Alþýðublaðið - 27.01.1967, Side 8
RUNABOTAFELAGIÐ 50 ARA
Um áramótin voru fimmtán ár iiðin frá stofnun Brunabótaféiags
íslands, sem hér gerðist brautryðjandi í tryggingamálum og skapaði
í rauninni grundvöll innlendra húsatrygginga, en þær voru megin-
starfssvið félagsins um langt árabil. Nú annast félagið allar tegundir
tryggingastarfsemi, nema líftryggingar_
Brunabótafélag íslands er gagnkvæmt tryggingafélag, — það er
að segja, það er eign þeirra sem tryggja hjá því. Síðastliðin tíu
ár liefur félagið endurgreitt tryggjendum rúmlega 21 milljón króna.
Núverandi framkvæmdastjórn félagsins skipa þeir Jón G. Sólnes,
bankastjóri, sem er formaður, Emil Jónsson ráðherra, sem er vara
formaður og Björgvin Bjarnason sýslumaður, sem er ritari. For-
stjóri félagsins er Ásgeir Ólafsson, en hann tók við þvi starfi 1958
af Stefáni Jóhanni Stefánssyni, sem veitt hafði félaginu forstöðu
frá því á árinu 1945.
Hér fer á eftir stutt yfirlit um sögu og þróun Brunabótafélagal
íslands:
AÐDRAGANDI
OG STOFNUN
Nauðsyn trygginga hefur verið
íslendingum ljós um langan aldur
Á þjóðveldisöldinni voru í sam-
bandi við hreppaskipulagið settar
ákveðnar reglur um það, hvern
ig þæta skyldi, ef bær brann eða
búfé fórst. Þetta var þeim mun
athyglisverðara, þar eð í nágranna
löndum okkar þekktust þá ekki
hliðstæð ákvæði. Eftir að þjóðin
missti sjálfsforræði sitt, féll þessi
samtrygging eða samábyrgð niður.
Það er ekki fyrr en seint á 19.
öldinni, að menn fara á ný að rétta
úr kútnum. Með breyttum aðstæð
um og viðhorfum vaknar skilning
ur manna á nauðsyn trygginga og
þá einkum sjótrygginga og bruna
trygginga.
Árið 1890 ritaði ritstjóri Þjóð-
ólfs, Þorleifur Jónsson, grein í
blað sitt um nauðsyn á því að
stofna innlent brunaábyrgðarfélag
enda gátu húseigendur utan
Reykjavíkur vart fengið hús sín
tryggð. Árið eftir flutti Indriði
Einarsson þingmaður Vestmanna
eyinga, frumvarp til laga um stofn
un íslenzks brunatryggingafélags.
Þess má geta, að í Vestmannaeyj
um var stofnað til bátaábyrgðar
félags 1862 og er það félag, Báta
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja, enn
þá starfandi með myndarbrag.
Ekki náði frumvarp Indriða fram
að iganga á þinginu, enda var
landshöfðingi mótfallinn flutningi
þess.
Næstu 24 árin var mál þetta tek
ið upp á svo að segja hverju þingi
en náði ekki samþykki vegna and
stöðu landshöfðingjans of; kcm
ungskjörinna þingmanna. Þessari
baráttu lauk þó á þá lund, að
hinn 3. nóvember 1915 voru sett
lög um stofnun Brunabótafélags
íslands.
í ársbyrjun 1916 var Sveini
Björnssyni, síðar forseta íslands,
falið að koma Brunabótafélaginu
á fót og veita því forstöðu. Um
þetta seigir Sveinn Björnsson m.
a. í endurminningum sínum:
,,Á þinginu 1915 var fjallað
um ýmis mál, þ.á.m. ný viðhorf
vegna ófriðarins. Átti ég sæti í
mörgum nefndum og hafði nóg að
gera. Skal það ekki rakið. Ég vil
aðeins minnast á eitt mál, stofn
un Brunabótafélags íslands. Ég
fékk áhuga fyrir þessu máli. Sú
sannfæring min jókst með ári
hverju, að það væri nauðsynlegt
til þess að öðlast fullkomið sj'álf
stæði islands að ná sem fyrst í
okkar eigin hendur slíkum mál
um, sem héldu í landinu arði og
fé, sem áður hafði horfið til út-
landa, aðallega Danmerkur, —
vildi sigla þótt djarft þætti siglt.
