Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 51
ar um fyrirtæki berast í gegnum lögboðna skráningu fyrir-
tækja, sameignarfélaga, hlutafélaga og samvinnufélaga.
Skrár Hagstofu Islands og Hlutafélagaskrá eru opnar al-
menningi. Hægt er að leita beint í gagnasöfnum Hagstof-
unnar gegnum SKYRR, en Hlutafélagaskrá verður að skoða
á staðnum. Önnur mikilvæg frumheimild um fyrirtæki eru
ársskýrslur, mörg stærri fyrirtæki nota ársskýrslur sem hluta
af markaðssetningu og kynningu á fyrirtækinu. Einnig birt-
ast tilkynningar og fréttir í dagblöðum landsins um af-
komu og starf-
semi fyrir-
tækja. Ymsar
skrár eru til
sem vinna úr
þessum frum-
gögnum, eins
og Kompass
skráin fyrr-
nefnda. Upp-
lýsingar um
fjárhagsstöðu
fyrirtækja eru
mjög mikil-
vægar áður en
viðskipti geta
farið fram. Er-
lendis eru fyr-
irtæki sem sér-
hæfa sig í slíkri upplýsingamiðlun. Hér á landi birtast ár-
lega listar yfir fjárhagsstöðu stærstu fyrirtækjanna í tímarit-
inu Frjáls verslun og flestra hlutafélaga í ársritinu íslenskt
atvinnulíf.
Markaðsupplýsingar eru upplýsingar um ferli mark-
aðssetningar, þ.e. framleiðslu, verð, kynningu, auglýsingar,
og dreifingarkerfi. Upplýsingaþörfin beinist aðallega að
mörkuðum, framleiðslunni og þjónustu. Helstu heimildir
um markaðssetningu eru neytendakannanir og rannsóknir,
einnig opinberar tölulegar upplýsingar. Hér á landi eru
bæði opinberar stofnanir og einkafyrirtæki sem framkvæma
markaðskannanir, eins og Félagsvísindastofnun og Hag-
vangur. Markaðsathuganir, þar sem unnið er úr frumheim-
ildum, eru mjög mikilvæg gögn. Utflutningsráð íslands
hefur t.d. gert slíkar athuganir um markaðshorfur íslenskra
afurða á erlendri grund.
Ekkert nýlegt heildaryfirlit er til yfir útgefendur töl-
fræðiupplýsinga hérlendis, en helstu opinberu útgefendur
eru Hagstofa íslands, Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki ís-
lands. Vert er að benda á ritið Landshagi frá Hagstofu ís-
lands sem er hafsjór tölulegra upplýsinga.
Auglýsingamælingar er tiltölulega ný þjónusta hér á
landi, sem fyrirtækið Miðlun sér um. Auglýsingar í fjöl-
miðlum, tímaritum og sjónvarpi eru mældar eftir fyrirtækj-
um, efnisflokkum, o.fl. Þetta eru mikilvægar samkeppnis-
upplýsingar sem eru nú í fyrsta skipti aðgengilegar í skipu-
legu formi.
Flestar af stærri atvinnugreinum landsins gefa út tímarit
eða fréttabréf. I þessum heimildum eru ýmsar upplýsingar
um markaðsmál. Ekkert heildaryfirlit er til yfir efni ís-
lenskra tímarita. Það stendur þó til bóta, m.a. er verið að
vinna að greinasafni í Gegni, tölvukerfi Þjóðarbók-
hlöðusafnanna þ.e. Háskóla- og Landsbókasafns, einnig er
nýkominn út íslenskur tímaritalykill, yfir efni íslenskra
tímarita, útgefin 1991 af Lindinni hf.
Framleiðsluupplýsingar eru upplýsingar um hver fram-
leiðir ákveðna vöru eða þjónustu, einkaleyfi eða vörumerki.
Upplýsingar um íslenska framleiðslu og þjónustu eru
nauðsynlegar til að geta staðsett ákveðna framleiðslu, vöru-
merki eða einkaleyfi, eða til að finna vöru með ákveðnum
einkennum. Mikið er gefið út af þjónustu- og vöruskrám
(bæklingum), þetta er mjög fjölbreyttur og óstaðlaður
flokkur og því erfitt að meðhöndla hann. Stærri iðnsam-
tök hafa mörg hver tekið saman yfirlit yfir framleiðslu og
þjónustu sinna
félaga, útgef-
endur hafa
einnig gefið út
heildarskrár
eins og Islensk
fyrirtœki og
Kompass. Slíkar
skrár eru góð
uppflettirit.
Vörumerki og
einkaleyfi eru
skráð hjá
Einkaleyfa-
stofu, sem gefur
mánaðarlega út
fréttabréf auk
ársrits.
Hagfræðilegar almennar upplýsingar, upplýsingar um
framkvæmdir stjórnvalda, þjóðhagsspár o.fl. eru nauðsyn-
legar í viðskiptaheiminum til að geta spáð fyrir um fram-
tíðina og gert langtímaáætlanir.
Opinberar stofnanir eins og Þjóðhagsstofnun gefur ár-
lega út þjóðhagsáætlun. Alþingistíðindi, Lögbirtingablaðið
og Stjórnartíðindi eru heimildir um framkvæmdir hins op-
inbera. Einnig eru dagblöðin mikilvægur miðill um al-
mennt ástand í þjóðfélaginu. Þess má geta að nýverið opn-
aðist beinlínuaðgangur að gagnasafni Morgunblaðsins í
gegnum gagnagrunninn Hafsjó, sem fyrirtækið Strengur
hf. sér um.
Staða íslenskra viðskiptaheimilda
Eitthvað er til af íslenskum heimildum í öllum fimm
efnisflokkum viðskiptaupplýsinga, þó mis ítarlegar. Það
sem helst vantar er útgáfa annars stigs heimilda, þ.e. þar
sem unnið er úr frumheimildum, sérstaklega í markaðs- og
framleiðsluupplýsingum.
Skortur á heimildum er e.t.v. ekki stærsta vandamálið í
miðlun viðskiptaupplýsinga hér á landi, heldur skortur á
bókfræði- og leiðbeiningaritum um hvað er til af viðskipta-
heimildum og hvar hægt er að nálgast viðkomandi gögn.
Það er mun auðveldara og aðgengilegra að finna erlendar
viðskiptaupplýsingar en íslenskar. Ástæðurnar eru einkum
eftirfarandi: viðskiptaheimildir eru í mjög mismunandi
formi, bæklingar, fréttabréf, dagblöð, tímarit, ársskýrslur,
bækur o.fl. Oft eru þetta gögn sem erfitt er að halda utan
um og fara ekki inn í hina árlegu bókaskrá Landsbókasafns,
skv. reglum hennar.
Heildarskrá yfir íslensk tímarit hefur ekki enn verið gef-
in út. Því verður öll Ieit að tímaritum í ákveðnum efnis-
flokki mjög tilviljanakennd. Einnig skapar það astand sem
er í tímaritaútgáfu hér, þ.e. margir smáir útgefendur, erfið-
leika við að finna út hvar hægt er að nálgast ákveðin tíma-
rit. Ekki er heldur til heildarskrá yfir efni íslenskra tímarita,
Bókasafhið 18. árg. 1994 51