Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 18

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 18
Tafla: Yfirlit yfir hjálparskrár í bókum útg. 1991 Hjálparskrár Tegundir hjálparskráa Skipting samkvæmt Bækur1 Fjöldi Hlut- Atriðis- Staða- aðalflokkum útgefnar bóka fall orða- Nafna- nafina- Aðrar Út- Dewey-kerfis 1991 samtals % skrár skrár skrár skrár drættir 000 Almennt efni 16 5 31,3 3 1 - 1 1 100 Heimspeki o. fl. 37 5 13,5 5 1 - - - 200 Trúarbrögð 24 3 12,5 1 1 - 1 - 300 Samfélagsfræði 182 24 13,2 11 8 - 7 - 400 Tungumál2 61 6 9,8 4 - - 2 - 500 Raunvísindi 66 26 39,4 22 2 2 - 2 600 Tækni o. fl. 83 26 31,3 18 6 - 2 3 700 Listir o. fl. 62 9 14,5 6 1 1 2 1 800 Bókmenntir3 20 16 80,0 8 9 1 1 - 900 Sagnfræði o. fl. 130 59 45,4 21 40 2 3 1 Samtals: 681 179 26,3 99 69 6 18 8 1 Samtal bóka með 48 bls. eða meira. Fjöldi útgefmna bóka 1991 er alls 1.049. 2 Þessi flokkur er síst marktækur því í honum eru bækur, sem eðli málsins samkvæmt, hafa ekki hjálparskrár. 3 Skáldrit, alls 368, eru ekki tekin með í yfirlitinu. vera skipuleg. Málfar og stíll þarf að henta þeim markhópi sem ritið er ætlað og öll gerð ritsins þarf að standast þau markmið sem sett eru fram í formála þess. f meginmáli þurfa að vera tilvitnanir til heimilda eftir því sem við á, annaðhvort inni í texta, neðst á hverri síðu, aftan við hvern kafla fyrir sig eða aftan við texta bókarinn- ar. í þessu efni ræður smekkur og hefð höfundar hvaða kostur er tekinn. Fullkomin bókfræðileg skrá þarf síðan að fylgja yfir þær heimildir sem notaðar eru, jafnt munnlegar, prentaðar sem óprentaðar. Þar ræður einnig smekkur hvort heimilda- skrár eru fyrir aftan hvern kafla um sig (sem hentar t.d. vel þegar margir höfundar skrifa hver sinn kaflann í bók) eða þá að ein samfelld heildarskrá er aftast í ritinu. Bókfræði- legar skrár um ítarefni þar sem finna má frekari upplýs- ingar um efnið gefa ritum aukið gildi. Vandaðar hjálparskrár þurfa að vera fyrir hendi í fræðiritum þar sem vísað er til þeirra blaðsíðna, einnar eða fleiri, í meginmáli þar sem fjallað er um er um einstaka efn- isþætti þannig að fljótlegt sé að finna þá. Um mismunandi aðferðir getur verið að ræða við gerð og framsetningu slíkra hjálparskráa. Ymist er atriðum eins og mannanöfnum, staðanöfnum, fræðiheitum, dýranöfn- um og öðrum efnisorðum haldið saman í sérskrám, sem hverri um sig er innbyrðis raðað í stafrófsröð, tímaröð eða aðra rökrétta röð, eða þá að öllum þessum þáttum er steypt saman í eina heildaratriðisorðaskrá. Ýmis nöfn eru notuð yfir slíkar skrár t.d. efnislykill, efnisorðalykill, efnisatriða- skrá, atriðisorðaskrá, orðaskrá, registur, orðakví eða vísir. Til hægðarauka mætti jafnvel hafa atriðisorðin skáletrnð eða feitletruð í texta. Auðkenna þarf sérstaklega í hjálpar- skrám, með leturbreytingum eða táknum, hvar er að finna ítarlega umfjöllun eða myndir af viðfangsefninu. Æskilegt er að stuttur inngangur fylgi hjálparskrám þar sem getið er um hvers konar atriði þar er að finna. Sérstaklega er inn- gangur brýnn ef um heildaratriðisorðaskrá er að ræða. í inngangi skal getið um fyrirkomulag í skránni sjálfri eftir því sem við á, t.d. hvernig ítarleg umfjöllun og myndefni eru auðkennd og hvernig millivísunum er hagað. Mikil- vægt er að slíkur inngangur sé stuttur og gagnorður. Að hafa eina heildarskrá hefur þann kost að ekki þarf að leita í nema einni stafrófsröð og þá er ekki hætta á að not- endum sjáist t.d. yfir stuttar sérskrár, sem annars getur ver- ið hætta á, sérstaklega hjá reynslulitlum notendum. Ef um myndir er að ræða í ritum þurfa að vera sérstak- ar myndaskrár. Myndir eiga að falla vel að efni rits og auka fræðslugildi þess. Ennfremur þurfa myndatextar að vera skýrir og veita frekari upplýsingar um efnið. Utdrættir á íslensku og/eða erlendum málum geta líka aukið á gildi rita. Frágang fræði- og uppsláttarbóka, kennslubóka svo og allra bóka, sem gera má ráð fyrir að verði mikið handfjatl- aðar, þarf að vanda sérstaklega. Mikilvægt er að notaður sé sterkur og vandaður pappír og að bókband sé vandað, þ.e.a.s. að bókin sé saumuð en ekki aðeins límd niður í kjölinn. Ennfremur þarf að huga að stærð bóka, þyngd, þykkt þeirra og lögun þannig að þessir þættir séu sem hent- ugastir. Notagildi fræðirits ræðst að miklu leyti af því hversu vandað er til þess í upphafi bæði hvað varðar efnistök, að- gengi upplýsinga og frágang allan. Ennfremur hvort um er að ræða brautryðjendaverk, sem lengi hefur verið beðið eft- ir, eða hvort um er að ræða nýja útgáfu í stað rits sem orð- ið er úrelt. Niðurst'óður dómnefnda Við val dómnefnda á þeim bókum sem hlutu viður- kenningar Félags bókasafnsfræðinga voru framangreind at- riði lögð til grundvallar. Hvað varðar val á fræðibók fyrir börn lá það nokkuð ljóst fyrir því, að mati dómnefndar, ber sú bók sem viðurkenninguna hlaut, af útgáfubókum ársins 1992. Við val á fræðibók fyrir fullorðna gátu, að mati dóm- nefndar, níu bækur komið til álita þegar útgáfubækur árs- ins höfðu verið skoðaðar. Við frekari umfjöllun féllu þær út hver af annarri, t.d. voru þess dæmi að hjálparskrárnar stóðust ekki kröfur og voru þær greinilega ekki samdar af fólki með þekkingu og reynslu á því sviði. Rétt er að geta þess að ákveðið var að rit, sem gefin eru út í fleiri en einu bindi (og hvert bindi er hluti af heild), komi ekki til álita fyrr en síðasta bindið er komið út. Einnig voru undanskilin rit með stuttum efnisgreinum í stafrófsröð sem eru ekki, eðli málsins samkvæmt, búnar neinum hjálparskrám, s.s. orðabækur og bókaskrár. Niðurstaðan var að engin frumsamin íslensk fræðibók 18 Bókasafhið 18. árg. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.