Alþýðublaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 11
S=RSfstfórrÖrn Eicfsson; Stbfnun Badmintonsambands fer oð verða tímabær Aðalfundur Tennis- og badmin toníelags Reykjavíkur var nýlega lialdinn. í uphafi fundar minntist formað ur félagsins, Kristján Benedikts son, tveggja látinna stofnenda og velunnara félagsins, þeirra Bene dikts G. Waage, heiðarsforseta ÍSÍ, og Páls Andréssonar kaup- manns. Þá flutti formaður ársskýrslu stjórnar og reikningar voru lagð ir fram cg samþykktir. Nokkur rekstrarafgangur var á árinu, og var hann að venju lagður í hús byggingarsjóð félagsins. Á liðnu starfsári sá TBR inn framkvæmd 5 badmintonmóta, þ.e. haustmóts, innanfélagsmóts og firmakeppni félagsins, og auk þess var félaginu falin framkvæmd Reykjavíkurmótsins og íslands- meistaramótsins, en það var að venju umfangsmest og tóku þátt í því alls um 80 keppendur frá 6 félögum, þ.á.m. frá 3 stöðum utan Reykjavíkur. Sanna þessi fjölmennu mót liina öru útbrei'ðslu þessarar ágætu í- þróttar og sívaxandi vinsældir hennar. Skortur á húsnæði til æfinga, hefur löngum verið fjötur um fót og hefur félagið jafnan tekið á leigu allt nothæft húsnæði, sem falt hefur verið, bæði íþróttasali skóla og félaga. í vetur hefur fé lagið æfingatíma í fjórum af skól um borgarinnar en mestur hluti æfinganna fer fram í Vaishúsinu og í íþróttahöllinni í Laugardal. í íþróttahöllinni hefur TBR nú 6 æfingatíma á viku og munar mik ið um það, þar sem leikið er þar á 12 badmintonvöllum samtímis. Samtals hefur félagið nú á leigu 181 vallartíma á viku og mun láta nærri að virkir félagar séu 550 talsins auk annarra félagsmanna. Var þó ekki unnt a'ð fullnægja eft irspurn eftir æfingatímum (síðari hluta kvölds). Aftur á móti munu enn vera lítils háttar lausir tímar framan af kvöldi. Unglingastarfið fer fram með líku sniði og áður. Börn og ungling ar fá ókeypis æfingar og tilsögn í Valshúsinu á laugardögum kl. 2—4. Er aðsókn mjög mikil. Kenn ari er Garðar Alfonsson, en hann er jafnframt aðalleiðbeinandi fé- lagsins. Er nú ákveðið að efna til opins unglingamóts, þar sem keppt ver'ður í 3 aldursflokkum. Er á- formað að slíkt mót verði fram vegis fastur liður í starfi félags ins. Þá eru æfingatímar í Valshúsi síðdegis á laugardögum, sem opnir eru öllum félagsmönnum og eru þeir vel sóttir. í haust styrkti TBR tvo félags menn til náms- og æfingadvalar í Danmörku, en Flugfélag íslands veitti þeim afslátt af fargjöldum. Voru það þeir Jón Árnason, nú verandi íslandsmeistari og Garðar Alfonsson, sem jafnframt kynnti sér þjálfun og unglingastarf bad mintonfélaga í Kaupmannahöfn. Þá gat formaður þess í skýrslu sinni, að félagið hefði nú fengið inni í skrifstofuhúsnæði ÍBR í í- þróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir stjórnarfundi sina og afgreiðslu, sem orðin er all umfangsmikil með sívaxandi starfsemi. Þá hreyfði formaður þeirri hug- mynd, sem fram hefur komið hvort ekki sé tímabært að huga að stofn un sérsambands fyrir badminton, Framhald á 15. síðu. Fátt er heilnæmara en skíffaferöir á fjöllum, á myndinni sjást íve3* * skíðakappar, Kristinn Ben. og Guffni Sigfússon. Fjöldaganga á skíöum Kambabrún - Hveradalir Fjölbreytf starfsemi Sk'ibaskálans í Hveradölum íslanðsmotió hélt áfram í gærkvöldi, en skýrt er frá úrslitum á íþróttasíffunni. Á myndinni sézt Sigurffur Einarsson Fram, skora en liann er einn af okkar beztu handknattlciksmönnum. Fyrir skömmu áttu fréttamenn þess kost að ræða við Óla J. Óla son, gestgjafa í Skíðaskálanum í Hveradölum um vetrarstarfið. Hann hefur ýmislegt. á prjónunum um þesar mundir, en þó mun vafa laust mesta athygli vekja, að hann hefur hug á að koma á fjöldagöngu á skíðum frá Kambabrún til Skíða skálans í vetur, og verður sú ganga eitthvað í líkingu við Vasagöng una sænsku, sem þúsundir manna taka jafnan þátt í. Ekki kvaðst Óli hafa hugsað sér þetta sem kappgöngu, heldur miklu fremur hressingargöngu, enda þótt fyrstu menn fengju auðvitað einhverja viðurkenningu. í fyrra efndi Óli til hjónakeppni, sem gaf mjög góða raun, og þóttist takast frábærlega vel. Sáust þá margir gamlir og góðir skíðamenn renna sér niður brekkurnar á samt mökum sínum, eftir að hafa jafnvel ekki stigið á skíði í fleiri ár, a.m.k. ekki opinberlega. Sagði Óli að haiin hefði ákveðið að end- urtaka þessa keppni í ár, enda mik ill áhugi meðal þessara hjóna fyrir því. Ennfremur kvaðst hann hafa í liyggju að koma á eins konar fjöl skyldukeppni, og yrði það senni lega í formi stigakeppni. Eins og undanfarin ár verður svokölluð „jólavaka" í Skíðaskál anum, og verður hún að vanda haldin milli jóla og nýárs. Getur fólk fengið gistingu í skálanum all an þann tíma, annað Ihvort leigt herbergi eða svefnpokapláss, svo og getur það fengið þa.r gistingu einn og einn sólarhring. Sé gott veður og kvölda tekur fer fólk venjulega á skíði, en brauíin er upplýst, en ef veður er vont verfi ur kvöldvaka í skálanum. Strax eftir áramótin verður efnt til skíðanámskeiðs fyrir börn og unglinga á vegum Skíðaskálans. Stendur það í þrjá daga, hefst 1. janúar. Kennari verður Harald ur Pálsson, einn af fremstu skíða mönnum Reykjavíkur. Kostar þátt tökugjald fyrir börn 8—12 ára 600 kr. 750 kr. fyrir börn 12 — 15 ára og 900 kr. fyrir unglinga 16 ára og eldri. Almennt skíðanám skeið verður einnig í Skíðaskálan um í vetur og Óli kvaðst nú vera á höttum eftir færum kennara, og verður því væntanlega skýrt nán íar frá þessu námskeiði. ÍSLANDSMÓTIÐ Annað leikkvöld íslandsmótsins í handknattleik fór fram í íþrótta höllinni í Laugardal í gærkvöld. Urðu úrslit þau, að Fram vann Hauka með 22:14 og FH vann Ár- mann með 30:13. Áskriftasíminn er 14901 28. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.