Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 6
Lucy Baines Johnson hefur jafnan þótt ágætur fréttamat- ur hjá slúðurblöðunum vestra. ÞaB er þó alltaf vel skrifað um hana, enda er hún ljúf við fréttamann og ljósmyndara sem að henni sækja. Það vakti mikla athygli á sínum tíma, þegar hún tók kaþólska trú, og ekki síður þegar hún gifti sig. Hún fór svo með sínum heitt- elskaða í brúðkaupsferð og þau hlökkuðu ákaflega til þess að fá að vera út af fyrir sig. En svo gott var það nú ekki. Því að hvert sem þau fara, fylgja þeim tveir hávaxnir leyni- þjónustnmenn og þeir skiptast jafnvel á um að vaka yfir svefnherbergisdyrum þeirra. Victor Mature hefur ekki sést í kvikmyndum í nokkurn tíma og margir voru farnir að velta því fyrir sér hvort sá gamli væri dottinn upp fyrir. Svo er þó ekki. Hann hefur að vísu ekki leikið mikið sjálfur, en hins vegar framleitt kvik- myndir af miklum móð og þyk- ir hafa tekizt vel upp. Robert Mitchum er annar kappi sem við höfum ekki séð Eins og menn muna gekk Frank - Sinatra fyrir skömmu að eiga stúlku nokkra, Miu Farrow að nafni. Það vakti að vonum mikla athygli, ekki hvað sízt vegna þess, að hnátan er aðeins 19 ára gömul. En enn sem komið er virðist hjóna- þand þeirra hið hamingjusam- asta. Og allt leikur í lyndi. Birgitte Bardot gekk fyrir skömmu að eiga náunga að nafni Gunther Sacks og var að sjálfsögðu talað um hina einu réttu ást í því sambandi. Nú virðist hins vegar vera far- ið að grynnka á kærleikanum og taliö er að hjúin muni skilja innan skamms, (ef þau eru þá ekki þegar skilin). Brigitte sagði að þau hefðu ekki þekkzt nógu vel til að giftast. lengi, og satt að segja vitum við ekki hvað hann er að gera af sér um þéssar mundir. — Síðasta myndin sem hann gerði var tekin í fyrra, og þar lék hann ásamt Carroll Baker, hinni frægu Harlow. Og fyrst við minnumst á Harlow þá má geta þess, að myndin er væntanleg í Háskólabíói inn- an skamms. Stewart Granger er uppáhald margra kvenna, enda glæsi- menni hið mesta. Honum féll- ur aldrei verk úr hendi, og hann leikur í hverri kvikmynd- inni á fætur annarri. Ein sú nýjasta heitir The Secret In- vasion og gerðist á stríðárun um. Þar er mikið sam^nsafn frægra leikara, og má þar t. d. nefna Mickey litla Rooney. Nancy Sinatra, dóttir kóngs- ins, hefur ekki verið við eina fjölina felld, fremur en faðir hennar. Hún á að minnsta kosti eitt misheppnað hjónaband að baki sér, þótt hún sé ekki gömul. Það var með dægur- lagasöngvaranum Tommy Sands. Sands þessj er snotur piltur, en sagður fram úr hófi barnalegur eins og reyndar fleiri koilegar hans á líkum aldri. HGH he ráðstefnu Næstkomandi laugardag 29. október hefst ráðstefna Herferðar gegn hungri á íslandi klukkan 1,30 í Þjóðleikhússkjalláranum. Ráðstefnuna sitja fulltrúar frá starfsnefndum HGH á ýmsum stöðum á landinu svo og fulltrú- ar aðildarsambanda Æskulýðs- sambands íslands. Ennfremur er öðru áhugafólki um starf HGH heimil þátttaka í ráðstefnunni meðan húsrúm leyfir og er þess vænzt að þátt- Goerge Peppard er óhemju- lega vinsæll ungur leikari og sérstaklega þótti honum takast vel í kvikmyndinni The Car- petbaggers, sem sýnd var í Háksólabíói fyrir skömmu. Hann er að sjálfsögðu umset- inn af ungum stúlkum, en sú sem einkum hefur verið nefnd í sambandi við hann heitir Elizabeth Ashley. Það þykir til dæmis benda til þess