eins og þeir eru róttækir í frelsisbaráttu sinni. í þeim efn um vilja vefjast fyrir hvítu þjóð unum laga- og framkvæmdaatríði jafnvel fyrir þeim, sem hafa ein læga samúð með málstað blökku- þjóða. Hitt er auðvitað ljóst, að ekki þýðir að hugsa um lagakróka þegar gera á stórbreytingar á hög um mannkynsins. Lög eru oftast sett til að vernda það, sem er og þá hagsmuni, sem ríkjandi hafa verið. Því má ekki binda sig um of við lífsreglur igamals þjóðfélags, ef skapa á nýtt. Málefni S^ðvestur-Afiríku eru nú rædd á Ailsherjarþinginu en fyrir liggja ítarlegar skýrslur frá sérstakri nefnd Sþ, sem fjallað hefur um málefni ófrjálsra þióða Hins vegar var fjórðu nefndinni sem fjallar um þessi mál, falið að taka á móti fulltrúum fólksins í þessu umdeilda landi Okkur íslendingum finnst nú á dögum það vera löngu liðin tíð, þegar forfeður okkar sendu bæna skrár til kóngsins og völdu beztu menn til að sigla og mæla fyrir óskum sínum. Þó er fólkið í Suff vestur-Afríku iá þessu sama stigi í frelsisbaráttu sinni Þama komu fulltrúar frá tveim samtökum, SWANU og SWAPO, sem bæffi stefna að saina marki - frelsi lands ins. Með þeim var brezkur prest ur, séra Michael Scott, sem hef Hvitir Off svartir á allsherjarþingi ur barizt drengilega fyrir réttind um blökkumanna í sunnanverðri Afríku. Málflutningur þessara manna var á ýmsum sviðum. Þeir rifj uðu upp hernám Þjóðverja um alda mót, þegar heil þjóð var rekin af landi sínu, og hefur lifað hjarð «ma Jónsson, utanríkisráðherra, ræðir við Frank Aiken, aðstoðar forsæösráðherra og utanríkisráff- herra írlands. Benedikt Gröndal skrifar frá þingi Sameinuðu þjóðanna g 15. október 1966 - ALÞÞÝÐUBLAÐK)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.