í dag er ég ennþá sannfærðari
en nokkurntíma um, að slíkar og
aðrar framkvæmdir séu okkur
meiri frambúðartrygging um sjálf
stæði en ýmiss konar samþykktir.
Það verður auðvitað að gera sam
þykktir, sem geri skipun á sjálf
stæði landsins og fullveldi. En þær
nægja ekki. Undirstaðan verður
að vera sem öruggust.”
í framhaldi af þessu segir Sveinn
frá því að honum hafi verið falið
að veita félaginu forstöðu og hófst
hann þegar handa um að leita end
urtryggingar hjá dönsku vátrygg
ingafélögunum. Tóku þau málinu
þunglega og töldu á því ýms vand
kvæði. Sveinn segir svo frá:
„Um alger afsvör var þó ekki
að ræða, og 'átti ég marga fundi
með þessum mönnum. Loks sann-
færðist ég um, að hér væri aðeins
verið að halda uppi þófi til þess
að láta málið stranda. Brá ég mér
þá til Svíþjóðar og Noregs. Lauk
því svo, að ég komst að samning
um við eitt bezta tryggingafélag
Norðmanna, Storebrand, Oslo, um
endurtryggingu á þeim grund-
velli, sem ég stakk upp á, þ.á.m. ið
gjaldalækkun.
Var þar með fe'nginn traustur
og öruggur igrundvöllur að félags
stofnuninni og tók félagið til
starfa 1. janúar 1917.“
Á 'hálfrar aldar tímabili hefir
féla^ið að sj^lfsögðu geVigið í
gegnum eitt og annað. Lögum um
það hefir alloft vei'ið breytt allt
eftir því sem við hefir átt og al-
þingismenn hafa talið þurfa.
NÝSKIPAN
MÁLA.
Á Aiþingi 1945 kom fram til
laga um nýja skipan á brunatrygg
ingu fasteigna utan Reykjavíkur
er gekk í þá átt, að veita sveitar
stjórnum heimild til þess að semja
um skyldutryggingu fasteigna við
eitthvert viðurkennt vátrygginga
félag. Tillaga þessi var að vísu
felld, en ný löig um þetta efni
voru samþykkt í lok þingsins og
jafnframt var kosin 5 manna
milliþinganefnd, sem sk.vldi end
urskoða löggjöfina um Brunabóta
féiag íslands, og skila lagafrum
varpi fyrir næsta þing. í nefnd
þessa voru kosnir alþingismenn
ii nir Jónas G. Rafnar, sem var for
Ásgeir Ólafsson núverandi for-
stjóri félagsins.
maður nefndarinnár, Jón Sigurðs
son og Guðmundur í. Guðmunds
son, auk þeirra Guðmundur Guð-
laugsson, forstjóri, Akureyri og
Vilhjálmur Jónsson, lögfræðin'gur
Reykjavík.
Nefndin klofnaði um málið og
skilaði tveimur frumvörpum
Frumvarp meirihlutans, þeirra Jón
Stefán Jóhann Stefánsson, sem
var forstjóri félagsins í 13 ár.
asar Rafnar, Jóns Sigurðssonar
og Guðmundar já Guðmundssonar
sem samið var í samstarfi við þá
verandi forstjóra félagsins, Stef
áns Jóh. Stefánssonar, var sam-
þykkt á Alþingi 1955 og gilda þau
lög um félagið enn í dag.
Helztu nýmæli í hinum nýju lög
um voru ákvæði um kjör fulltrúa
ráðs og framkvæmdastjórnar.
Með þessari lagabreytingu hefst
í raun og veru nýr kafli í sögu
félagsins. Félagið fær lýðræðis-
legri stjórn og um leið heimild til
þess að færa út starfsemi sína.
allt eftir því sem kjörið fulltrúa
ráð og framkvæmdastjórn ákveð
ur.
