Alþýðublaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 10
Menn úr vopnahlésnefnd SÞ rannsaka leifar jeppa, sem sprengdur var í loft upp nálægt landamær um Sýrlands. Ótryggur Framhald af 6. síðu. Jiafa að undanförnu sýnt mikinn áhuga á Sýrlandi og sent þangað mikið magn vopna og fjölmennar sendinefndir „sérfræðinga" sem eru á góðri leið með að gera Sýr- land að geysistórri herstöð. Að sögn ísraelsku leyniþjónust- unnar hefur í fyrsta sinn orðið vart við sovézka taeknifræðinga við sýrlenzku UHndamærin, en ann- ars er þess stranglega gætt, að eníair ókunnir fari'inn á þessi svæði. Rússarnir eru óbreyiíir borgarar, en þeir virðast vinna 'Sð smíði skotpalla fyrir eldflaugar hjá landamærunum. Þetta fer fram á svæði, þar sem Sýrlending- ar, hafa grafið skurði til að „stela vatni“ frá stíflu þeirri, sem ísraelsmenn eru að reisa í Jórdan og á sama svæði hafa ísraelsmenn tvívegis gert árásir á sýrlenzk mannvirki Sýrlendingar fara ekki í laun- kofa með, að í landinu er mikill fjöldi sovézkra sérfræðinga og einnig að minnsta kosti 300 kín- verskir sérfræðingar. Sumir telja að ástæðan til þess að Rússar hafa sent þennan mikla fjölda sérfræð- inga til Sýrlands sé sú, að þeir vilji vega upp á móti áhrifum Kín verja. En Sýrlendingar hafa ekkert um það sagt, hve víðtæk hern- aðaraðstoð sú er, sem Rússar veita þeim. . Hinn vinstrisinnaði forsætis- ráðherra Sýrlands, Zouayen, sem brauzt til valda í 15 stjórnarbylt- ingunni, sem átt hefur sér stað í Sýrlandi frá stríðslokum, í marz sl., fór í heimsókn til Moskvu í apríl. í fréttatilkynningunni, sem birt var eftir heimsóknina, sagði að Rússar hefðu heitið aðstoð við smíði stíflu i ánni Efrates. Ekkert var sagt opinberlega um hermála samning þann, sem einnig var undirritaður, en á því virðist eng- inn vafi leika að gert var ráð fyrir víðtækri aðstoð í þessum samn- ingi. Hinn 27. september kom að- stoðarutanríkisráðherra Rússa, Vladimir Semjonov, í heimsókn til Sýrlands, og í þessari heimsókn virðist hafa verið samið um aukna hernaðaraðstoð. ★ VÍGBÚNAÐUR i Fyrir marzbyltinguna höfðu Sýr j lendingar þegar fengið 1100 bryn- I varða bíla, 145 orrustuflugvélar og 124 hraðbáta frá austantjaldslönd- unum. Nú herma áreiðanlegar i heimildir, að Rússar hafi heitið að útvega Sýrlendingum vopn að verðmætum 9 milljarðar íslenzkra króna. Vopnin, sem send verða eru m a. þessi: Átta loftvarnaeldflaugar af igerðinni SAM-2, en sams konar eldflaugar eru nú sendar til Norð ur-Víetnam, og verður þeim kom- ið fyrir 'á sex stöðum i Sýrlandi. 22 fallbyssur til varnar gegn skrið drekum af gerðinni B-ll, fimm til sex tundurspillar og 24 rat- sjárloftkastarar. Seinna fær sýr- lenzki flugherinn 50 orrustuþotur af gerðinni MIG-21, og hafa fyrstu þoturnar verið sendar til Sýr- lands og Júgóslavíu. Á undanförnum mánuðum hafa að minnsta kosti 520 sovézkir liðs foringjar og 800 tæknifræðingar verið sendir til Sýrlands, 350 sýrlenzkir liðsforingjar hafa ver- RÖSKIR SENDISVEINAR óskast hálfan eða allan daginn. Talið við afgreiðsluna, sími 14900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ. Minningarorð