Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 39

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 39
4.0 Rannsóknaraðferðir Fjöldi greina um svipaðar rannsóknir hefur birst í er- lendum fagritum. Aðferðir, sem notaðar hafa verið við að greina og flokka rannsóknir, hafa verið nokkuð mismun- andi en ekki reyndist unnt að nota erlend rannsóknarlíkön nema með því að breyta þeim og laga að íslenskum aðstæð- um. Þessi rannsókn er mun smærri í sniðum en sambærileg- ar rannsóknir erlendis vegna minni útgáfu rannsókna hér á landi. Þetta reyndist bæði veikleiki og styrkur. Veikleiki vegna þess að hver grein hefur mun meira vægi og því meiri áhrif á niðurstöður og ber að skoða allar hlutfallstölur með tilliti til þess; styrkur vegna þess að þá var hægt að skoða hverja grein niður í kjölinn sem er ógerningur í umfangs- meiri rannsóknum. Aðferðirnar, sem beitt var í rannsókn- inni, voru bókfræðimælingar og efnisgreining. Fyrst var leitað í Bókasafninu, hvert hefti skoðað og greinar, sem þóttu koma til álita, skilgreindar samkvæmt fyrrgreindum skilyrðum. Scandinavian Public Library Qu- arterly er það erlenda tímarit sem líklegast þótti til að birta greinar um íslenskt efni og því var næst leitað fanga þar. Einnig var leitað í LISA, bæði á geisladiski og með bein- línuleit í DIALOG. Leitarorðið var Iceland* sem skilaði 178 færslum með bókfræðilegum upplýsingum, útdrætti og atriðisorðum. Auk þess var leitað eftir efni í fórum einkaaðila. Leitin beindist að þeim heimildum sem líklegastar þóttu en þó voru allar bókfræðilegar skrár undanskildar. Ekki var farið út í að leita í fagritum annarra fræðigreina en vitað er að bókasafnsfræðingar skrifa þó nokkuð í fagrit, sem tengj- ast þeirri stofnun sem þeir vinna hjá, s.s. Ný menntamál, Skíma, Saga og fleiri. 5.0 Niðurstöður í Ijós kom að mjög fáar rannsóknir uppfylltu öll skilyrð- in sem sett voru fram (sjá 3.0). Þau voru þó notuð áfram sem viðmiðun. Margar greinar lentu á „gráu svæði“ milli rannsóknar- og faggreina sem oft var mjög erfitt að úr- skurða, einkum ef viðkomandi grein var áhugaverð og vel skrifuð. Tekið skal fram að þó að grein sé skilgreind sem rannsóknargrein er það enginn mælikvarði á gæði hennar. Aðeins 27 ritverk voru skilgreind sem rannsóknir (sjá viðauka). 5.1 Útgáfa og umfang rannsókna Af rannsóknunum 27 eru 19 í fagtímaritum, þar af sjö í Bókasafninu og fimm í Scandinavian Public Library Qu- arterly. Sjö greinar komu úr jafnmörgum öðrum tímarit- um, þar af sex á ensku og ein á dönsku. Af þeim átta, sem eftir standa, eru fjórar bækur, þrjár kaflar í bókum og ein er erindi sem flutt var á ráðstefnu. Islendingar skrifuðu tvær bókanna á íslensku og eina á ensku, og bandarískur háskólakennari, sem vann hér um tíma, skrifaði eina á ensku. Ráðstefnuerindið er á ensku en eftir íslending. Rannsóknir varðandi Island birtast á íslensku en eru samt sem áður mun oftar gefnar út á erlendum tungumái- um, einkum ensku. Það er eðlilegt að þær níu greinar, sem voru skrifaðar af útlendingum, kæmu út á erlendúm tungumálum (aðeins ein var þýdd). fslendingar skrifuðu hins vegar 18 greinar og aðeins níu birtust á