Alþýðublaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 15
STINGIN Á FJALLINU ' ÞjóðleikliúsiS: UPPSTIGNING Sj ónleikur í fjórum þáttum eftir Sigurð Nordal Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son Leikmynd: Gunnar Bjarnason „Uppreisn sú, sem varð efnið í fyrstu sýningu fjórða þáttar, var ekki fyrirhuguð og kom flatt upp á mig,” segir Sigurður Nor- dal í eftirmála Uppstigningar þegar leikritið kom á prent. „Úr því fór ég samt að hafa meiri skemmtun af efninu.” Ekki er ó- líklegt að ýmsir lesendur Upp- stigningar hafi sömu sögu að 'segja og höfundurinn að þessu leyti. Alveg þveröfugt við reynslu þeirra hygg ég að fleiri en færri áhorfendur Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöld hafi haft hálf- gerðan ama af fjórða þættinum, jafnvel leiðzt hann beinlínis. — Þetta er skrýtið því tvímælalaust er „uppreisnin” rótin undir leiknum, stofninn sem hann stendur á. Sé Uppstigning mark- verður skáldskapur er það henn- ar vegna. í eftirmálanum getur Nordal þess að hugmyndin að Uppstign- ingu hafi hvarflað lauslega að sér löngu fyrr en leikurinn var saminn — „jafnvel sem efni í leikrit þótt eklcert væri þá unn- ið úr henni.” Það ætti að vera óhætt að geta sér þess til að efnið í fyrstu þremur þáttum leikritsins eins og það er nú sé nokkurn veginn eftir hinni upp- runalegu hugmynd, öll lýsing Knarrareyrar, fólksins á eyrinni, hins hugdeiga prests. „Þú kann- ast víst við konsúlinn og frúrnar úr þúsund sögum sem þú hefur lesið.” Það má nú einu gilda hvað orðið hefði úr hinu fyrir- hugaða leikriti (eða róman); — sjálfsagt fiefði það talizt gild við- bót víð borgaralegar raunsæis- bókmenntir á íslenzku. Eins og 1 leikritið tókst til eru þrír fyrstu þættirnir frekast paródía þess konar efnis. Þessi skilningur er óhjákvæmilega innifalinn leik- ritinu sjálfu, en ekki var lagt ó- þarflega mikið upp úr honum í sýningu Þjóðleikhússins. Anna ; Guðmundsdóttir bar af í hlut- verki frú Skagalín, alveg heima- komin hlutverkinu, hinni móður- : legu prestsmaddömu, þótt ekki tækist henni að fullnýta kímni textans. Óneitanlega er Uppstign- ing bókverk fyrst og fremst, set- ur því leikendunum þröngar skorður og krefst um leið mik- illar elju og innlífis af þeim eigi verðleikar þess að njóta sín til fullnustu. Það verður víst alla tíð langdregið í meðförum; jafn- vel mætti kalla það „leiðinlegt” í eðli sínu, þrátt fyrir allt þess andríki — eða vegna þess. Áreiðan lega hefði stafað mikill fögnuð- ur af Þorsteini Ö. Stephensen í sínu gamla hlutverki, Davíðsens konsúls, en Róbert Arnfinsson fór tíðindalaust með það í þessari sýningu; sama má segja um Guð- björgu Þorbjarnardóttur, Mar- gréti Guðmundsdóttur, Bessa Bjarnason-, Rúrik Haraldsson og Kristbjörgu Kjeld í sínum hlut- verkum. Kristbjörg er að vísu glæsileg kona á sviðinu — en er hún sú „dama” sem leikurinn gerir kröfu til? Ég held ekki. En hér er um manngerðar-, ekki per- sónulýsingu að ræða, og því fór ágæt viðleitni leikkonunnar að verulegu leyti út um þúfur. Helga Valtýsdóttir skar sig úr í hlut- verki kennslukonunnar sem hún 1 lýsti með tilþrifum og vakti verð- skuldaða kátínu — en ekki má mikið bera út af til að fröken Johnson verði of gróf í meðförum Helgu. Séra Helgi Þorstelnsson er heimamaður á Knarrareyri, alveg náttúrlegur í umhverfi leiksins; hann er á vissan hátt einn af klippmyndasafninu. En séra Helgi er meira. í upprunalegri gerð sinni má ætla að hann hefði orð- ið valið dæmi smóborgaralegra örlaga, smáborgaralegs „harm- leiks” í bókmenntunum, hinna drómadrepnu hæfileika, mark- lausu uppreisnar gegn