að hlýtt sé á milli þeirra, að fyrir skömmu gaf hann henni loð- kápu sem kostaði fjögur þús- und dollara. í tilefni af umræðum á fundi neðri deildar Alþingis 25. okt. sl. og skýrt er frá í Morgunblaðinu degi isíðar, um setnihgu bráða birgðalaga vegna verkfalls Félags framreiðslumanna vil ég gera eft irfarandi athugasemdir. í ræðu samgöngumálaráðherra kemur það fram að hann hefur óskað eftir umsögnum stofnana og fyrirtækja er um ferðamál annast og hníga þær allar í þá átt að réttlæta setningu bráðabirgðalag anna. í ræðu ráðherra stendur orðrétt: „Og eins og fram kemur í skýrslu Loftleiða, var samúðarverkfalli, sem boðað var til, aflýst, var það mest vegna þess, að fólkið vildi ekki fara í samúðarverkfallið, þar eð það taldi kröfur framreiðslu manna ekki réttmætar." í sambandi við þetta vil ég taka fram eftirfarandi. 1. Á fundum í Félagi íslenzkra hljómlistarmanna og sameiginleg um stjórnarfundum félaga þeirra er að boðun og afboðun samúðar verkfallsins stóðu kom þetta sjón armið til málsins aldrei fram. ■ Samúðarverkföll eru til þess að flýta fyrir lausn vinnudeilna en í þessu tilfelli hefði það haft öfug áhrif og er það foraendan fyrir afboðun verkfallsins. 2. Þegar ég kynnti mér heimild Loftleiða fyrir fullyrðingu þessari kom það í ljós að þessa tilvitnun ráðherra er hvergi að finna í bréfi fyrirtækisins til Samgöngu málaráðuneytisins dags. 18. okt. sl. Þeim tveim félögum sem um er að ræða hefir verið legið á hálsi fyrir að vilja styðja framreiðslu menn í deilu þessari ip a. vegna þess að um beinar kaupkröfur væri ekki að ræða en á það skal bent að í síðustu samninaum Félags ifralmreiðslumanna og Sambanids v.eitinga og gistihúsaeigenda svo og öðrum hliðstæðum samningum eru mörg ákvæði um vinnutilhög un og aðbúnað á vinnnstað og frá leitt að væna framrei?Sslumenn um að vilja yfirtaka stiórn á veit inaa- og gistihúsum eins og hefir verið látið liggja að í umræðum Fh. Félags ísl. hljómlistarmanna —■ bessi m'ál. Sverrir Garðarsson. takendur tilkynni þátttöku sína sem fyrst, en skrifstofa HGH að Fríkirkjuvegi 11 verður opin . þessa viku milli 10 — 12 árdegis og 5 — 7 síðdegis. Sími 14053. ★ Dagskrá ráðstefnunnar verður eftirfarandi: Kl. 1,30 á laugardag setur Sigurður Guðmundsson, formað- ur framkvæmdanefndar HGH ráðstefnuna. Þá flytur Gísli Gunnarsson sagnfræðingur erindi um vanþróuð ríki frá sögulegu sjónarmiði. Pétur Eiríksson flytur erindi um atvinnuvegi í vanþró- uðum ríkjum. Eftir þetta verður kaffihlé og jafnframt rætt um ofangreind efni og munu framsögumenn svara fyrirspurnum. Eftir kaffihlé flytur Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðing- ur erindi um utanríkisverzlun vanþróaðra þjóða og Ragnar Kjartansson ^framkvæmdastjóri ræðir um alþjóðlega aðstoð. Að erindum þessum loknum verða umræður og síðan hefst ráð stefnan aftur kl. 2 á sunnudag. Andri ísaksson sálfræðingur ræðir um félagsmál í vanþróuð- um ríkjum og Sigurður Guð- mundsson ræðir um afstöðu ís- lendinga og starf HGH nefndar- innar. Eftir kaffihlé verða umræður um starf Herferðar gegn hungri á íslandi. Gert er ráð fyrir að ráðstefn- unni Ijúki klukkan hálf sjö á sunnudagskvöld. Brauðhúsið Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR SÍMI 24631. Kaupum hreinar tuskur. Bélstyriðjan Freyjugötu 14. £ 28. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.