íslensku en sjö á ensku, ein á sænsku og ein á dönsku. Astæðurnar fyrir þessu eru augljósar. Sárafáir lesa ís- lensku fyrir utan íslendinga sjálfa og því er nauðsynlegt fyr- ir íslenska fræðimenn að birta verk sín á öðrum tungumál- um til að hljóta alþjóðlega viðurkenningu en einnig til að gera rannsóknir sínar aðgengilegar fyrir aðra fræðimenn. Norðurlöndin hafa oft haft samvinnu um rannsóknar- verkefni í bókasafnsfræði. Hins vegar hefur íslandi oft ver- ið sleppt úr einstökum rannsóknum, sem hafa átt að ná yfir öll Norðurlöndin, eða ekki hefur verið fjallað eins ítarlega um stöðu mála hér á landi eins og í hinum löndunum. f sumum rannsóknum hefur símtal við einn aðila hérlendis verið látið nægja eða stuðst við skjöl frá einum aðila með- an gagnasöfnunin hefúr verið yfirgripsmeiri á hinum Norðurlöndunum. Skýringin gæti verið sú að ekki er auðvelt að afla upplýs- inga erlendis um bókasafns- og upplýsingafræði hér á landi. Hér er engin stofnun sem erlendir aðilar geta snúið sér til eftir upplýsingum. 5.2 Hlufall rannsókna í fagritum Hlutfall rannsókna í erlendum fagtímaritum er 19% skv. Peritz (1980-81), 24,4% skv. Nour (1985) og 23,6 % skv. Feehan o.fl.(1987) en aðeins 10,45% í Bókasafninu 1983-1993. Segja má að þessi samanburður sé ekki sann- gjarn þar sem erlendu rannsóknirnar eru bundnar við þekkt og viðurkennd tímarit þar sem kröfur um efni og framsetningu eru miklar. I þeim 17 tölublöðum af Bókasafninu, sem komu út á árunum 1974 til 1993, er 91 grein sem nær yfir tvær blað- síður eða meira. Þar af voru aðeins sjö, eða 7,69%, skil- greindar sem rannsóknargreinar. Sú fyrsta birtist ekki fyrr en 1983 og sé eldri tölublöðum sleppt nær hlutfall rann- sókna 10,45%. 5.3 Höfundar Islendingar skrifuðu 18 af rannsóknunum 27, þar af voru sex skrifaðar af sama höfundi, eitt rit var samvinna þriggja höfunda og tveir höfundar eiga tvær greinar hvor. 1. tafla: Flokkun höfúnda efitir þjóðerni Þjóðerni höfúnda Fjöldi höfúnda Fjöldi rannsóknargreina ísland 13 18 Norðurlönd 6 6 Bandaríkin 1 2 Ástralía 1 1 Alls: 21 27 Af íslensku höfundunum 13 eru þrír skólasafnverðir, þrír starfa á sérfræðibókasöfnum, tveir á rannsóknarbóka- söfnum og þrír eru kennarar í bókasafns- og upplýsinga- fræði. Tveir eru hvorki bókasafnsfræðingar né starfandi við bókasöfn. Það sem helst kemur á óvart er að aðeins einn höfundur er frá stóru rannsóknarbókasöfnunum, Landsbókasafni og Háskólabókasafni. Erlendar kannanir sýna að bókaverðir á háskólabókasöfnum eru stærsd hópurinn sem stundar rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði. Skýringar geta verið: (a) í núverandi lögum um Landsbókasafn er kveðið á um að eitt af hlutverkum þess sé að annast rannsóknir í íslenskri bókfræði. Þær rannsóknir hafa að meginstefnu til verið í formi ritaskráa án skilgreininga eða rannsókna á efn- inu að öðru leyti og falla því tæpast undir þessa rannsókn. I lögum eða reglugerðum um starfsemi Háskólabókasafns er hvergi minnst á rannsóknir sem hlutverk þess. Háskóla- samfélagið hefur fram að þessu eingöngu litið á safnið sem Bókasafhið 18. árg. 1994 39

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.