Dagur - 04.10.1997, Page 7

Dagur - 04.10.1997, Page 7
LAV GAKDAGUR 3.0KTÓBER 19 9 7 - VII að. í>ú bara sagðir, „það er ekkert að mér, ég er bara svolítið þreytt og slöpp, það bara líður hjá.“ Lengi vel höfðu veikindi þín liðið hjá, en enginn er svo hraustur að ekki láti undan ef ekkert er að gert og því miður var ekkert að gert fyrr en sjúkdómur sá er plag- aði þig hafði tekið of stóran toll af þínu þreki. Af hverju léstu okkur börnin og fleiri sem á heimili þínu bjuggu alla tíð ekki hjálpa þér meira við hin erflðu heimilisverk og af hverju gastu ekki kvartað meira þegar eitthvað bjátaði á? Nei það var ekki þinn stíll að kvarta eða biðja aðra að óþörfu, þú bara vannst þín verk. Sennilega værir þú á meðal okkar ef þú hefðir kvartað og beð- ið aðra, það vantar aldrei meira en nú góða móður og ömmu í þennan heim. Seinustu tvö árin eða svo dvald- ir þú í Hlíðarbæ á daginn sem er heimili fyrir þá sem misst hafa minnið. I Hlíðarbæ líkaði þér af- skaplega vel enda fann starfsl'ólkið þar að þú vildir taka til hendinni í eldhúsinu og fékkstu að gera þar ýmis störf sem var þér mikils virði. Alltaf sama eljan. Ég vil þakka starfsfólki Hh'ðar- bæjar fyrir þína hönd og fjölskyld- unnar fyrir frábæra umönnun og alúðiegt viðmót. Þegar heilsu þinni fór hrakandi kom aldrei neitt annað til greina en að hugsa um þig heima meðan nokkur tök voru á, enda vissi ég að þú vildir ekki fara á vistheimili nema daglangt. Eins og fyrr segir hjálpaði Matti okkur mjög mikið og varð til þess að ég var ekki eins bundinn. í sumar varstu hjá mér á æsku- Afi minn. Ártöl hafa verið mér svolítið hugstæð allt frá unga aldri. Ég var ekki hár til hnésins þegar ég uppgötvaði að fæðingarár þitt, 1911, var býsna merkilegt ár. Ilvers vegna? Jú, Skúli Magnús- son landfógeti var fæddur 1711 og sjálfur Jón Sigurðsson 1811. í>ú varst sem sagt beint framhald af þeim tveim, ályktaði ég. Skúli fógeti, Jón forseti og Pálmi í Odda. Ég var reglulega stoltur af að eiga afa sem var svona nátengd- ur hinum glæsilegu hetjum ís- landssögunnar. Þú brostir nú bara góðlátlega er ég skýrði þér frá þessari, að mínu mati, stór- merku staðreynd, en ég held samt að þú hafir bara verið nokkuð ánægður með þetta. Þú varst hljóður. Það var ekki þinn siður að ganga til verks með offorsi eða óðum huga. Allt var ígrundað rækilega, og öll störf inntirðu af hendi hljóðlega og lip- urlega, og af þeirri vandvirkni sem einkenndi þig frá fyrstu tíð. „Vertu trúr yfir litlu“ stendur ein- hvers staðar skrifað, og það eru orð sem eiga við þig öðrum frem- ur. Enginn hlutur, ekkert verk var svo smátt, svo lítils virði, að það verðskuldaði ekki fyllstu natni þína og virðingu. Væri þér falið eitthvert viðvik, gátu menn verið vissir um að það yrði óaðfinnan- lega af hendi leyst. Nákvæmnin var ætíð slfk, að ekki mátti skeika millimetra. Þér var líka margt verkið falið, og á allt lagðir þú gjörva hönd, hvort sem það voru lúin reiðhjól nágranna, dælduð bretti á bílum sveitunga, loðnir slóðum okkar fyrir norðan og var það ánægjulegur tími. Ég hef alltaf verið hissa á þeim sem ekki vilja hugsa um foreldra sína þegar halla fer undan og hef- ur mér alltaf fundist það fólk frek- ar fátækt. Á meðan ég hef verið að pikka þessi orð á tölvuna mína mamma mín hafa runnið mörg tár niður kinnar, enda