Alþýðublaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylíi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfun-.. trúi: Eiður Guðnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur Alþýðuhúsið við Hveriisgötu, Pevkjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. - Askriítargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. | t Annað fimmfugsafmæli FRAMSÓKNARFLOKKURINN átti fimmtugsaf- mæli í gær. Fyrir hálfri öld á jólaföstu 1916 — komu nokkrir alþingismenn saman og mynduðu þennan bólitíska flokk, sem síðan hefur vaxið til fylgis og á- hrifa í íslenzku þjóðlífi. Fyrr á þessu ári hélt Alþýðuflokkurinn hátíðlegt fimmtugsafmæli sitt. Eru þessir tveir elztir íslenzkra tjórnmálaflokka, og má segj;a, að stofnun þeirra hafi eriö upphaf á nútíma íslenzkum stjórnmálum, sem kki mótuðust fyrst og fremst af sjálfstæðisbarátt- nni. Það vekur athygli, að sumir þeirra brautryðjenda, ■m þessir flokkar minnast á í afmælum sínum, eru hinir sömu í báðum flokkunum,til dæmis Jónas Jónsson og Jörundur Brynjólfsson. Er þetta vottur þess, að flokkarnir voru í upphafi skyldir, og eiga sagnfræðingar framtíðarinnar eftir að deila um, hvort farsælt hafi verið að stofna tvo flokka frekar en einn. Líklega mun þó niðurstaðan verða sú, að stéttaskipt ng hafi ráðið, og því farið sem fór. íslendingar höfðu yerið bændaþjóð um aldir, en verkalýðsstétt á möl ínni var rétt að verða til í byrjun aldarinnar. Enda i 3Ótt bóndasonur, sem stundað. hafði nám í skóla þrezku verkalýðshreyfingarinnar, gæti verið á báðum ótöðum, var varla þess að vænta, að komist yrði hjá 3 nyndun sérstaks verkamannaflokks og sérstaks jpændaflokks, þegar stjórnmálin tóku að mótast af fnnlendum viðhorfum. j, Hins má og minnast, að Framsóknarflokkurinn íerði samvinnuhugsjónina að leiðarljósi, en sú hug- ájón er grein af jafnaðarstefnunni. Hefur farið svo áð samvinnustefnan hefur náð traustari fótfestu í íjslenzkum sveitum og landbúnaði, en — meðal ann- ars vegna pólitískrar ógæfu — aldrei náð sambærileg um styrk meðal neytenda í þéttbýli. Þetta getur reynzt örlagaríkt, því að sívaxandi hluti þjóðarinn ar eru einmitt neytendur í þéttbýli. Hinn forni skyldleiki Alþýðuflokksins og Framsókn larflokksins leiddi til þess, að fyrsta stjórnarsamstarí beggja var sameiginlegt. Voru þá stigin fyrstu skref til stórfelldra breytinga á íslenzku þjóðfélagi, sem haldið hafa áfram til þessa dags. Á síðari árum hafa viðhorf öll breytzt í stjórnmálunum. Margar af grund vallarhugsjónum velferðarríkisins njóta nú stuðnings allra flokka, og andstæður, til dæmis milli sam- vinnufélaga og einkaframtaks, eru mun minni en áður. Af þessu hefur leitt, að á tímabili samsteypu- stjórna hafa þessir flokkar stundum unnið saman, en oft lent í hárðri andstöðu. Það er gangur lýðræðis- legs þjóðfélags. ;Alþýðúblaðið vill þó færa Framsóknarflokknum beztu afmælisóskir og þakka fyrir samstarf að fram gangi margra mála, sem hafa orðið þjóðinni til heilla. 4* 17. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föndurbækur Æskunnar Tvær þær fyrstu í þessum flokki eru komnar út. Þetta verður bóka- flokkur, sem mun eiga eftir að verða vinsæll. Æ S K A N . Uppboðssala á ótollðfgreiddum vörum, fluttum inn á árinu 1965. Á uppboði, sem fram fer mánudaginn 19. þ.m. og haldið verður í afgreiðslu Eimskipafélags íslands h.f. í Borgar- skála við Borgartún og afgreiðslu Hafskips h.f. í Tívolí við Njarðargötu, að loknu bifrciðauppboði sem hefst kl. V/2 e.h. í Vöku við Síðumúla 20, verða seldar til lúkning- ar aðfiutningsgjöldum allt að 18 ótollafgreiddar bifreiðar af ýmsum gerðum, bæði nýjar og notaðar, fluttar inn á árinu 1965. Skrá yfir bifreiðarnar er til sýnis í tollstjóra- skrifstofunni. Á uppboði, sem hefst að Höfðatúni 4 kl. 10 árdegis þriðju- daginn 20. þ.m. og síðan verður haldið áfram í vöru- afgreiðslu Hafskips h.f. við Lóugötu, verða seldar til lúkningar aðfJutningsgjöldum margs konar ótollafgreidd- ar vörur, fiuttar inn á árinu 1965. Skrá yfir vörurnar er til sýnis í tollstjóraskrifstofunni og mánudaginn 19. þ.m. verða vörurnar til sýnis, eftir því sem við verður komið, á uppboðsstöðunum. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Nýkomnir leikhúskíkirar Kr. 770.OO Hans Petersen hf. BANKASTRÆTI. ★ Á ERLENDU MATSÖLUHÚSI Einn af lesendum okkar, sem liefur nýlega verið á íerðalagi erlendis, hefur sent okkur svoliljóð andi bréf, sem er slcrifað á erlendu matsöluhúsi. Við skeiíulagað borð beint fyrir framan mig sitja cllefu ungir mcnn. Yíirþjónnin segir mér, að aðrir átta til tíu séu ókoinnir. Já, þarna komu þeir, og nú sitja 19 ungir menn við borðið. Við háborðið, með tvo unga menn öðrum megin við sig og einn liægra megin, situr ung stúlka. Ég veit auðvitað ekki hvcrs vegna þetta unga fólk er liér samankomið, cn ég er mannlegur og skal því játa að ég liefði gaman af að vita það. En hvað er það, sem gefur mór ástæðu til að stinga niður penna? Ástæðan er sú, að fegurðin ljómar af þessu unga fólki. Stúlkan er auðvitað fall eg, enda er hún rétt um tvítugt. En hvað er það, sem gerii- ungu mennina svona fallega. Varla meira en helmingur þeirra hefur andlit, sem mundu teljast fríð. En þeir eru fallegir vegna þess, að án alls hroka eru þeir stoltir menn. Þeir eru vel klæddir, vel til hafðir, kurteisir með góða framkomu. Og þetta virð ist vera þeim ofur eðlilegt. Ef mannlegt líf er ein hvers virði, þá held ég, að það sé vegna þess að slík ir menn eru til. En hvao verður um þetta unga fólk? Ég vildi, að það skeði kraftaverk og Johnson, De Gaulle, Wilson og Kosygin væru hér staddir. Ég vildi, að þeir fengju opinberun, litu yfir hópinn og segðu: Kann sW trúum við ekki allir á guð, né liöfum breytt eftir boðum hans, en allir trúum við á fagurt mann- Jíf. Og það má ekki koma fyrir, að þetta fallega, unga fólk tortímist í stríði, sem við vtgna þjóðar- hroka eða aí öðrum ástæðum liöfum komið af stað. Nei, við biðjum því blessunar, og vonum, að Iíf þess verði jafn fagurt og það er sjálft. P.S. Einn hinna ungu inanna kom að beiðni minnl að borSinu til mín, er ég hafði skrifað þetta. Ég þýddi þetta fyrir hann, og var þaö honum auðsjáan lcga til ánægju. Hann sagði méi', að í fyrra hefðu þau öll fallið á sama prófinu. Nú hefðu þau te,kið prófið aftur og öll staðizt það. Þess vegna hefðu þau ákveðið að borða saman góða máltíð! ! ! I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.