Framhald af 7. síðu. um, jafnt í hinum minnstu sem og í hinum meiri ábyrgðarstörf- um. Þegar á kreppuárunum fyrir t ' síðari heimsstyrjölaina, er atvinnu leysi og fátækt kreppti að mörg- um, var mér vel kunnugt um gjafmildi Guðmundar og hjálp- semi við þá, er erfíðast áttu, og var hann ávallt frekar veitandi en þiggjandi. Erú mér ennþá minnis- stæð mörg slík atvik frá þeim tíma. Þegar ég nú við leiðarlok lít yfir samstarf okkur Guðmundar heitins um áratugi, hlýt ég að tjá honum látnum beztu þakkir mínar fyrir það, sem ég af honum lærði, því að ávallt var fram- koma hans mannbætandi. Það lætur að líkum, að þar sem aðalævistarf Guðmundar var verkstjórn, hafði hann oft yfir fjölmennum hópi að segja — og bygg ég að fáa eða enga óvildar- menn muni hann eiga úr þeim hópi, enda bar hann ávallt hag starfsmanna sinna fyrir brjósti, jafnt og hann þjónaði húsbændum sínum af trúmennsku, hver sem þegar sézt til ferða þriggja slíkra * h*uí: átti, slíkt er ávallt ið sendir til þjálfunar í Sovétrík- junum. Sovézkir ratsjárkafbátar hafa fasta bækistöð í hafnarbænum Ras-ibn-Hani í Sýrlandi, og hefur kafbáta. Rússar munu hafa sett það skil- yrði fyrir þessari ‘hernaðaraðstoð, að enginn hinna kínversku sér- fræðinga í Sýrlandi fái aðgang að vopnunum eða að sjá þau. Rússar gera sér ekki einungis grein fyrir möguleikunum á því, að til styrjaldár kunni að draga með Sýrlendingum og ísraels- mönnum, heldur einnig fyrir mikil vægi þess að hafa herbækistöð í Miðausturlöndum í öðru tilliti. Skammt frá E1 Hasseja í Norð ur-Sýrlandi vinna hundruð sýr- lenzkra verkamanna að smíði risastórrar ratsjárstöðvar og stjórna sovézkir verkfræðingar yerkinu oig hermenn hafa gætur á verkamönnunum. Ratsjárstöðin verður aðeins 200 km. frá hinni afar mikilvægu herstöð NATO hjá Diyarbakir í Austur Tyrklandi. ★ EGYPTAR Vopnasendingar Rússa og hinar auknu árásir ísraelsmanna á landamærunum, sem af þeim leið ir, hafa orðið til þess, að Egypt ar hafa á ný friðmælst • við Sýr lendinga, en til þess er leikurinn "f til vill gerður. Hinar sífelldu byltingar í Sýrlandi og hið ótrygga innanlandsástand har hefur Ieitt til þess á undanförnum árum, að Egyptar hafa dregið til muna úr vopnasendingum sínum til Sýr- lendinga og hætt þeim að mestu. En fyrir nokkrum dögum kom egypzk hermálasendinefnd í heim sókn til Sýrlands, og á næstunni fer sýrlenzk ráðherranefnd í heimsókn til Kairo. Allt þetta oig hið ótrygga ástand á landamærum ísraels sýnir að ástandið fyrir botni Miðjarða- hafs hefur sjaldan verið eins ugg- I vænlegt. ísraelsmenn kunna að komast að þeirri niðurstöðu, að þeir verði að koma í veg fyrir að árásarvopn haldi áfram að hrúg ast upp í grannríkjunum. Ekki er endalaust hægt að svara ítrekuðum ögrunum með mótmælaorðsend- ingum. vandfarin leið, svo að báðum líki, en ég fullyrði, að það tókst Guðmundi Jónassyni prýðilega. Hann var trúmaður mikill og trúði staðfastlega á framhald lífs að þessu loknu. Nú hefur hann fengið fullgildingu þeirrar trú- arvissu við brottförina af jarð- neska tilverusviðinu á æðri svið lifsins. Og ég