Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 10
/ 10 ' A' lí Ólafur I \ Jónsson 18. desember 1966-Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÖRN B! i IERGÞÓRA Pálsdóttir frá Vet- urhúsum er nýr höfundur er hýverið gaf út sína fyrstu bók. ; >að liggur að vísu ekki í augum " ippi hvort Drengirnir á Gjögri 'lsafold, 146 bls.) sé fremur ætluð fullorðnum lesendum eða börn- um og unglingum; útgáfuhættir •eru þesslegir að sagan sé einkum ®j’rirbuguð fullorðnu fólki; sjálf jpirðist Ihún að ýmsu ieyti hentug- iust ungiun lesendum. En raunar bkiptir þetta ekki máli: sjálfsagt fatar sagan leið sína til réttra jíesenda með einhverju móti. Og hvað sem öðru líður eru iDrengirnir á Gjögri ekki ýkja jfeviplík bók venjulegum unglinga- iBögum á markaðnum um þessar Ihundir. Hér eru engir æsilegir latburðir, engin spenna í sögunni, jiengar mannraunir og ævintýri; ferengirnir á Gjögri lenda að vísu jk Ikasti við mannýgan hrút, mann- iýgt naut, jafnvel mannýgan hest, *en þetta eru líka einu meinvætt- íirnar, mennskar eða ómennskar, _sem fyrir ber í sögunni. Ekki eru tþar heldur neinir vondir menn ''sem geta staðið fyrir ævintýrum lí sögu. Heimilisfólkið á Gjögri er íallt vandaðasta fólk til orðs og tæðis, igóðviljað, áhugasamt um |störf sín, kappsfullt til verka. '.Sagan greinir frá hversdagslífi og jíheimilisháttum í sveitinni í gamla ■•daga, sýnilega austfirzkri fjarðar- isveit, og þokki hennar felst ein- ífmitt í fullkomnu látleysi hennar, jjþví hve höfundurinn er frábitinn jjöllum skáldsögulegum tilburðum. foaglegt líf í sveitinni, árstíða- jbundin önn fólksins er uppistaða j frásagnarinnar, allt séð og skoð- að augum drengjanna á Gjöigri; bókin er að þessu ieyti tilvalin til að kynna borgarbörnum lífs- |hætti afa og ömmu. Einhverjum kann hinsvegar að þykja lýsing fólksins í sögunni í dauflegaasta lagi; það er eiginlega ekki einleik- ið hve allir skapaðir hlutir eru hugljúfir hér; og gætir þess sér- staklega þegar farið er að lýsa hugarheimi og hugarfari drengj- anna og annars heimilisfólks. Frá sögn Bergþóru Pálsdóttur sem virðist rauntrú og trúverðug í öllum smáatriðum er í heild sinni lituð rómantísku hugarfari, guð- rækni og þjóðrækni, sem allt eru að sönnu góðar dyggðir en ekki allténd mjög upplífgandi í frá- sögn. Kann að vera að bók henn- ar sé þrátt fyrir allt beztur lestur þeim sem eiga að minnast eigin’ uppvaxtar í svipaðri sveit þeirri sem hún iýsir í sögu sinni. | DRENGJUNUM frá Gjögri er 1 sagt frá eintómu góðu fólki: sagan stafar frá sér sönnum sið- gæðisanda. Bergþóra Pálsd. læt- ur hinsvegar hjá líða að prédika dyggðir sögufólksins fyrir lesanda sínum enda eru þær svo rækilega innifaldar sjálfu sögunefni henn- ar að slíkt væri með öllu óþarft. Hannes J. Magnússon og Ragn- heiður Jónsdóttir skrifa bækur sínar hinsvegar með tiltekna les- endur í huga, hvort tveggja ung- lingabækur af betra taginu, hvor- ug að líkindum laus við uppeldis- legan tilgang. „Boðskap bókarinn- ar ætla ég hverjum og einum les- anda að finna, en allar barnabæk- ur þurfa helzt að flytja einhvern boðskap,“ segir Hannes beinlínis í formála sinnar sögu og eitthvað svipað hygg ég að vaki fyrir Ragn heiði í sinni. Sögur þeirra beggja eiga það einnig sammerkt við sögu Bergþóru Fálsdóttur að þær lýsa sveitalífi í gömlum stíl. Saga Ragnheiðar gerist beinlínis í tíð afa og ömmu, saga Hannesar að vísu nú á tímum, en þar er það ráð tekið að láta söguhetjuna lenda í sveit hjá gömlu fólki sem enn býr með gamla laginu. Nú- tíminn virðist enn ekki hafa hald- ið innreið sína í sveitalýsingar barnanna fremur en sveitasögur handa fullorðnu fólki. gAUKUR verður hetja eftir Hannes J. Magnúss. (Æskan, 139 bls.) segir frá íitlum fátæk- um, fötluðum dreng. Hann líður óttalega önn fyrir bæklun sína, allir stríða honum í skólanum; móðir