umhverf- inu, getuleysisins sem er vilja- leysi, gctunnar til að vilja. Slík örlög eru þekkt úr þúsund sög- um — svo maður nefni nú ekki sjálfan virkileikann. Uppstigning séra Helga er uppreisn hans gegn Róbert Arnfinnsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. þessum örlögum, gegn hlutskipti sínu sem klippmyndar — eitt af stefjunum í leiknum snýst um skáldskapinn sem spegil lífsins, lífið spegil bókmenntanna: Erlingur Gíslason og Bríet Iléðinsdóttir. - En — er þetta rökkurríki sú veruleikans veröld sem ég þráði? Hvað eruð þið þá, spyr ég enn og aftur, eruð þið fyrir- eða eftirmyndir, sönn eða logín, lifandi eða dauð? Elskið þið ekki, hatið, hugsið, talið og breytið alveg eftir kokkabókum hæstvirtra höfunda,1 sem skapa skugga, og þið verðið svo skuggar af þeim skuggum? Séra Helgi fer úr úr rullunni sem kallað er, eða öllu heldur: hann fer alveig inn í rulluna, lifir sig of djúpt inn í hlutverkið. Þetta eru orð leikhússtjórans í fjórða þætti. Og þau eru dagsönn: upp reisn séra Helga gegn hefð og grónum vana, freisting hans á fjallinu, frelsisdraumurinn, fær gildi, merkingu sína af því að hún er færð úr umhverfi leikritsins inn í umhverfi leiksins: virki- leika leikhússins og áhorfendanna. Séra Helgi stígur fram úr klipp myndasafninu án þess þó að láta af Ihlutverki sínu þar; hann er í senn séra Helgi á Knarrareyri og leikarinn, söguhetjan séra Helgi; hvor helft hans varpar ljósi á hina eins og þorpslýsingin fær fyrst rétt gildi í Ijósi uppreisnar innar. „Pirandellismi" Nordals er ekki tillærð brella heldur sprott inn af eðlisnauðsyn efnisins, — Uppstigning er á sinn tvísæja, írón iska hátt helgileikur um eilífan, óhöndlanlegan frelsisdraum manns ins, okkar allra. Fjallræðan er kjarni leiksins, stafar birtu sinni um hann allan. En svo kynduglega bar til í sýn ingu Þjóðleikhússins að einmitt þetta atriði fór út um þúfur; Erl ingjir Gíslasonj sem lýst’i séra Helga með list og prýði f hin um „raunsæja” þætti leiksins varð liikandi og h’álfvolgur þegar kom að ^igpreisninni. Það má vera að hér se ófullnægjandi lelkstjórn um áð kenna, ag tvímælalaust var leikmynd ,-fjallræðunnar misheppn uð; Erlingur virtist hafa allar á-j stæður til að valda hlutverki Helga i að fullu og öllu og gerir hinnii fyrri helft hans að flestu leyti aði dáanleg skil. En vegna þeirrar seinni varð hlutverkið leikaranum ekki sá sigur sem efni stóðu til. Það varð hinsvegar hlutverk: fröken Jóhönnu Bríeti Héðinsdótt; ur Jóhanna er tvíbentasta hlutverk; leiksins Hún er að sönnu gerð: eftir formúlu eins og aðrar per: sónur hans, en alls ekki jafn op inskátt né með tilsvarandi skopf; það á vísast að taka í grimmri al. vöru, og eintómri alvöru, skoðan. ir hennar á séra Helga, listinni, ástinni og hverju einu. Af þcssum ástæðum meðal annars er annarí þátturinn véikasti hluti leiksins-! En Bríet fór af slíkum myndugleik með hlutverk Jóhönnu, svo náttúr; legum þokka í hlutverkinu, að: tvíræð þess ‘gleymdist og varð: að engum ama. Valur Gíslason og Jón Sigur- , björnsson fóru með hluverkin tvö í „leiknum utan leiksins", leik 'hússtjóranín og hæstvirtaa höf J und og gerðu þeim makleg skil: | Valur fór listavel með ávarp leik * hússtjórans til áhorfenda eftir upp j reisnina. En auðvitað er gervi * ..hæstvirts höfundar” tómur af-j káraskapur; hitt hefði verið til- valið, ekki sízt á heiðurssýningu.l að hann hefði svip af sínum höf-l undi. Leiktjöld eru áreiðnnlega vand, gerð við Uppstigningu. Þau verða; Framhald á 14. síðu. . ■* 15. október 1966 ALÞÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.