Alþýðublaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 6
Lánasjóður sveitarfélaga tekur til starfa uK v r r er Aðalsteinn Sigfr'rðsson kennari. Hé séf t hann afhenda safngesti bók til útláns, Á bak viff sér í hluta bókasafnsins. Jýtt húsnæði fyrir bókasafn M A Nýlega var tekið í notkun nýtt húsnæði fvrir bókasafn nem enda MenntaskóJans á Akureyri ' 1 hafði til skamms tíma verið til húsa í skólahúsinu, en 'ð að flytja þaðan vegna Tvíburarnir Tómas ogr Eiríkur Jónssynir, frá Heflavík, eru hér að í alfræffibækur, annar er meff eitt bindi af E”cvclo- pedia 'Britannica, en hinn er meff bók úr hinu vinsæla Alfræffa- safsii Att. þrengsla. Hið nýja húsnæði er í heimavistarhúsinu og er á ann að hundrað fermetrar að stærð. í lestrarsal safnsins eru 40 borð, en salurinn er einnig notaður fyrir kennslu í íslenzku, og sem kennslustofa er hann að öll um líkindum ein bezt búna kennslustofa landsins, því að öll húsgögn eru úr harðviði og eru mjög vönduð. Safnið verður opið fyrst um sinn til útlána tvö kvöld í viku, en lessalurinn auk þess þrisvar í viku að degi til. í lestrarsaln um er mikið af handbókum, m. a. átta söfn alfræðiorðabóka. Meðfylgjandi myndir eru teknar nýlega í hinum vistlegu húsakynnum Bókasafns M. A. Lánasjóður sveitarfélaga var ítofnaður með lögum frá Alþingi nr. 35, 29. apríl 1966. Lögin höfðu verið undirbúin af stjórnskipaðri nefnd á árunum 1964 og 1965 í samráði við stjórn og fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga. Lögin öðluöust gildi 1. júlí 1966, en koma ekki til fullra framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 1967, samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögunum. Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga skipa 5 menn og eru fjqrir kjörn ir af fuiltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga, en formaður stjórn arinnar er skipaður af ráðherra. I stjórn Lánasjóðs eiga nú sæti: Jónas G. Rafnar, alþingism. og bankastjóri og er hann formaður stjórnarinnar. Jónas Guðmundsson formaður Sambands ísl. sveitar félaga, sem er ritari stjórnarinnar, Gunnlaugur Pétursson, borgarrit ari í Reykjavík, Magnús E. Guð jónsson, bæjarstjóri á Akureyri og Sigurður I. Sigurðsson, oddviti á Selfossi. Hlutverk Lánasjóðs sveitarfélaga er samkvæmt 2. gr. Lánasjóðs lag unna það: 1. Að veita sveitarfé- lögum stofnlán til nauðsynlegra framkvæmda eða fjárfestinga, sem eru svo kostnaðarsamar, að fjár til þeirra verði ekki aflað af | tekjum sveitarfélagsins, nema á löngum tíma. Ennfremur að að stoða sveitarfélögin við öflun stofn lána og hafa milligöngu um töku þeirra. 2. Að annast samninga við lána I stofnanir um bætt lánakjör sveitar ; félaga, sem búa við óhagstæð lána I kjör og óska aðstoðar sjóðsins í i þessu skyni, eða veita þeim, eftir , Því sem fært er, lán til greiðslu ó- hagstæðra lána, ef samningar tak ast ekki um bætt lánakjör við hlut aðeigandi lánastofnanir. 3. Að aðstoða sveitarfélög við út vegun nauðsynlegra rekstrarlána hjá bönkum og sparisjóðum. 4. Að stuðla að því, að sveitarfélög in verði traustir og skilvísir lán takendur, sem þurfi ekkf að setja tr.vggingar fyrir lánum, sem þeim eru veitt nema sérstaklega standi á. Ráðstöfunarfé Lánasjóðs sveitar félaga er: Árlegt framlag úr Jöfn unarsjóði sveitarfélaga 15 millj. króna: Árlegt framlag úr ríkis Magnús E. Guffmundsson, bæjar- stjúri Akureyrar. Tveir ísfirzkir nemendur í 5. Þórarinn Sigurffsson, eru hér bekk Gunnar A. Baarregaard og aff velja sér bækur í bókasafninu. S.I.S. sjóði, samkvæmt ákvörðun fjár- laga hverju sinni, og er það 1967 ^ákveðið 5 milljónir króna. Árlegt lán úr Framkvæmdasjóði íslands og hefur það ekki verið ákveðið fyrir árið 1967. Þá hefur sjóðstjórn in og heimild til að bjóða út skulda bréfalán vegna starfsemi sjóðsins. Ennfremur er Lánasjóði sveitar- félaga heimilt að takast á hend ur sjálfskuldarábyrgð á rekstrar lánum sveitarfélaga, og eru á- kveðnar reglur þar um í lögum sjóðsins. Vexti af lánum, sem sjóðurinn veitir, ákveður ríkisstjórnin í sam ráði við Seðlabanka íslands. Stofnlán mega vera allt að 75 % af áætluðu kostnaðarverði hlut aðeigandi framkvæmda sem sveit arsjóði er ætlað að leggja fram. Sjóðstjórnin ákveður lánstíma. í 4. gr. laga um Lánasjóð sveit arfélaga er stjórn sjóðsins veitt heimild til að semja við stjórn BjargráSasjóðs íslands um sameig inlega framkvæmdastjórn og af greiðslu fyrir báða sjóðina. Stjórn Framhald á 10. síðu. g 17. desember 1966 --- ALÞÝÐUBI.AÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.