Alþýðublaðið - 22.10.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.10.1966, Blaðsíða 13
IÆJARBÍ «ím« 50184. í fötsp©r Zörros- Frumsýningr. the. P Grande ■■ Mt mect farvefilm seaRs srt.'VNN Spennandi CinemaScope Jitmynd Aðalhíutverk: Sean Flynn. sonur Errols Flynn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Sumarndttin brosir KOM£OIE MEO EVA DAHLBECK Gunnar bjornstrand U LLA JACOBSSON HARRI ET ANDERSSON MÍBOIT CARLOUIST Jarl Kulle Verðlaunamynd frá Cannes, gerð eftir Ingmar Bei-gman. Sýnd kl. 6.45 og 9. FÍFLIÐ Með Jerry Lewis Sýnd kl. 5. Koparpípur ©g Rennilokar Fíttings Ofnakranar Tengikranar Slöngukranar Blöndun a rtæk i Burstafell KyffJfing.av0ruvcrT.lun íléttarholtsvegi 3 • SímJ S 88 40 hafði bjargað honum frá fjár- hagserfiðleikum fyrir mörgum árum. Nei, hún var sú eina, sem iiann elskaði og gat ekki sært en samt barðist hatrið um i honum. Hann hafði álitið að hann hefði gott tak á bróður sínum og þess- ari laglegu rólegu stúlku, sem hann vildi eignast. Hann gekk til dyra, — við sjáumst seinna, sagði hann, en Jenny rétti fram höndina. — Farðu ekki, Stephen. Það liggur ekki á. Hún fann skyndi- lega til vorkunnsemi með hon- um. Stephen var ekki vondur maður og nú var hann lítill að sjá. Meðan hann gekk niður stíg- inn leit hann til kirkjunnar. Það var daufur ljósglampi þar inni, en hann hirti ekki um það. Síðar velti hann því fyrir sér hvort allt hefði ekki breytzt, ef hann hefði farið þangað inn! Inni í kirkjunni var Lennie Green og hann stóð undir ljós- inu meðan hendur hans flettu ákaft þunnum, stórum blaðsíð- unum. Hann hafði beðið smástund eftir að ljósið í dagstofuglugga prestssetursins var slölckt og starað fram fyrir sig. Lennie var skarpur og hann vissi ómeðvitað að forsjónin liafði lagt upp í hendur hans stórkostlegt vopn. Hann var að liugsa um skamm- irnar sem móðir hans hafði látið dynja á honum. Einhver kjafta- skjóðan hafði sagt honum, að sonur hennar væri með „slæmri stúlku” og mamma hans hafði hamast og látið öllum illum lát- um af því hann lofaði ekki að hætta við hana. Hann vissi líka að mamma hans hafði farið á prestssetrið, því einn vina hans hafði séð hana koma þaðan út. Hann vissi einnig að þá hafði presturinn ekki verið heima. Lennie Green gróf hendurnar enn dýpra í vasana og gekk á- lútur út úr garðinum og yfir að kirkjunni án þess að vita eigin- lega hvert hann var að fara. Einmitt þegar hann gekk út um hliðið kom honum dálítið til hug- ar og hann nam staðar. Hann skildi sýna þeim í tvo heimana — þessu pakki með prédikanir og skammir! Hann skildi sýna þeim að Lennie Green vissi að þau voru ekkert betrj en hann, — þau voru sjálf syndug! Hann gekk rólega upp að þykkum eikardyrunum og, snéri varlega stórum látúnshringnum. Dyrnar opnuðust, þvi kirkjan var höfð opin, ef einliver vegfarandi vildi koma þangað inn og biðja í friði. Það var dimmt inni, hann gekk upp að altarinu. Nú vissi hann, hvað hann ætlaði að gera. Sem drengur hafði hann sungið í kórnum þangað til slæm hegð- un hans hafði valdið því að fyrir rennari Michaels hafði rekið hann. Hann vissi hvað slökkvar- inn var og gat kveikt á lampan- um, sem var yfir stóru leður- bundnu biblíunni. Hann fletti hverri blaðsíðunni af annarri meðan augu hans brunnu af reiði og auðmýkingu. Hvað var textinn um eigin- konu bróður þíns? Hann snérist á hæl, tók krítarmola og gekk að sálmatöflunni, en þar skrif- aði hann stórum stöfum og mjög greinilegum: „Þú skalt ekki girnast systur eiginkonu þinnar!” Þetta hlaut að vera nóg til að koma af stað kjaftasögum um prestinn og eiginkonu hans! FIMMTÁNDI KAFLI. Ruth oBurne gekk hratt inn á járnbrautarstöðina og um leið sá hún græna merkið við Lund- únalestina. Það var að koma lest og hún gat enn náð henni, ef hún flýtti sér. Hún keypti miða og náði á pallinn rétt um leið og lestin kom. Ruth stökk inn og sá sér til mikils léttis að klefinn sem hún kom inn í var tómur og nú settist hún feg- in yfir að hvergi voru forvitin augu að virða hana fyrir sér. Hún hafði alveg óvænt ákveðið að ganga að stöðinni eftir að hún fór frá prestsetrinu reið og ör- væntingarfull. Þetta var hraðlest og skömmu síðar kom hún inn á járnbraut- arstöðina. Þaðan gekk hún hratt eftir skuggalegri, illa lýstri götu. Hávaðinn frá umferðinni var um- liverfis hana. Henni fannst hún komin heim. Það var dásamleg tilfinning. Hana langaði til að sjá ljósin og fólkið, en hún 'hafði ekki tíma til þess. Hún var hinigað komin til að finna Derek Gair — föður sonar hennar — hún mátti eng an tíma missa. Hvað hafði fengið hana til að fara frá Gransham til London og hraða sér eflir götunum, sem lágu til Blomsbury, þar sem hann bjó? Hún vissi það eitt að þetta var flótti, flótti frá þeim erfið leikum, sem biðu hennar heima fyrir. Derek hlaut að geraéitt’hvað ef hún gæti fundið hann. Þó hann vildi varla við hana tala var hann þó sá eini sem hún gat leit að til. Eina mannveran, sem ef til vill myndi Ihjálpa henni. Þegar hún beygði fyrir hornið greip hún andann á lofti. Hve oft 'hafði hún ekki gengið ná kvæmlega sömu leið eftir lokun á kvöldin og flýtt sér, af þvi að Derek beið eftir henni og þau gátu gleymt stað og stund um tíma. Hún hægði á sér þegar hún kom að dyrunum. — Hvað ætli hann segi?. — Vissi hann að hún var gift Allt sem hafði gerzt þessi tvö ár síðan þau skildu? Hún gekk upp brattan stigann og leit á nafnspjöldin við bjöll urnar, en þau voru óhrein og ólæsileg og hún sá ekki hvort nafn hans stóð þar enn. En bún þekkti bjölluna — miðbjölluna — og hún heyrði hringinguna fyrir innan þegar 'hún þrýsti á hnappinn. Hún hélt dauðahaldi um tösku sína og það var slíkur kökkur í hálsi hennar að hún efaðist um að hún 'gæti talað. Hana lang aði eiginlega mest til að hlaupa aftur til Gransham eða týnast í mannfjöldanum á götunum. Svo heyrði hún fótatak, dvrn ar voru opnaðar og liós lvsti upn ganginn. En Derek stóð ekki fyrir framan hana heldur ókunn ur. maður, ungur kraftalega vax inn maður með stór svört horn spangargleraugu. — Afsakið — mig langar til að tala við hr. Gair — Derek Gair — Er hann heima? Hún talaði óvenjlega lágt. Maðurinn hristi höfuðið. — Hann flutti héðan fyrir löngu. Hann ætlaði að skella á hana en hún rétti fram höndina. — Getið þér sact mér hvert hann flutti? Ég verð að finna hann — það er mjö'g þýðingar mikið Maðurinn hikaði og leit á bók ina, sem hann hélt á. Henni fannst einhvernveginn að hún hefði truflað hann mjög mikið við nám 'hans. Svo yppti hann öxlum. — Ég held að hann 'hafi skil ið eftir heimilisfang þegar hann flutti. Ég skal