efast ekki um að þar muni leið hins látna vinar míns liggja hærra — eins og þrá okkar allra, mannanna barna, leitar, hærra, hærra og meira að starfa Guðs um geim. Ég kveð þennan látna heiðurs- mann og þakka honum fyrir allt samstarfið og samveruna. Ég sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur við fráfall þessa mæta manns. — Minningu hans mun ég ávallt geyma en aldrei gleyma. Hafnarfirði í október 1966. Óskar Jónsson. Umbraumbamba Frambald af 7. síðu. mun hafa seilzt. Stutkú seinna kemur þessi setning: „Hún horfir ertnislega á piltinn, en hann hugsar um partíið á eftir og skyldi vera gott að sofa hjá henni.” Hvaðan skyldi pró- gramshöfundur hafa þá vit- neskju? Tveimur línum neðár stendur ennfremur: „Aðskorin peysa að síðbuxum opinberar margt, en hann fyllir upp í það, sem á vantar.” Hann hver? og fyllir upp í hvað? Og aðeins einni línu neðar kemur þessi setning: „Trúlofunarhringurinn í vasanum.” Ekki var ég nú var við það. Þá má ennfremur finna: „Lögregluþjónninn fær sér í nef- ið og veltir vöngum yfir því, hvort að hann hafi krossað rétt á kosningadaginn.” Ekki einn ein- asti lögregluþjónn fyrirfinnst í kvikmyndinni, ennþá síður, að vart verði við, að einhver brúki þar neftóbak. Ég ráðlegg Benedikt Yiggóssyni að endurskoða mynd þessa. Eftir Umbarumbamba var sýnd dönsk herragarðsvella með róman- tískri væmni og yfirfull af heimskulegum atriðum. Hefði ver ið frekari ástæða til að sýna með þá kvikmynd, er sýnd var með Hljóma-myndinni út um lands- byggðina, en eftir því, sem ég bezt veit, var það músikmyndin Jazz on a summer’s day eftir Bert Stem, en ég bið þó menn leiðrétta mig, fari ég með rangt mál. Svo við snúum okkur aftur að hugmyndafátækt Dananna, þá hefur ekki verið haft fyrir því að setja íslenzkt nafn á kvikmynd- ina, heldur en hið danska heiti, „Hallöj i himmelsengen“ látið haldast við. Menn hefðu þess vegna alveg eins getað sleppt því að vera nokkuö að burðast við að sýna þessa mynd á annað borð. Eíniságripið af henni er að uppsetningu til alveg í stíl við efniságripið af Umbarumbamba, þar sem hvergi er getið þeirra, er að gerð myndarinnar hafa staðið, ná heldur að minnzt sé á einstaka leikara. Reyndar er leik- stjóri þessarar myndar vinur vor, Erik Balling, sem stjórnaði 79 af stöðinni, sem frægt er orð- ið. Leikstjórn hans í Hallöj i himmelsengen” er öll í molum og handritið er greinilega gert af fávita. En það er kvikmynda- tökumaðurinn, sem sleppur til- tölulega billegast út úr þessu öllu saman. Látum svo útrætt um „Halló í himnasænginni." Sigurður Jón Ólafsson. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigrjum ftt pússinsa-steypB- brserivélar og hýólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamnur með borum og fleygiun. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. LEIGAN S.F Simj 23480. áskriffasuniiiii er 14900 Rennibekkir til sölu Nokkrir notaðir re’nnibekkir af mismun- andi stæiðum. — Upplýsingar hjá Kolbeihi Jónssyni tæknifræðing, sími 24260. VÉLSMIÐJAN J0 15. október 1966 /tLÞÞÝOUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.