Stjórn félagsins er þannig
byggð upþ ,að bæjar- og sýslufé
lög kjósa einn mann hvert i full
trúaráð félagsins, en fulltrúaráðið
kýs síðan framkvæmdastjórn tii
fjögurra ára í senn. Forstjóri er
skipaður af ráðhqrra þeim, er
fer með málefni félagsins af hálfu
ríkisstjórnárinnar, venjulega íé-
lagsmálaráðherra.
Fyrsti aðalfundur fulltrúaráðs-
ins var haldinn í Reykjavík 21
júní 1955. Fundurinn kaus fyrstu
framkvæmdastjórn félagsins. Kosn
ingu hlutu Jón G. Solnes, banka
stjóri, Akureyri, formaður, Emil
Jónsson páðherra, Hafnarfirði,
varaformaður. Jón Steingrímsson
sýslumaður, Borgarnesi, ritari..
Framkvæmdastjórn hefir verið ó-
breytt síðan nema Björgvin Bjarna
son, sýslumaður, Hólmavík, tók
sæti Jóns Steingrímssonar, þegar
hann lézt 1961.
Varamenn eru nú Sigurður Óli
Óiafsson alþm., Ólafur Ragnars,
kaupm., Siglufirði og Bjarni Guð
björnsson, bankastjóri, ísafirðr.
NÝJAR TRYGG-
INGAGREINAR
Á fulltrúaráðsfundinum 1955 var
stjórn og framkvæmdastjóra heim
ilað að taka upp ýmsar trygginga
greinar, aðrar en brunatryggingar,
eftir því sem ástæður leyfðu. Þessi
heimild hefur verið notuð og hefir
félagið fært út starfsemi sína stig
af stigi. Má segja, að það taki nú
að sér allar tegundir trygginga aðr
ar en líftryggingar.
Brunatryggingar eru eftir sem
áður langstærsti tryggingaflokk-
urinn. Af öðrum tryggingum má
helzt nefna heimilstrygigingar, á-
byrjjðartryggin^ar, bifreiðátrygg-
ingar, slysastryggingar, skipatrygg
ingar, vörutryiggingar, vélatrygg-
ingar, rekstursstöðvunartrygging-
ar, jarðskjáftatryggingar, óveðurs
tryggingar o.fl.
Hér verður eigi getið um marg
ar tölu , enda samanburður við
iiðin ár óraunhæfur veigna breyt
ilegs peningagildis, þó má nefna
að iðgjaldatekjur félagsins fyrir
sl. ár námu 65 milljónum króna
og höfðu aukizt um 26% miðað við
fyrra ár.
ENDUR-
TRYGGINGAR.
Fá viðskipti eru í eðli sínu jafn
alþjóðleg og tryggingar. Síðustu
ár og áratugi hafa verðmæti í bygg
ingum, verkfærum, tækjum, skip
um, afurðum og hverskonar verð
mætum, vaxið mjög ört. Trygging
arupphæðir hafa því margfaldazt
að sama skapi og áhætta trygg
ingarfélaga aukizt samsvarandii
Hlutverk tryggingafélagsins í nú
tímaþjóðfélagi er að dreifa þess
ari áhættu á sem flesta aðila, milli
vátryggingafélaga og milli landa.
Aðalendurtryggjendur Bruna-
bótafélagsins 'hafa verið tveir:
Norska- tryggingarfélagið Store-
brand, Oslo, sem ásamt dótturfé
lögum sínum er stærsta trygging
arfélag á Norðurlöndum. Það var
Storebrand, sem gerði fyrsta end
urtryggingarsamninginn við Bruna
bótafélagið 1916. Viðskipti þess
ara félaga hafa því staðið í hálfa
öld. íslenzk endurtrygging er hinn
aðalendurtryggjandi félagsins, en
það féiag er eina íslenzka tryg'g
,íngafélagið. er eingöngu fæst við
endurtryggingar. Brunabótafélagið
r
Hin nýja og myndarlega bygging Brunabótafélags íslands að Lai
vegi 103 í Reykjavík.
8 27. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