er það mín skoðun að sá Sem ekki syrgir móður sína hafi aldrei átt neina móður. Og hver á nú að hugga lítinn karl eins og litla drenginn forðum? Sennilega er það tíminn og trú- in sem mildar sorg og sút. Svo kom að því að kraftar þínir þrutu, þú varðst orðin svo óskap- lega, óskaplega þreytt að þú gast ekki meir, lagðir augun aftur og sofnaðir mjög mjög fast eftir lang- an og strangan vinnudag og nú þarftu að sofa afskaplega lengi. Þú eyddir þínum síðustu kröft- rnn í það að spyrja eftir mér því ég hafði verið fyrir norðan. Ég var hjá þér mamma mín og hélt í höndina á þér síðustu stund- irnar. Þegar þú kveður þexman heim ertu vel stæð móðir, amma og langamma, átt marga afkomendur sem alhr dáðu þig og virtu, skuld- laus og sátt við allt og alla. Ég er alveg sannfærður um það að í Himnaríki hefur verið beðið eftir shkri konu tO að hugsa um börn og heimili. í dag kveð ég þig mamma mín í hinsta sinn með miklum söknuði. Megir þú hvíla í friði. Þinn sonur Stefán. Undirritaðm- kynntist Ragnheiði Eiríksdóttur á gömludönsunum í Alþýðuhúskjallaranum haustið Pálmi kollar bæjarbúa eða brotnir bókakihr. Þér sveið að sjá menn kasta til höndum við störf sín, en að sama skapi glöddu þig hlutir sem unnir voru af alúð og vand- virkni. Þessi þáttur var afskap- lega ríkur í þér, afi, og var senni- lega það sem mótaði þína lífs- skoðun mest. Þetta skein alls staðar í gegn. Meira að segja við guðsþjónustur. Þú hafðir á orði að hann séra Jón Helgi væri sér í lagi „verkhygginn“ við fermingar, og einnig vakti athygli þína hve jarðarfarirnar voru „snyrtilegar“ hjá honum, eins og þú orðaðir það. Þú hafðir þínar meiningar. Á pólitfk og ýmsu öðru. En þú varst svo sem ekki mikið að flíka þeim dags daglega. Þú stóðst ekki í há- vaðarifrildum við menn á götu- hornum út af þessu og hinu smá- ræðinu. Það var ekki þinn stfll. Einstrengingsháttur og virðingar- leysi áttu ekki við þig. Þér varð hins vegar ekki svo auðveldlega þokað frá þinni sannfæringu, þótt þú af meðfæddri kurteisi hlustað- ir alltaf á rök annarra. „Mennt er máttur" er spak- mæli sem þú hafðir mjög að leið- arljósi. Sjálfur naustu afar tak- markaðrar skólagöngu; nokkrir vetur í farskóla Helga gamla Sím voru nú allur obbinn. En það var góður skóli, og er ekki ofsögum sagt að fróðleikurinn sem svarf- dælsk ungmenni supu af Mímis- brunni kennarans á Þverá endist jafn vel og lengi og lærimeistar- inn sjálfur. Ilins vegar varst þú alltaf áfram um að mennta þig og fræðast, og í því skyni gleyptir þú í þig allar bækur sem þú komst 1977. Fylgdi ég henni heim að dyrum að dansleik loknum. f kjöl- farið varð góð vinátta okkar á milli. Ragnheiður var mikið fyrir dansinn og söng oft á meðan dans- að var. Vinsæl var hún og fór oft á ball með starfsfélögum sínum og skemmti sér vel. Hún var fiúl af lífsgleði sem smitaði aðra og fólk hændist að henni. Hún var fljót að kynnast fólki og það henni. Hún var góð kona sem mátti ekkert aumt sjá, boðin og búin til að hjálpa. 