Alþýðublaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 7
Hátíð er til heilla bezt
ÞjóðleikhúsiS:
MARTA.
Ópera í fjórum þáttum.
Texti eftir W. Friedrich í
þýðingu Guðmundar Jóns-
sonar.
Tónlist: Friedrich von
Flotow.
Hljómsveitarstjóri: Bohdan
Wodiczko.
Leikstjóri: Erik Schack.
Leikmynd ag búningateikn-
ingar: Lárus In'gólfsson.
Dansatriði: Fay Werner.
Hljóðfæraleikarar úr Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
Því miður hef ég ekki gaman
af óperu. Mér er að vísu sagt að
Bé maður mátulega hýr, og hafi
borðað vel fyrir sýninguna, megi
ihafa Ijómandi gaman af slíkum
verkum; líkast til þarf þó líka
sérstaka stúku til að þessi formúla
gildi almennilega. En óperusýning
ar eru orðnar skyldugur þáttur í
starfi Þjóðleikhússins, eflaust vel
jnetnar af þeim sem bezt bera
skyn á, og einatt líklegar til vin-
sælda fyrir þátttöku erlendra lista
manna og þau tækifæri sem sýn-
ingarnar veita okkar eigin söng-
fólki. Hvað um það: ég hlýt) eins
og áður, að biðja lesendur að hafa
mig afsakaðan frá að „dæma um“
óperulist leikhússins.
Óperan Marta eftir Flotow er.
rómantískt skrautverk, gengur
einkum út á þá hugmynd að leið-
um og lífsþreyttum aðli sé hollt
að styrkja sig á óþreyttu bænda-
blóði. Svo óhræsilega er náttúr-
lega ekki kveðið að orði í óper-
unni sjálfri: þetta er ,,hugnæm“
ástarsaga með ærslafengnu ívafi í
leik og söng. Óperan er samin
upp úr ballett með sama efni sem
er ævagamalt í leiklist og bók-
menntum; aðalsfólk og bændur
verksins eiga fráleitt neitt skylt
við „England í byrjun Viktoríu-
tímans“ þegar leikurinn er sagð-
úr gerast, en gætu allt eins verið
hirðingjar og höfðingjar klassískr-
ar fornaldar; þetta er pastoral,
draumur um sveitasælu, sem er í
gildi með hverri kynslóð. Hér er
búningur hans sem sagt róman-
tísk ópera, leikform sem ósöngn-
um áhorfanda, ónæmum á óperu
kann að virðast bæði broslegt og
fráhrindandi, en hinir sem kunna
að meta þessa list eru þeim mun
heillaðri af.
Að vanda eru erlendir iista-
menn tilkvaddir að stjórna sýning-
unhi, Bohdan Wodiczko hljóm-
sveitarstjóri, sem að vísu er að
verða heimamaður hér, og dansk-
ur leikstjóri, Erik Schack; aðal-
hlutvei-kið syngur bandarísk söng-
kona, Mattiwilda Dobbs, en okk-
ar eigin söngstjarna, Svala Niel-
sen, mun eiga að taka við því
eftir nokkrar fyrstu sýningarnar.
Áhugamönnum um íslenzka óperu
mun frammistaða Svölu ekki mið-
ur forvitnileg þegar þar að kem-
ur en heimsókn hinnar ágætu
bandarísku söngkonu, en Matti-
wilda Dobbs vann hylli leikhúss-
gesta fyrirstöðulaifst með raddar-
prýði sinni, látlausri, þokkafullri
framgöngu á sviðinu og átti hug
og hjarta áhorfenda sinna eftir
söng lafði Harrietar um rósina í
þriðja þætti. Guðmundur Guð-
jónsson var ástvinur hennar í
sveitinni, en Guðmundur Jónsson
og Sigurveig Hjaltested annað par
leiksins, skoplegri hliðstæða hinna
rómantísku ejskenda; ekki kann
ég að finna að þeirra verkum
fremur en Kristins Hallssonar sem
var aðsópsmikill og skringilegur
í hlutverki aldins hefðarmanns og
vonbiðils lafðinnar. Þá eru helztu
þátttakendur upptaldir, en auk
þeirra koma við sögu dómari með
þjónum sínum, bændur og sveita-
stúlkur og fjölmennur kór, og var
þáttur þeirra raunar æði misjafn,
sum atriðin að vísu falleg og fjör-
leg, önnur beinlínis kauðsk.
Virtist mér sýningin við
stjórn Erik Schacks, en leiktjöld
Lárusar Ingólfssonar, ójafnari allt
á litið og miður smekkleg en und-
anfarnar ópentsýningar Þjóðleik-
hússins sem Svíinn Leif Söder-
ström bar veg og vanda af. En tón-
listin er faileg og áheyrileg, sum-
ir söngvarnir alkunnir og vinsæl-
ir, enda var verkinu fjarska vel
tekið á frumsýningu. Guðmundur
Jónsson þýddi textann, en verð- ,
leika hans og þýðingarinnar er tor
velt að meta: það mátti sem sé
sjaldnast greina orðaskil.
Nýbreytni er það að flytja óp-
eru á jólum en ekki að vori til
eins og oftast hefur verið til þessa.
Vanafastir áhorfendur kunna
að sakna þess að fá ekki að sjá
aðal-leikrit Þjóðleikhússins á há-
tíðinni, en líklega er þetta rétt
ráðið: hin ‘árlega óperusýning er
oftast viðhafnarlegasta frumsýn-
Mattiwilde Dobbs og Guðmundur Guðjónsson
fi...
MIRAP
UTILOKAR SLÆMAN ÞEF
HINDRAR AÐ MATUR ÞORNI
VINNU- OG SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT
Sigurveig lljaltcsted og Kristinn Halisson.
Sviðsmynd úr Mörthu.
28. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ [J