Alþýðublaðið - 22.10.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.10.1966, Blaðsíða 9
Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (FAO) skýrir frá því, að 2000 kóreansk- ar flóttamannafjölskyldur, sem eru blásnauðar, hafi í kyrrð og ró unn- ið sannkallaða hetjudáð. Með allra frumstæðustu verkfærum hefur þeim tekizt að byggja tveggja kílómetra langa stíflu eða flóð- garð fyrir utan þorpið Daeduk á suðurströnd skagans og hafa þann ig breytt 770 hektara hafsbotni í ræktarland, sem allar fjölskyld- urnar geta lifað af. Hve einstætt þrekvirki er hér um að ræða, má sjá af því, að holl- enzkir og japanskir verkfræðingar álitu, að verkið mundi taka 8— 10 ár — með nýtízku tækni og tækniþjálfuðum verkamönnum. / Flóttamannafjölskyldurnar 2000 luku því á 4 árum og 7 mánuðum — með eigin höndum og heimatil- búnum verkfærum. Leiðtogar þeirra gera ráð fyrir, að vinnu- dagarnir hafi samtals verið 1.- 495.095. Þrisvar sinnum ruddist vatnið gegnum flóðgarðinn, og varð þá að byrja aftur frá byrj- un. Að þessum framkvæmdum stendur kóreanskur flóttamanna- félagsskapur, sem nú leggur á ráðin um nýja sókn til að endur- heimta 7000 hektara í viðbót af hafsbotninum. „Endurheimta” er einmitt rétta orðið, því hér er um að ræða jarðveg sem skolazt hefur, til hafs ofan úr fjöllunum. Jafnskjótt og það fréttist, hvað flóttamennirnir hefðu fyrir stafni í Daeduk, barst þeim hjálp, bæði matvæli og efni til litlu vinnustof- unnar þar sem þeir bjuggu til verkfæri sín. Mannúðarstofnanir í Kóreu og Nýja Sjálandi lögðu fram hjálp, m. a. fyrir milligöngu Herferðar gegn hungri. Stjórnar- völdin létu byggja íbúðarhús, — gáfu þorpinu skóla og sendu 500 atvinnuleysingja af götunum í Se- oul .til að hjálpa til. Lokaáfanganum var náð 30. maí í ár, þegar forseti Kóreu kom á vettvang í þyrlu til að vigja hið nýja Jandssvæði. Lét hann í Ijós vonir ríkisstjórnarinnar um, að fordæmi flóttamannanna í Daeduk kæmi til leiðar keðjuverkun eftir endilangri ströndinni, sem leiddi til þess að landinu bættust enn stór flæmi nýrra ræktarlanda. Hekla gefur Krabbameinsfélaginu tæki Nýlega afhenti Kiwains klúbbur inn ,,Hekla“ Krabbameinsfélagi Reykjavíkur að gjöf tæki (gastro camera), sem ætluð er til hjálp ar sérfræðingum við 'greiningu á magasjúkdómum, m.a. magakrabba meini. Þetta tæki er sérstaklega þægilegt og auðvelt í notkun fyr ir þá, sem kunna með það að fara létt og færanlegt og hægt að nota það bæði á spítölum og utan þeirra. Kraibbameinsfélag Reykjavíkur er mjög þakklátt Kiwains klúbbn um fyrir þessa góðu gjöf og mun tækið verða tekið mjög fljóttlega í notkun af sérfræðingum í melt ingarsjúkdómum. M.a. hefur komið fram sú hugmynd hjá krabbameins félögunum, að hefja fjöldarann sóknir á magakrabbameini með hjálp þessa tækis. Væri það ekki j(|eðl!ilegt, þur sem maltakrabba meinið er algengasta krabbamein ið á íslandi. í fjarveru formanns Krabba m^insfélagsins (GunnKaugs Snæ dal) veittu þeir próf. Ólafur Bjarna son og Tómas A. Jónasson lækn ir tækinu móttöku f.h. félagsins og færðu forráðamönnum klúbbs ins alúðarþakkir fyrir. Á myndinni eru talið frá vinstri. Páll H. Pálsson forseti Kötlu, Úlf ar Þórðarson læknir Prófessor Ó1 afur Björnsson og Arnór Hjálmars son forstj. Heklu. Ödýr gólfteppi Síærð Verð kr. 260x350 . . ■ •................. 3.440 00 220x310 ................•■..... .2.570.00 175x240 ........••...•......... 1.620.00 260x350 ................••.... 2.505.00 175x240 ...........••......... 1.205.00 Komið á með&n úrvalið er mest. Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16. — Sími 24620. Tómar glerkistur t i 1 s ö 1 u Cudo gler hf. Skúlagötu 26 — Símar 12056 og 20456. Útgeröarmenn og fiskverkendur Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 11. októ ber sl. var samþykkt að fram .fari ítarleg at- 'hugun á því hvort og á hvern hátt unnt kynni að vera að tryggja áframhaldandi starfrækslu fiskiðjuvers Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar svo og annarra þátta fyrirtækisins án fjárhagsá- hættu fyrir bæjarfélagið. Samkvæmt þessu er þess óskað að þeir útgerð- armenn eða'fiskverkendur sem hug hafa á við- skiptum, eða að yfirtaka reksturinn allan, eða einstaka hluta hans, hafi samband við bæjar- stjórann í Hafnarfirði fvrir 5. nóv. n. k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Kristinn Ó. Guðmundsson. Rjúpnaveiðibann Rjúpnaveiði og allt fugladráp er strang- lega bannað í löndum Óttarsstaða, Lónakots og Hvassahrauns sunnan Hafnarfjarðar. Landeigendur. QI8AJ80ÖÍ9JA •■ ööci „i&öoím) ■ 4 22. október 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.