hans er svo fátæk að von- laust virðist að hann fái bót meina sinna. Hann lendir í smá- vegis prakkarastrikum og er send ur í sveit til að jafna sig. Og þar rætist fljótt úr. Gaukur er glúr- inn að skrifa og nú vinnur hann ritgerðasamkeppni barnablaðs: ferð til Kaupmannahafnar þar sem einmitt eru læknar sem geta gert að fötlun hans. Ekki nóg með þetta. Þegar hann kemur í heim- sókn heim til móður sinnar auðn- ast honum að bjarga dreng frá drukknun, auðvitað vonda strákn- um sem hrekkti hann mest í skól- anum; foreldrar hans eru efnaðir og launa Gauk með að kosta lækn- isaðgerðina í Kaupmannahöfn. Og lýkur þar sögunni sem Gaukur er kominn beim úr þessari för al- heill og með báða fætur jafnlanga. Frásögn Hannesar J. Magnús- sonar virðist mér slétt og felld en ofboð tilþrifalítil, og æði-hátíð- leg þar sem segir frá fullorðnu fólki, einkum kennurum Gauks. Saga hans virðist eiga að lýsa mannsefni sem kemst í nokkra raun; herðist við það og eflist, og kemur skírari málmur úr deigl- unni. Það er hinsvegar galli- á þessari fyrirætllan afc allt sem fram kemur við Gauk eru nánast illt, drengurinn sem hann hataði, drengurinn sem eitraði fyrir hon- um allt lífið í skólanum. — Atti hann að hætta lífi sínu fyrir hann eða átti hann að lofa honum að sökkva? Það myndu allir telja eðlilegan atburð. Hann mundi hljóta sitt lof fyrir því. Einhver rödd hið innra með honum and- mælti þessu kröftuglega. Hvor röddin varð nú sterkari? Hvor þeirra sigraði? Allt þetta fór í gegnum huga Gauks á einu andar- taki. En nú fann hann allt í einu að hann hataði ekki Hall lengur. Þetta mannslíf sem Gaukur hélt nú í hendi sinni- var allt I einu orðið honum dýrmætt." Sérkennilegt er það að í sög- unni eru á nokkrum stöðum notuð nöfn raunverulegra manna og fyr- irtækja; Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugfélags íslands og Jónas Gíslason Kaupmannahafn- arprestur koma báðir við sögu; og barnablaðið Vorið, sem höfund- ur hefur sjálfur stjórnað um lang an aldur er þar mikill áhrifa- valdur. En ekki fær saga Gauks Atlasonar meiri veruleikabrag fyr- ir þetta. IJAGNHEIÐUR Jónsdóttir lýsir eins og Hannes J. Magnúss. í sinni sögu bæjarpilti sem er send ur í sveit til taetrunar. En Ragn- heiður er leiknari og listrænni höfundur, og uppcldirfsjónarmið ið kannski ekki eins ofarlega í henni; frásögn hennar verður að því skapi náttúrlegri, toók hennar betra verk. Atli og Una (ísafold, 131 bls.) gerist annarsveigar í sjáv- arþorpi, hinsvegar uppsveit sunn anlands, manni kemur í hug Eyr- artaakki og Laugarvatn, eins og sagan af Gauki Atlasyni á Akur- eyri og í Eyjafjarðardölum. Hvor- ug sagan leggur að vísu upp úr beinni staáðháttalýsingu, en í sög- unni af Atla og Unu er alveg yf- irlætislaus en furðu-falleg nátt- úrulýsing. Sagan greinir frá sum- arvist tveggja toarna, telpu úr þorpinu, stráks úr Reykjavík, á stórbýli í fornum stíl. Það helzta sem gerist er þjófnaðarmál sem upp kemur á bænum og leysist fyrir hyggindi Unu litlu, náttúr- lega fellur grunurinn á vin henn- ar Atla, pörupiltinn úr bænum. Að öðru leyti er söguefnið dag- legt líf og störf í sveitinni þar sem er síður en svo nokkur einlit sæluvist; sagan er fróðleg meðal höpp og tilviljanir: hvað hefði | annars fyrir lýsingu sína á erfiði orðið úr Gauk hefði hann ekki slampazt á að vinna verðlaun, slampazt á réttan strák í sjónum? Væri hann þá haltur prakkari enn í dag? Að þessu leyti bilar sagan af Gauk sem sálarlífslýsing — enda má sjá þess ýms dæmi að höfundinum lætur ekki vel að lýsa innri átökum eða þróun. En svona er til að mynda lýst hugar- striði Gauks þar sem hann er að bjarga Halli prakkara úr Akur- eyrarpolli: „Nú gerast ógurleg umbrot í sál Gauks. Þetta var drengurinn, litlu stúlkunnar sem vinnur eins og fullgild vinnukona og eru þó búsbændur hennar engin