leita að því. Hann snérist á hæl og fór upp stigann aftur meðan hann ba'ð hana um að bíða fyrir utan. Biðtíminn fékk hana til að hv'i^hast þess, som var liðlið. Þegar hún lét aftur augun sá hún Derek koma niður tröppurn ar Ijómandi yfir að sjá hana. Hann var grannur og ljóshærður með glaðvær blá augu og smit andi hlátur. Hann var rólegur, laus við alla metorðagirnd og langaði ekki til >að komast lengra en í þá stöðu við mig kæra Jenny Mundu eft ir skeytinu. Ég þarf aðoins að ganga til bróður míns og — — Hún sleit sig lausa. — Það er of seint, sagði hún rólega. Hann veit allt. — — Hann fölnaði en starði á hana. Eg trúi þér ekki. Þú ert að gabba mig. — Nei, við fórum á bama- heimilið og sáum drenginn. Ilún leit í augu hans. — Eg lýg ekki, ég hefði aldrei stefnt hjónabandi þeirra í voða. Hann svaraði engu. Hann vissi að hún var að segja satt. Hann fékk sér sígarettu með titrandi höndum. Fynr augnabliki síðan hafði valdið yrði hans. Nú var ekkert eftir. Hann hafði engin tök á bróður sínum — eða á Jenny. Hann stóð jafn illa og fyrr. Hann andaði djúpt. Vitanlega gat hann gert hneyksli. Hann gat sagt borginni að prestsfrúin ætti lausaleiksbarn. En það var ekki til neins, — það yrði slæmt fyrir hann sjálf- an — og fyrir mömmu hans. Jafnvel þó hann hataði bróður sihn sem hafði fengið allt, gat hann ekki sært móður sína. Hún var sú eina sem hann elsk- aði. Hann minntist allra þeirra skipta, sem hún hafði varið hann fyrir reiði föður hans í skólan- um, þegar hann hafði gert eitt- hvað af sér og hvernig hún sem hann hafði hjá bílasölunni Fyrst eftir að hún kynntist hon um hafði hún reynt að fá hann til að skipta um stöðu og það var ekki fyrr en eftir að hún hafði þekkt hann lengi sem hún skildi að 'bann hafði svo lítil pen inga ráð vegna þess að hann sendi peninga heim til konu sinn ar. Það hafði eiginlega ekki ver áfall fyrir hana þegar hanít sagði ''■henni það. Það var engu lfkara 'en hún hefði vitað það á því, ihve tregur hann var til að tala um sitt fyrra líf. Þegar hún fékk að vita það vildi hann að þau hættu að hittast en þá var það of seint. Hún elskaði hann svo 'heitt að það eina sem hún gat hugsað um var að vera í ná vist hans. Hún minntist greinileca kvölds ins sem hau höfðu setið saman í veitingahúsinu í Soho og talaði saman án þess að komast að nokk urri lausn. Þrátt fyrir það langa samtal 'hafði Derek harla fátt að segja um si'tt fyrra líf neiúa að hann væri kvæntur. . . að hann gæti ekki gengið að eiga hana Henni var þá þungt um hjartarætur því 'hún elskaði hann svo óendanlega heitt að hún gat ekki sagt annað en að hún vildi gera hvað sem væri ef liún að eins fengi að vera hjá honum. Hvert einasta smáatriði þessa kvölds lifði í endurminningum hennar svo skírt og greinilegt eins og hefði það gerzt í gær. Allt meðan hún beið í litlu for stofunni við húsið sem hann hafði búið í. Hún sá fvrir sér rauðgullinn bjarma kertanna á dúknum, rauðvínsflöskuna, sem stóð á.borðinu og alvörusvip Der eks. Þau héldu áfram að 'hittast og vera saman öllum stundum — stundum sem voru ým'st glaðvær ar eða alvarlegar. en Ruth gladd ist yfir að fá að hitta Derek. Hún hafði aldrei lifað það af að missa hann. Svo komst hún að því að hún 22. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.