1979 kom Ragnheiður til mín og bauð mér í mat á aðfanga- dag. Upp frá því bjuggum við sam- an. Ragnheiður var mikil móðir og húsmóðir, hún hugsaði vel um börn sfn og barnabörn. Hún var sí- starfandi innan heimilis jafnt sem utan þess. Eftir frásögn sem ég hef heyrt, hafði hún verið lánuð til starfa á ýmsum bæjum frá fimm ára aldri, við mismunandi aðbúnað eins og þá var. Ragnheiður vann í mörg ár í þvottahúsi Rfldsspítalanna og víð- ar áður, hún var dugnaðarforkur til vinnu og var ekki að hlífa sér. Á fullorðinsaldri tók ég bflpróf og keypti nýjan bíl um leið, svo við gætum verið sjálfstæðari og farið hvert sem okkur langaði til. Oft fórum við í heimsóknir norður í Skagafjörð til barna og barna- barna hennar og til vinkonu okkar á Akureyri, farið til berja eða heimsótt systkini hennar og vina- fólk. Ég bið Skaparann að blessa og vernda Ragnheiði og þakka honum fyrir að hafa kynnst svo góðri konu. Ilvfl í friði. Þórarinn M. Friðjónsson. Elsku amma. Yndislegar minningar eigum við um þig og yndislegar stundir áttum við saman. Þú tókst vel á móti okkur börnunum með opna arma og kræsingar á borðum. Þú tókst vel á móti öllum börn- um eins og þau væru þín, elsku amma Ragna. Uppi í mínu rúmi liggur gamall mjúkur bangsi er þú gafst mér í fæðingargjöf. Hann hefur fylgt mér síðan og hann er mér sérstaklega kær, ekki síst þar sem þú gafst mér hann. Ef eitthvað bjátaði á, reyndirðu ávallt að útskýra málið og hjálpa. Ég gat alltaf komið og fengið ídýju frá þér í þínum mjúka faðmi. Þú hugsaðir ávallt vel til mín hvar sem ég var, t.d. í sveit- inni sendir þú mér pakka með ávöxtum, nammi og nokkrar línur. í þvottahúsinu þar sem við unnum saman komstu ávaMt með auka brauðsneið og þegar ég vann í Kolaportinu sendirðu Matta ávallt með auka nestisbox. Við fórum oft í sveitina, í bíó, í marga göngutúra og bökuðum frábærar kleinur. Elsku amma, margs er að minnast, því þakka ég þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér með örlæti þínu og kærleik. Ég mun alltaf sakna þín - þú varst mér góð og mikils virði. Guð blessi þig. Hjördís Friðriksdóttir Elsku amma. Þú vars svo glöð og hjartahlý að mér hlýnaði um hjartarætur í hvert sinn sem ég hugsa til þín. Ég, Katrín man ennþá eins og það hafi gerst í gær þegar að þú komst og heimsóttir mig á spítalann. Þegar að þitt brosmilda andMt gægðist inn um dyrnar á herberg- inu mínu, hlýjar hendur þínar tóku utan um mig og þú kysstir mig á vangann. Þú sagðist hafa labbað aMa leið og sagðir mér ávaMt sögur af ættingjum og vin- um. Ég sagði „vertu ekki að labba þessa löngu leið“. En þú hristir bara höfuðið og sagðir að þetta væri ekkert mál. Þú sast hjá mér, last fyrir mig og við borðuðum appelsínu saman sem þú komst með að heiman. Það var mér ómetanlegt að eiga þig að þegar ég var veik. Nærvera þín og allt það góða sem þú gafst mér hjálp- aði mér til þess að sigrast á erfið- um sjúkdómi. Ég á þér og mörgum öðrum mikið að þakka. Ég kveð þig amma mín með sorg og söknuð í hjarta. Þú munt ætíð vera í hjarta mínu og ég bið Guð að geyma þig. Katrín Rósa Friðriksdóttir Elsku amma. Það er sárt að missa þig, það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú tókst á móti mér með þínum hlýju örmum og umhyggju. Og þar sem þú varst ávallt reiðubúin að gefa öMum meira en þú áttir. Er ég kom í heimsókn til þín eða gisti hjá þér man ég að þú hugsaðir alltaf um að ég væri í hreinum og ógötóttum sokkum og að ég fengi nóg að borða. Ég þurfti líka alltaf að segja þér svo margt frá öllu nýju sem ég hafði lært eða séð á leikskólanum þegar ég var yngri. Ég mun aldrei gleyma þeim stund- um er við áttum saman. Guð veri með þér elsku amma. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir Jóhannsson höndum á. Sérstaka rækt lagð- irðu við bundið mál. Gömlu meistaranna, Jónas, Pál, Stein- grím, Matthías og Þorstein, hafð- irðu á hraðbergi, vinum og kunn- ingjum til skemmtunar á góðum stundum, eða til að uppfræða op- inmynntan afastrák. Ég man að stundum hélt ég að þú kynnir öll kvæði og lausavísur sem ort hefðu verið á íslenska tungu; og aldrei komst ég í hálfkvisti við þig í þeirri list. Og Davíð Stefánsson, maður lifandi! Skáldið frá Fagraskógi var heilagur maður í þínum augum. Hann var hinn út- valdi. Það kom alltaf alveg sér- stakur glampi í augun á þér, afi, þegar þú fórst með ljóðin hans Davíðs. Oft vorum við líka búnir að hlusta saman á Gullna hliðið. Og þú hallaðir þér afturábak í stóln- um þínum með hendur aftan við hnakka, lygndir augunum og hafðir yfir prólógusinn með skáldinu - dimmum rómi, að hætti Davíðs - á meðan óg beið með öndina í hálsinum eftir að heyra í óvininum. Já, Davíð, það var mikill andi. Afi minn, nú haMar að hausti í Svarfaðardal, dalnum þínum sem þú unnir svo heitt. Síðustu geislar sumarsins leika um Ilyrnu og Stól, og aðra tignarlega tinda þessarar fallegu sveitar. Fyrir mér eruð þið, þú og sveitin, órjúf- anlegum böndum bundin. Þú varst einn hinna „upprunalegu". Einn af því fólki sem fæddist og ólst upp í dalnum þegar lífshættir voru enn nánast á sama stigi og á landnámsöld. Einn af þessum harðduglegu, heiðarlegu, ramm- íslensku alþýðumönnum sem bárust lítið á, en skópu sér og sínum gott líf með atorku og út- sjónarsemi. Þú áttir líka góða konu þér við hlið. Hún var sko hreint ekki búin til úr afgöngum, hún amma. Nei, þar var ekki völ á annarri betri. Hún var og er, og verður, klettur. Þið voruð góð saman, byggðuð ykkur fallegt heimili og unduð þar sæl ykkar hag í kyrrð og ró. Nú er hins vegar skrýtið að koma í Odda. Einhvern veginn er orðið svo sjálfsagt að líta inn í herbergið þitt og sjá þig þar dundandi, lág- vaxinn, kvikan í spori, með hárið standandi silfurgrátt út í loftið. Þannig mun minning þín lifa með mér um ókomin ár. Þú fékkst að lifa langan dag, varst orðinn þreyttur, og varðst hvfldinni feginn. Hana áttirðu fyllilega skilið. Nóg var starfað. Eins og þú sjálfur sagðir: „Takk, þetta er gott“. Ég heyrði eitt sinn sagt eftir góðan mann sem lést í hárri elli: „Ég syrgi hann ekki en ég sakna hans“. Þessi orð vil óg gera að mínum. Takk fyrir alll, afi minn, þinn nafhi Guðný Friðflnnsdóttir Fáein kveðjuorð til að mhmast elskulegrar afa- systur og kærrar frænku sem nú hefur kvatt þessa jarð- vist. Guðný var einstaklega væn manneskja, hlý, mild og já- kvæð. Saman áttum við margar góðar stundir á heimili foreldra minna svo og á mínu heimfli. Gott var að koma í Fagranes þar sem gestrisni er í hávegum höfð. Þar var Guðný frænka umvafin hlýju sona sinna, tengdadóttur og barnabarna. Oft bað frænka um garn þeg- ar hvarflaði að henni að drengi mína vantaði sokka eða vett- linga. Og ekki þurfti lengi að bíða þess að plöggin kæmu og voru vel þegin. Megi guð geyma þe.ssa tryggu og góðu frænku mína sem ég á svo margt að þakka. Innilegar samúðarkveðjur til frændfólksins í Fagranesi. Guðrún Gunnarsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.