Alþýðublaðið - 25.05.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1921, Blaðsíða 3
öllu mikillætinu og gleiðgosabragn- um íyrir kosningarnar, þeir brosa góðlátlegu meðaumkvunarbrosi að aliri sorginni og vílinu og vonleys inu; þeir vita að þetta er ekki f síðasta sinn sem þessir herrar verða fyrir sárum pólitískum von brigðum, og þeim er ósárt um þótt skamt yrði að bíða þeirra næstu. H'órður. Um iagiu og vegim Hljómleikarnir, sem haldnir voru í Nýja Bfó á sunnudaginn, verða endurteknir á sama stað kl. 7llz i kvöld, með nokkrum breytingum. Halldór Kolbeins cand. theol. er kosinn prestur f Flatey á Breiðafirði, með 133 atkvæðum. Dr. Fáll E. ðlason var kosinn forseti Þjóðvinafélagsins á Þjóð- vinafélagsfundi f sameinuðu alþingi á laugardaginn. Bened. Sveinsson baðst undan kosningu. Rottur gera enn vart við sig all víða og verður gerð tilraun til þess að ótrýma þeim bráðlega. Ættu þeir, sem varir verða við rottugang, að tilkynna það hið bráðasta tii heilbrigðisfulltrúa eða á hafnarskrifstofuna. Saltflsktollnr hækkaður. Tol!- ur af fsl. saltfiski á Spáni hefir verið hækkaður úr 24 pjöstrum upp í 36 á skippund. Einnig hefir tollur af norskum saltfiski venð hækkaður upp ( 72 pjastra. Fiskiskipin. Geir og Menja komu í gær til Hafnarfjarðar með ágætan afla. Gflllt'OSS kom í nótt hlaðinn vörunj, með fjölda farþega. Dagsbrúnarfanður verður á morgun í teinplarahúsinu og verður öilum alþýðuflokksmönn- um heimilt að sækja fundinn eftir kl. 8V2. Jón Baldvinssoa segir þingfréttir. Abnennur verklýðsfundur var f gær haldinn á ísafirði f tilefni ALÞYÐUBLAÐIÐ ðf því, að h.f. Hinar sameinuðu fslenzícu verzlanír höfðu rekið 17 menn úr vinnu fyrir það eitt, að þeir vildu ekki vinna fyrir kr. 1,50 á tfmann f eftisvinnu. Mótmælti fundurinn kröftuglega athæfi þess- arar erlendu stofnunar, sem fáir verkamenn mundu harma að hyifi úr sögunni. Oss er ekki kunnugl hvort verzlunarstjórinn á ísafirði hefir sktpun um það frá æðri stöðum, að kúga verkamenn sem mest og beita þá órétti. En ótrú legt þykir það. Hitt sennilegra, að sá herrs, sem verzluninni stjórnar, taki þá ábyrgð á sig, að hætta a það, að ekki einn einasti verkamaður skifti við verzlunina. Ec ,þaó avar er aígengast rneðai siðaðra þjóða, þegar ribbaldar ráðast með ósvífni á verkalýðinn. Væntsnlega standa verkamenn á ísafirði þétt f þessu máli og láta ekki hiut sinn fyrir ójafnaðar- mönnunum. Láta hart mæta hörðu. líileníar frétiir. dárnbraat firá Noregi til Rússlanda. Hreyfing mikil er vöknuð, eink- um í Norður-Noregi, um að gerð verði járnbraut um Norður Noreg til Rússlands. Þeir, sem mest berj- ast fyrir þessu, eru sjómennirnir, sem segja að járnbrautir Rússlands nái nú til 40 miljóna manna, sem fasti hátt á 2. hundrað daga á ári og sé því enginn smáræðis mark- aður fyrir fisk þar í landi. Er hug- myndin að koma svo fyrir flutn- ingunum, að hægt sé að flytja fiskinn nýjan, engu síður en salt- aðan. Hvort þetta kemst í fram- kvæmd mjög bráðlega, er ekki gott að segja, en ailan huga hafa Norðlendingar á að svo verði. Saltflskur tii Fetrograd. í símskeyti frá Vardö, nyrsta bæ í Noregi, segir svo, að póst- skipið sem þaðan gengur til Mur- mansk í Rússlandi hafi tekið með sér skonnortu hlaðna saltfiski, er átti að fara til matsöluhúsanna í Petrograd, Norðmenn hafa mikinn hug á þvf, að afla sér markaðs í Rússlandi fyrir sild og fisk, og munu þeir leggja enn meiri stunð á það vegna toilsins, sem Spán- 3 verjar hafa nýlega hækkað svö mjög. Fýðingarmikil nppgötrnn. Prófessor Bjelinskij, sem starfar í þjónustu sovjetstjórnarinnar rúss- nesku, hefir fundið upp nýja að- ferð tií þess að vinna benzin handa flugvélum úr oliuefnum, með því að leysa þau upp með kloraluminium. Uppfundningin er komin af tiiraunastigi og er þegar farið að franiieiða benzin með aðferðinni í verksmiðjunni .Foz- glen* í Rússlandi. Sonarsonar €lemeuceaus í fangelsi* Fregn frá París hejmir, að soq- arsonur Clemenceaus, Frederic Ga- tineau, sem nú dvelji í Englandi, hafi verið dæmdur í tveggja ára íangelsi og 50,000 franka sekt fyrir pretti; Iíka er hann dæmdur til að greiða aftur fé að upphæð 900,000 franka, sem hann heflr eytt frá ýmsum verksmiðjueigend- um. Dugandi drengur 1 Brnnnn inni. Nýlega brann 31 kýr inni á bæ einum í Sparbu í Noregi. Var konan ein heima og bruncu öll hús og húsmunir til kaldra kola. Skaðinn metinn 300,000 kr. -áLfUpreiÖisIa ííaðsins er í Aiþýðuhúsinu við íagólfsstrætl og Hverfisgötu. ; Aaglýsingum aé skilað þangað cða f Gutenberg f sfðasta Iagi kl. 10 árdegis, þnnn dag, sem þ«r dga að koma í biaðið. Askriftargjald ein kr. á nánuði. Auglýúngaverð kr. 1,50 cm. dndáikuð. Utsölumenn beðnir að gera skil ú afgreiðsiunnar, að minata kostt ársfjórðungslega. Alþbl. kostar I kr. á mánufll. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: óiafur Friðriksson. __________________:____________:* Prentimiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.