Ársrit Heilsuhælisfélagsins - 01.03.1913, Page 12

Ársrit Heilsuhælisfélagsins - 01.03.1913, Page 12
16 um orðum: Það eru mestu vandræði að þurfa að hœkka meðgjöf sjúklinganna á Vífilsstöðum, það þyrfíi miblu fremur að lœkka hana. Þetta úrræði, að hækka meðgjöfina, hefur sannarlega oft komið til tals milli okkar forstöðumannanna, þegar hælið hefur verið í Qárþröng — og það er það sífelt —, en við höfum aldrei getað fengið okkur til þess. Síðast núna í vor sem leið var um þetta talað, þá vorum við í mestu vandræðum með að borga vexti af erlenda láninu, og um sömu mundir þurfti að borga háan kolareikning. Þá var eins og oftar full ástæða til að segja: »Þetta geng- ur ekki, það verður að hækka meðgjöfma«. En það fór sem oft áður, að við gátum þó ekki fengið það af okkur. Og ég skal segja ykkur, hvað við gerðum: Við tókum 6000 kr. víxillán upp á eigin persónulega ábyrgð okkar. Þetta lán verðum við að borga strax í haust, ef ekki fæst framlenging á því, og að því getur rekið, að við verðum að borga lánið sjálfir að einhverju leyti eða öllu, ekki sízt ef þingið færir niður styrkinn til hælisins. Þá höfum við þó á endanum fengið einhver laun sem um munar, haft eitthvað upp úr öllu stritinu. Þetta er nú sanni fróðleikurinn um heilsuhælið. Ef háttvirt fjárlaganefnd og aðrir háttvirtir deildar- menn trúa mér ekki, þá nær það ekki lengra. En ef menn trúa orðum mínum, þá veit ég að nefndin muni taka breytingartillögu sína aftur, og allir háttvirtir deild- armenn munu fúsir að íhuga til 3. umræðu, hvort ekki sé ástæða til að hœkka styrkinn, veita það sem um var beðið, 30000 kr. hvort árið.*) ’) Heilsuhælisfélagiö hafði sótt um 30000 kr. á ári. Stjórn- in lagði til í fjárlagafrumvarpinu, að veittar væru 28000 kr. fyrra árið og 25000 kr. síðara árið. Þetta vildi Qárlaganefnd etri deild- ar lækka um 1000 kr. á ári. Út at pví spanst pessi ræða.

x

Ársrit Heilsuhælisfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Heilsuhælisfélagsins
https://timarit.is/publication/248

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.