hörku- tól; þrátt fyrir allt er þetta trú- verðugri frásögn en öll vinnu- gleðin í sögu Bergþóru Pálsdótt- ur. í sögunni af Atla og Unu er lífið í sveitinni erfitt en lærdóms- ríkt og skemmtilegt á sinn hátt — og við þetta líf, þessi störf tek- ur pilturinn Atli „betrun“ sem er að því skapi trúverðu'gri sem færra segir beinum orðum af sál- arumbrotum hans. í öllu sínu yf- irlætisleysi verður saga Ragnheið- sem hafði gert honum svo mikið I ar Jónsdóttur bæði rauntrú og mál)ul$ga uppbyggileg; áreitíiln- lega góð barnabók. AÓÐ BARNABÓK hygg ég ^einnig að sé saga Ingibjargar Jónsdóttur Strúkar eru og verða strákar (ísafold, 64 bls.). Sagan gerist í allt öðru umhverfi, á allt öðrum tíma en þær sem tfyrr voru neilndar, í fjölbýlis húsi í Reykjavík nú í haust til dæmis; sýnilega er hún einnig ætluð yngri börnum. Ekki verður heldur séð að höfundur ætli sér að ala lesendur sína upp, fræða þá eða siðvæða á einn eða annan hátt, og er slíkt látleysi jafnan kostur á bók; henni nægir að segja skrýtn ar og skemmtilegar sögur af strák um sínum, teknar beint úr dag legu umhverfi Reykjavíkurbarna. Raunverulega er mamma sjálf sögu hetjan: sagan segir af Stímabraki hennar við stráka sína þrjá sem eru að nálgast skólaskyldualdur og þau kaflaskil ævinnar sem þá verða. „Nú var bafinn nýr kafli í lífi drengjanna. Þeir voru komnir í skóla og lagðir af stað áleiðis til fullorðinsáranna. Þeir voru ekki litlir órabelgir lengur." Það eru þeir hinsvegar ennþá í þessari sögu; hún segir ekki neitt sam fellt ævintýri af þeim heldur grein ir frá mörgum sundurlausum at- vikum sem öll liafa þann kost með sér að þau gætu sem hægast verið sönn, og eru það kannski; þetta eru glettnar og skemmtilegar frá sagnir af viðkunnanlegu smáfólki, heimi sem lesendur bókarinnar munu sjálfir þekkja mætavel til. jjÝDDAR barnabækur koma hér r árlega út í stórum stíl; þetta er bókaútgáfa sem virðist ganga fyrir sig eftir sjálfvirkum lögmál um, fjöldi bókanna halda áfram löngum framhaldsverkum; mun þeim einatt gefinn minni gaumur en vert væri. Hinsvegar mun þessi útgáfa furðanlega arðvænleg, trygg ur atvinnurekstur; og bóksala þessum flokki mikil og jöfn ár fyrir ár. Hér skulu tvær þýddar bækur nefndar á nafn sem báðar skera sig þó úr hópnum. Bræðurnir eftir Karen Plov- gaard sem Sigurður Þorsteinsson þýddi (Leiftur, 114 bls.) er upp suða úr Eiríks sögu rauða, greinir frá Leifi heppna og Þorsteini bróð ur hans, landnámi á Grænlandi og fundi Vínlands. Söguhetja er raun verulega Guðríður Þorbjarnar- dóttir, en saga hennar er hér orðin uppistaða í venjulegri ævintýra- sögu handa börnum, fullri af kristindómsáhuga; kristnun Græn lands vírðist aðaláhugamál höf- undarins í sögunni, og kaþólskir trúsiðir eru henni mjög hugleiknir. Getur nærri að ekki verður mikið úr forneskjulögum ævintýrum hinnar fornu sögu í þessari ut gáfu né sumum söguhetjunum. Ei ríkur rauði sleppur að vísu vel þrátt fyrir heiðindóm sinn sem snýst í sögunni upp í einhverskon ar Iýðræðislega frjálshyggju; Frey dís dóttir hans fær hinsvegar á baukinn: „Einu sinni meðan hún var á barnsaldri hafði hún gleypt ánamaðk, aðeins til að láta taka eftir sér. Svo var hún vond við dýr.“ Satt bezt að segja virðist mér það vondur prettur við unga lesendur á íslandi að fá þeim slíka frásögn í hendur í staðinn fyrir sögurnar sjálfar — og eru þó Bræðurnir fráleitt „verri“ bók en gengur og gerist um þýdda ungl ingareyíara. Nei, mætti ég þá frekar biðja um Fangann n Zenda (eftir Anthony Hope; Kristmundur Bjarnason þýddi; Iðunn 170 bls.) Þar er á ferðinni ósvikinn rómantískur reyfari sem ekki gerir sér upp nein siðferðileg erindi við les andann; þó efast ég um að „boð skapur“ sögunnar sé á nokkurn hátt ,,óhollari“ lesandanum en mærðarlegri uppbygging annarra Franihald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.